Tónlist

Extreme Chill í fjórða sinn

Hljómsveitin Samaris spilar á Extreme Chill Festival.
Hljómsveitin Samaris spilar á Extreme Chill Festival. Mynd/Stefán
Íslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival – Undir jökli verður haldin í fjórða sinn helgina 12. til 14. júlí á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls.

Í ár koma um tuttugu íslenskir tónlistarmenn fram, auk fjögurra erlendra tónlistarmanna: Mixmaster Morris frá Bretlandi (sem kom einnig fram í fyrra) Mimetic frá Sviss, Fishimself frá Grikklandi og Le Sherifs frá Egyptalandi.

Á föstudagskvöldinu verða tónleikar í félagsheimilinu Röst. Á laugardeginum hefst dagskráin utandyra í hádeginu með lifandi flutningi og plötusnúðum og verður dagskráin svo færð inn í Röst um kvöldið.

Á hátíðinni koma einnig fram flestir helstu raftónlistarmenn landsins: Stereo Hypnosis, Futuregrapher, Úlfur, Samaris, Rúnar Magnússon, Tonik, Mikael Lind, Skurken og fleiri.

Extreme Chill Festival hefur tvö ár í röð fengið úthlutað úr menningarsjóði Kraums. Breska dagblaðið The Guardian kaus hátíðina „eina af þeim fimmtán athyglisverðustu í Evrópu 2012 sökum staðsetningar og umhverfis“.

Miðasala á hátíðina hefst á miðvikudag hér á Midi.is. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar.

Staðsetning Extreme Chill-hátíðarinnar á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls hefur vakið athygli út fyrir landsteina.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×