Verkaskipti Hannes Pétursson skrifar 13. júní 2013 06:00 Samkvæmt skilningi nýja forsætisráðherrans á stjórnskipun Íslands eru svonefnd fullveldismál hvorki hefðbundin utanríkismál né innanríkismál, heldur mynda þau nýjan málaflokk handa forsetanum (og þinginu svona meðfram). Þetta hefur í för með sér að hvalveiðar Íslendinga heyra nú beint undir forsetann, hvort heldur sem skotin eru smáhveli eða stórhveli og hvert á land sem afurðirnar rata. Hvað hef ég fyrir mér í þessu? Jú, hvalveiðar eru fullveldismál, það leyndi sér ekki þegar utanríkisráðherrann nýi brást við frétt af hugsanlegu banni Hollendinga við því að hvalkjöti frá Kristjáni Loftssyni yrði umskipað í Rotterdam á leið þess til Japans. Hann sagði að Hollendingar hlytu „að virða rétt fullvalda þjóðar til þess að nýta auðlindir sínar“. Þannig falla hvalveiðar sem fullveldismál undir embætti Íslandsforseta. Það léttir ekki lítið á ráðuneytunum.Útflutningsbjástur En setjum sem svo að umskipun kjötsins í Rotterdam yrði bönnuð. Myndi það þá skerða rétt Íslendinga til hvalveiða eins og skilja mátti af orðum utanríkisráðherra? Nei, engan veginn. Þeir gætu drepið áfram jafn mörg stórhveli og þeim sýndist sæma. Kristján Loftsson yrði aftur á móti að finna sér aðra flutningsleið á hundafóðursmarkaðinn í Japan. Af hverju setur þessi auðmaður ekki upp loftbrú þangað með hráefnið? Manni skilst á honum að eftirspurnin sé gríðarleg, þótt aðrir segi að gamalt hrámeti frá Kristjáni liggi nú í haugum í japönskum frystigeymslum. Hvað á annars þetta útflutningsbjástur með óunnar hvalaafurðir að þýða eftir allt saman? Langar hilluraðir í öllum stórmörkuðum landsins svigna undan innfluttum hunda- og kattamat í fínum umbúðum. Úr því að Japanir búa til hundamat úr hvalkjöti héðan, hvers vegna gera Íslendingar það ekki sjálfir? Kristján Loftsson ætti að koma á laggir verksmiðju sem framleiddi bragðgott hundafóður úr langreyðunum sem hann lætur skjóta. Með slíkri verksmiðju ynnist einkum þrennt: mikill gjaldeyrissparnaður fyrir þjóðarbúið (allur innflutti hundamaturinn hlýtur að kosta sitt), talsverð atvinnubót og í þriðja lagi gætu þeir í Rotterdam ekki lengur brugðið fæti fyrir Kristján. Offramleiðslan fengi síðan bætur jafnharðan á urðunarstað. Enginn þarf að efast um að jafn pósitífur maður og Íslandsforseti myndi leggja verksmiðjunni lið, en eins og áður segir heyra nú hvalveiðar okkar beint undir hann þar sem þær eru fullveldismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Samkvæmt skilningi nýja forsætisráðherrans á stjórnskipun Íslands eru svonefnd fullveldismál hvorki hefðbundin utanríkismál né innanríkismál, heldur mynda þau nýjan málaflokk handa forsetanum (og þinginu svona meðfram). Þetta hefur í för með sér að hvalveiðar Íslendinga heyra nú beint undir forsetann, hvort heldur sem skotin eru smáhveli eða stórhveli og hvert á land sem afurðirnar rata. Hvað hef ég fyrir mér í þessu? Jú, hvalveiðar eru fullveldismál, það leyndi sér ekki þegar utanríkisráðherrann nýi brást við frétt af hugsanlegu banni Hollendinga við því að hvalkjöti frá Kristjáni Loftssyni yrði umskipað í Rotterdam á leið þess til Japans. Hann sagði að Hollendingar hlytu „að virða rétt fullvalda þjóðar til þess að nýta auðlindir sínar“. Þannig falla hvalveiðar sem fullveldismál undir embætti Íslandsforseta. Það léttir ekki lítið á ráðuneytunum.Útflutningsbjástur En setjum sem svo að umskipun kjötsins í Rotterdam yrði bönnuð. Myndi það þá skerða rétt Íslendinga til hvalveiða eins og skilja mátti af orðum utanríkisráðherra? Nei, engan veginn. Þeir gætu drepið áfram jafn mörg stórhveli og þeim sýndist sæma. Kristján Loftsson yrði aftur á móti að finna sér aðra flutningsleið á hundafóðursmarkaðinn í Japan. Af hverju setur þessi auðmaður ekki upp loftbrú þangað með hráefnið? Manni skilst á honum að eftirspurnin sé gríðarleg, þótt aðrir segi að gamalt hrámeti frá Kristjáni liggi nú í haugum í japönskum frystigeymslum. Hvað á annars þetta útflutningsbjástur með óunnar hvalaafurðir að þýða eftir allt saman? Langar hilluraðir í öllum stórmörkuðum landsins svigna undan innfluttum hunda- og kattamat í fínum umbúðum. Úr því að Japanir búa til hundamat úr hvalkjöti héðan, hvers vegna gera Íslendingar það ekki sjálfir? Kristján Loftsson ætti að koma á laggir verksmiðju sem framleiddi bragðgott hundafóður úr langreyðunum sem hann lætur skjóta. Með slíkri verksmiðju ynnist einkum þrennt: mikill gjaldeyrissparnaður fyrir þjóðarbúið (allur innflutti hundamaturinn hlýtur að kosta sitt), talsverð atvinnubót og í þriðja lagi gætu þeir í Rotterdam ekki lengur brugðið fæti fyrir Kristján. Offramleiðslan fengi síðan bætur jafnharðan á urðunarstað. Enginn þarf að efast um að jafn pósitífur maður og Íslandsforseti myndi leggja verksmiðjunni lið, en eins og áður segir heyra nú hvalveiðar okkar beint undir hann þar sem þær eru fullveldismál.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun