Sökuð um dylgjur um Vatnsendaskuldabréf gar skrifar 31. maí 2013 11:00 Guðríður Arnardóttir „Það er afar slæmt að bæjarfulltrúinn skuli dylgja með þeim hætti sem gert hefur verið án þess að mál séu upplýst,“ segir meirihlutinn í bæjarráði Kópavogs og vísar til ummæla Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar. Meirihlutinn sagði í bókun í bæjarráði í gær að Guðríður hefði með ummælum í Fréttablaðinu á mánudag látið að því liggja að starfsmenn Kópavogsbæjar hefðu vísvitandi brotið af sér í starfi með því að hafa komið peningum í „skjól“ frá réttmætum eigendum þeirra. Var þar vísað til þess að Kópavogsbær greiddi upp í desember 30 milljónir króna fyrir fram af skuldabréfum vegna eignarnáms bæjarins á Vatnsendalandinu. Guðríður sagði að vegna óljóss eignarhalds á Vatnsenda í kjölfar dómsmála væru peningarnir ekki að ganga til réttmætra eigenda. Í svari fjármálastjóra bæjarins segir að fyrirspurn Guðríðar hafi verið byggð á misskilningi. „Með uppgreiðslu á skuldabréfunum var ekki verið að greiða fyrir jarðarkaup eða eignarnám heldur að lækka skuldir bæjarins,“ útskýrir fjármálastjórinn. „Eðli máls samkvæmt“ hafi fjármálastjórinn einn ákveðið uppgreiðsluna án þess að hún væri kynnt bæjarstjóra sérstaklega. „Það er slæmur ávani að skjóta fyrst og spyrja svo. Það er umræðuhefð sem ætti að heyra sögunni til. Í ljósi ærumeiðandi aðdróttana hefur endurskoðendum bæjarins verið falið að gera úttekt sem er ætlað að varpa skýru ljósi á málsatvik,“ bókuðu Rannveig Ásgeirsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúar meirihlutans. Guðríður Arnardóttir bókaði þá að hefði bæjarstjóra ekki verið kunnugt um uppgreiðslu láns upp á 30 milljónir fram í tímann sem tengist umdeildu eignarnámi á Vatnsenda ætti hann endurskoða starfshætti sína. „Það er ljóst að hér hafa verið gerð mistök, þegar umrætt skuldabréf var greitt upp þótt síðustu greiðslur væru ekki komnar á gjalddaga. Þessu til stuðnings er bent á erindi skiptastjóra dánarbús Sigurðar Hjaltested frá 21. maí þar sem þess er krafist að Kópavogur felli niður allar greiðslur til þinglýsts eiganda Vatnsenda á meðan dánarbúið er undir skiptum og skorið hefur verið úr um afdrif eignarréttar jarðarinnar,“ bókaði Guðríður Arnardóttir. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Sjá meira
„Það er afar slæmt að bæjarfulltrúinn skuli dylgja með þeim hætti sem gert hefur verið án þess að mál séu upplýst,“ segir meirihlutinn í bæjarráði Kópavogs og vísar til ummæla Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar. Meirihlutinn sagði í bókun í bæjarráði í gær að Guðríður hefði með ummælum í Fréttablaðinu á mánudag látið að því liggja að starfsmenn Kópavogsbæjar hefðu vísvitandi brotið af sér í starfi með því að hafa komið peningum í „skjól“ frá réttmætum eigendum þeirra. Var þar vísað til þess að Kópavogsbær greiddi upp í desember 30 milljónir króna fyrir fram af skuldabréfum vegna eignarnáms bæjarins á Vatnsendalandinu. Guðríður sagði að vegna óljóss eignarhalds á Vatnsenda í kjölfar dómsmála væru peningarnir ekki að ganga til réttmætra eigenda. Í svari fjármálastjóra bæjarins segir að fyrirspurn Guðríðar hafi verið byggð á misskilningi. „Með uppgreiðslu á skuldabréfunum var ekki verið að greiða fyrir jarðarkaup eða eignarnám heldur að lækka skuldir bæjarins,“ útskýrir fjármálastjórinn. „Eðli máls samkvæmt“ hafi fjármálastjórinn einn ákveðið uppgreiðsluna án þess að hún væri kynnt bæjarstjóra sérstaklega. „Það er slæmur ávani að skjóta fyrst og spyrja svo. Það er umræðuhefð sem ætti að heyra sögunni til. Í ljósi ærumeiðandi aðdróttana hefur endurskoðendum bæjarins verið falið að gera úttekt sem er ætlað að varpa skýru ljósi á málsatvik,“ bókuðu Rannveig Ásgeirsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúar meirihlutans. Guðríður Arnardóttir bókaði þá að hefði bæjarstjóra ekki verið kunnugt um uppgreiðslu láns upp á 30 milljónir fram í tímann sem tengist umdeildu eignarnámi á Vatnsenda ætti hann endurskoða starfshætti sína. „Það er ljóst að hér hafa verið gerð mistök, þegar umrætt skuldabréf var greitt upp þótt síðustu greiðslur væru ekki komnar á gjalddaga. Þessu til stuðnings er bent á erindi skiptastjóra dánarbús Sigurðar Hjaltested frá 21. maí þar sem þess er krafist að Kópavogur felli niður allar greiðslur til þinglýsts eiganda Vatnsenda á meðan dánarbúið er undir skiptum og skorið hefur verið úr um afdrif eignarréttar jarðarinnar,“ bókaði Guðríður Arnardóttir.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Sjá meira