Einvígið ræðst í þessum leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. maí 2013 07:00 Jóhann Gunnar Einarsson átti fínan leik með Fram í fyrsta leiknum og skoraði fimm mörk. fréttablaðið/daníel Fram og Haukar mætast öðru sinni í úrslitum N1-deildar karla í kvöld. Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, auglýsir eftir frumkvæði hjá leikmönnum Hauka og spáir því að einvígið ráðist á útkomu leiksins í kvöld. Þriðji leikur Fram og Stjörnunnar í úrslitum fer fram í Safamýri í kvöld. Fram hefur náð frumkvæðinu í einvígi sínu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitil karla. Fram „stal“ fyrsta leiknum í Hafnarfirði og verður Íslandsmeistari með því að vinna heimaleikina sína en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér titilinn. Framarar unnu sanngjarnan sigur í fyrsta leiknum og Fréttablaðið fékk Kristin Guðmundsson, þjálfara Íslandsmeistara HK, til þess að rýna í spilin. „Þessi leikur segir okkur að það sé ákveðnum spurningum ósvarað hjá Haukunum. Þeir virðast ekki enn hafa fundið mann til þess að taka frumkvæði og höggva á hnútana er á þarf að halda. Stefán Rafn gerði það fyrir þá áður en hann fór út og þeim hefur ekki tekist að leysa þann hausverk. Ég lýsi eftir því að einhver leikmaður Haukanna taki á sig ábyrgð og fari að sýna einhverja stjörnuleiki,“ sagði Kristinn ákveðinn. Sigurbergur Sveinsson skoraði sex mörk í fyrsta leiknum en næstu menn voru með tvö mörk. „Það er enginn að taka frumkvæði í sóknarleiknum. Tjörvi er týndur sem og Sigurbergur. Elías Már er ekki að ógna markinu og svona mætti áfram telja. Mér fannst menn vera að fela sig í sókninni. Þeir voru gjaldþrota á þeim enda. Við skulum hafa það alveg á hreinu. Ef þeir finna ekki lausnir á þessu eru Haukarnir í erfiðum málum. Stóra spurningin er hver ætlar sér að stíga upp?“ sagði Kristinn og bætti við að Haukarnir hefðu unnið sig út úr vandamálum áður og því vildi hann ekki afskrifa þá strax. „Ég saknaði þess líka að menn væru að berja á garðinum. Jóhann Gunnar er til að mynda að spila í bæði sókn og vörn. Við vitum að hann er kannski ekki í besta formi af öllum leikmönnum deildarinnar. Hann þarf aðstoð og fékk það í gær. Það reynir samt á hann og Haukarnir ættu að setja fleiri árásir á hann sem og Róbert Aron. Þreyta þá. Það kom mér á óvart að Haukarnir væru ekki með fleiri svör.“ Maðurinn sem tók frumkvæðið hjá Fram var Sigurður Eggertsson en frammistaða hans undir lokin gerði gæfumuninn. „Siggi var frábær og hann hjó á hnútana. Jóhann Gunnar var að finna Harald á línunni en Framarar eiga síðan Róbert Aron Hostert algjörlega inni. Það er maður sem getur heldur betur klárað leiki. Það er meiri pungur í Frömurunum núna. Þeir eru markvissari og sókndjarfari en áður. Til þess að vinna titilinn þurfa menn að vera farnir að trúa því í hausnum að þeir geti unnið og mér sýnist Framararnir hafa bullandi trú á því að þeir geti orðið meistarar,“ sagði Kristinn en hann segir Haukana vera komna upp að vegg. Það sé ekkert grín að lenda 2-0 undir í svona einvígi. „Bæði lið eru að spila góða vörn en eftir því sem líður á einvígið fjölgar mörkunum því það kemur meiri þreyta í varnarleikinn. Þetta verður refskák og nú er spurning hvort Haukarnir sýni frumkvæði eður ei,“ sagði Kristinn en hann segir leikinn í dag vera algjöran lykilleik. „Þetta eru tvö frábær lið sem spiluðu flottan varnarleik í fyrsta leiknum. Þetta er lykilleikur og ef Fram vinnur þennan leik þá verða þeir meistarar. Ef Haukar vinna leikinn þá verða þeir meistarar. Einvígið ræðst í þessum leik. Það er mín spá.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Fram og Haukar mætast öðru sinni í úrslitum N1-deildar karla í kvöld. Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, auglýsir eftir frumkvæði hjá leikmönnum Hauka og spáir því að einvígið ráðist á útkomu leiksins í kvöld. Þriðji leikur Fram og Stjörnunnar í úrslitum fer fram í Safamýri í kvöld. Fram hefur náð frumkvæðinu í einvígi sínu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitil karla. Fram „stal“ fyrsta leiknum í Hafnarfirði og verður Íslandsmeistari með því að vinna heimaleikina sína en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér titilinn. Framarar unnu sanngjarnan sigur í fyrsta leiknum og Fréttablaðið fékk Kristin Guðmundsson, þjálfara Íslandsmeistara HK, til þess að rýna í spilin. „Þessi leikur segir okkur að það sé ákveðnum spurningum ósvarað hjá Haukunum. Þeir virðast ekki enn hafa fundið mann til þess að taka frumkvæði og höggva á hnútana er á þarf að halda. Stefán Rafn gerði það fyrir þá áður en hann fór út og þeim hefur ekki tekist að leysa þann hausverk. Ég lýsi eftir því að einhver leikmaður Haukanna taki á sig ábyrgð og fari að sýna einhverja stjörnuleiki,“ sagði Kristinn ákveðinn. Sigurbergur Sveinsson skoraði sex mörk í fyrsta leiknum en næstu menn voru með tvö mörk. „Það er enginn að taka frumkvæði í sóknarleiknum. Tjörvi er týndur sem og Sigurbergur. Elías Már er ekki að ógna markinu og svona mætti áfram telja. Mér fannst menn vera að fela sig í sókninni. Þeir voru gjaldþrota á þeim enda. Við skulum hafa það alveg á hreinu. Ef þeir finna ekki lausnir á þessu eru Haukarnir í erfiðum málum. Stóra spurningin er hver ætlar sér að stíga upp?“ sagði Kristinn og bætti við að Haukarnir hefðu unnið sig út úr vandamálum áður og því vildi hann ekki afskrifa þá strax. „Ég saknaði þess líka að menn væru að berja á garðinum. Jóhann Gunnar er til að mynda að spila í bæði sókn og vörn. Við vitum að hann er kannski ekki í besta formi af öllum leikmönnum deildarinnar. Hann þarf aðstoð og fékk það í gær. Það reynir samt á hann og Haukarnir ættu að setja fleiri árásir á hann sem og Róbert Aron. Þreyta þá. Það kom mér á óvart að Haukarnir væru ekki með fleiri svör.“ Maðurinn sem tók frumkvæðið hjá Fram var Sigurður Eggertsson en frammistaða hans undir lokin gerði gæfumuninn. „Siggi var frábær og hann hjó á hnútana. Jóhann Gunnar var að finna Harald á línunni en Framarar eiga síðan Róbert Aron Hostert algjörlega inni. Það er maður sem getur heldur betur klárað leiki. Það er meiri pungur í Frömurunum núna. Þeir eru markvissari og sókndjarfari en áður. Til þess að vinna titilinn þurfa menn að vera farnir að trúa því í hausnum að þeir geti unnið og mér sýnist Framararnir hafa bullandi trú á því að þeir geti orðið meistarar,“ sagði Kristinn en hann segir Haukana vera komna upp að vegg. Það sé ekkert grín að lenda 2-0 undir í svona einvígi. „Bæði lið eru að spila góða vörn en eftir því sem líður á einvígið fjölgar mörkunum því það kemur meiri þreyta í varnarleikinn. Þetta verður refskák og nú er spurning hvort Haukarnir sýni frumkvæði eður ei,“ sagði Kristinn en hann segir leikinn í dag vera algjöran lykilleik. „Þetta eru tvö frábær lið sem spiluðu flottan varnarleik í fyrsta leiknum. Þetta er lykilleikur og ef Fram vinnur þennan leik þá verða þeir meistarar. Ef Haukar vinna leikinn þá verða þeir meistarar. Einvígið ræðst í þessum leik. Það er mín spá.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira