Nú þurfa þeir ungu að stíga upp Stefán Árni Pálsson skrifar 7. júní 2013 06:30 Ólafur Gústafsson verður í lykilhlutverki með íslenska landsliðinu í næstu verkefnum. fréttablaðið/Vilhelm Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, valdi í gær 17 manna landsliðshóp fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Rúmeníu sem fara fram 12. og 16. júní næstkomandi. Um er að ræða tvo síðustu leiki í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Danmörku á næsta ári. Ísland hefur nú þegar tryggt sér sæti á mótinu en þjálfarinn vill samt sem áður fara í alla leiki til að vinna. Margir lykilleikmenn eru utan hópsins vegna meiðsla og því fá ungir strákar tækifæri til að láta ljós sitt skína. Bjarki Már Gunnarsson, leikmaður HK, var valinn í landsliðshópinn en þar er á ferðinni framtíðarvarnarmaður landsliðsins. Ólafur Gústafsson mun spila stórt hlutverk með liðinu í sókn sem og í vörn, en Aron þjálfari lítur einnig á hann sem framtíðarmann í hjarta varnarinnar. Það er því spurning hvort nýtt varnarpar sé að fæðast í liðinu. „Bjarki Már hefur verið valinn áður í úrtakshópinn og þar hefur hann staðið sig virkilega vel. Vonandi fær hann einhverjar mínútur í leikjunum og getur þá sýnt hvað í honum býr. Ólafur Gústafsson mun aftur á móti vera í stóru hlutverki með liðinu og spilar líklega töluvert, bæði í vörn og sókn,“ segir Aron Kristjánsson. „Fyrir okkur skiptir miklu máli að ná hópnum saman og að leikmenn finni taktinn sem ein liðsheild. Það mun mæða mikið á ungu strákunum og þeir verða bara að taka áskoruninni og standa í lappirnar,“ segir Aron. Rúnar Kárason kemur inn í hópinn en hann hefur verið að glíma við meiðsli í hendi. Í fyrstu var talið að leikmaðurinn væri brotinn en hann virðist vera klár í slaginn. „Það verður frábært að fá Rúnar aftur í liðið eftir þó nokkra fjarveru. Læknar landsliðsins og sérfræðingar hjá Grosswallstadt hafa myndað Rúnar og eins og staðan er í dag er leikmaðurinn alveg heill.“ Ólafur Guðmundsson fær annað tækifæri í liðinu eftir dapra frammistöðu á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar á þessu ári. Það gekk ekkert hjá skyttunni á mótinu, sem endaði með því að hann var sendur heim. Nú kemur Hafnfirðingurinn aftur inn í hópinn en hann þarf að sanna sig, og rúmlega það. „Ólafur er efnilegur leikmaður sem stóð sig ágætlega í úrtakshópnum sem ég valdi á dögunum. Hann þarf samt sem áður að vinna í ákveðnum þáttum í sínum leik til að verða virkilega góður. Núna fær hann tækifærið á nýjan leik og vonandi nýtir hann það vel.“ Þann 16. júní fer leikurinn gegn Rúmeníu fram en það verður sérstakur kveðjuleikur fyrir Ólaf Stefánsson sem kemur aftur inn í landsliðshópinn. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að kveðja Ólaf með sigri og það verður allt lagt undir fyrir þann leik,“ segir Aron. Íslenski handboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, valdi í gær 17 manna landsliðshóp fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Rúmeníu sem fara fram 12. og 16. júní næstkomandi. Um er að ræða tvo síðustu leiki í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Danmörku á næsta ári. Ísland hefur nú þegar tryggt sér sæti á mótinu en þjálfarinn vill samt sem áður fara í alla leiki til að vinna. Margir lykilleikmenn eru utan hópsins vegna meiðsla og því fá ungir strákar tækifæri til að láta ljós sitt skína. Bjarki Már Gunnarsson, leikmaður HK, var valinn í landsliðshópinn en þar er á ferðinni framtíðarvarnarmaður landsliðsins. Ólafur Gústafsson mun spila stórt hlutverk með liðinu í sókn sem og í vörn, en Aron þjálfari lítur einnig á hann sem framtíðarmann í hjarta varnarinnar. Það er því spurning hvort nýtt varnarpar sé að fæðast í liðinu. „Bjarki Már hefur verið valinn áður í úrtakshópinn og þar hefur hann staðið sig virkilega vel. Vonandi fær hann einhverjar mínútur í leikjunum og getur þá sýnt hvað í honum býr. Ólafur Gústafsson mun aftur á móti vera í stóru hlutverki með liðinu og spilar líklega töluvert, bæði í vörn og sókn,“ segir Aron Kristjánsson. „Fyrir okkur skiptir miklu máli að ná hópnum saman og að leikmenn finni taktinn sem ein liðsheild. Það mun mæða mikið á ungu strákunum og þeir verða bara að taka áskoruninni og standa í lappirnar,“ segir Aron. Rúnar Kárason kemur inn í hópinn en hann hefur verið að glíma við meiðsli í hendi. Í fyrstu var talið að leikmaðurinn væri brotinn en hann virðist vera klár í slaginn. „Það verður frábært að fá Rúnar aftur í liðið eftir þó nokkra fjarveru. Læknar landsliðsins og sérfræðingar hjá Grosswallstadt hafa myndað Rúnar og eins og staðan er í dag er leikmaðurinn alveg heill.“ Ólafur Guðmundsson fær annað tækifæri í liðinu eftir dapra frammistöðu á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar á þessu ári. Það gekk ekkert hjá skyttunni á mótinu, sem endaði með því að hann var sendur heim. Nú kemur Hafnfirðingurinn aftur inn í hópinn en hann þarf að sanna sig, og rúmlega það. „Ólafur er efnilegur leikmaður sem stóð sig ágætlega í úrtakshópnum sem ég valdi á dögunum. Hann þarf samt sem áður að vinna í ákveðnum þáttum í sínum leik til að verða virkilega góður. Núna fær hann tækifærið á nýjan leik og vonandi nýtir hann það vel.“ Þann 16. júní fer leikurinn gegn Rúmeníu fram en það verður sérstakur kveðjuleikur fyrir Ólaf Stefánsson sem kemur aftur inn í landsliðshópinn. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að kveðja Ólaf með sigri og það verður allt lagt undir fyrir þann leik,“ segir Aron.
Íslenski handboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira