Skattalækkanir – mikilvægasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar Vilhjálmur Þór Svansson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Eftir tæpa eina viku fara fram kosningar til Alþingis. Eitt allra brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar verður að lækka skatta fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Ekki þarf að hafa mörg orð um stefnu núverandi vinstristjórnar í skattamálum sem þarf að breyta, og þessar breytingar hefur Sjálfstæðisflokkurinn boðað. Með hækkandi skattlagningu myndast vinnuletjandi starfsumhverfi, það ýtir undir svarta atvinnustarfsemi og lækkar þar með tekjur ríkissjóðs. Þess háttar atvinnustarfsemi hefur aukist gríðarlega eftir hrun og þá leiða þrálátar skattahækkanir til þess að ráðstöfunartekjur almennings lækka. Þvert gegn þessu hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt áherslu á og boðað skattalækkanir komist flokkurinn í ríkissjórn. Tekjutap ríkissjóðs í stuttan tíma getur ekki komið í veg fyrir að menn grípi til skynsamlegra aðgerða sem borga sig margfalt til baka til samfélagsins með meiri fjárfestingum og fjölgun starfa. Afraksturinn af skattalækkunum mun koma í ljós þegar umsvifin aukast í samfélaginu.Lækka þarf álögur Íslenskt atvinnulíf byggist að meginstefnu til af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þessum fyrirtækjum hefur ekki verið hlúið nægjanlega vel að undanfarin ár með tilheyrandi skattlagningu, en staðreyndin er sú að í dag kostar það atvinnurekendur of mikið að halda úti fyrirtæki. Lækka þarf álögur á fyrirtæki og örva þannig atvinnulífið, en með því fjölgar störfum og svigrúm skapast til að hækka laun og bæta þannig lífskjör. Hafa verður í huga að aukin verðmætasköpun í atvinnulífinu eru almannahagsmunir, en forsenda fyrir því að hagur heimilanna batni er að auka tekjurnar í samfélaginu. Hlutverk ríkisins er margþætt, t.a.m. getur það gert einstaklingnum kleift að afla sér fróðleiks og menntunar og þá réttir það einstaklingnum hjálparhönd í ýmsum efnum þegar á bjátar. En þegar ríkisvaldið fer út fyrir sín settu takmörk, fer að seilast inn á umráðasvið einstaklingsins, þá stígur þjóðin spor aftur á bak. Doði í atvinnulífinu í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur þegar staðið nógu lengi, en nú er komið til kasta nýrrar ríkisstjórnar að blása nýjum lífsanda í atvinnulífið með skattalækkunum. Tryggjum auknar ráðstöfunartekjur fyrir fjölskyldurnar í landinu og leyfum einstaklingnum að fá að njóta þess sem hann aflar hverju sinni. Tryggjum hagkvæmari skilyrði fyrir fyrirtækin í landinu. Kjölfesta sjálfstæðisstefnunnar er trúin á manninn. Trúum á mannauðinn í landinu. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningunum 27. apríl næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Eftir tæpa eina viku fara fram kosningar til Alþingis. Eitt allra brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar verður að lækka skatta fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Ekki þarf að hafa mörg orð um stefnu núverandi vinstristjórnar í skattamálum sem þarf að breyta, og þessar breytingar hefur Sjálfstæðisflokkurinn boðað. Með hækkandi skattlagningu myndast vinnuletjandi starfsumhverfi, það ýtir undir svarta atvinnustarfsemi og lækkar þar með tekjur ríkissjóðs. Þess háttar atvinnustarfsemi hefur aukist gríðarlega eftir hrun og þá leiða þrálátar skattahækkanir til þess að ráðstöfunartekjur almennings lækka. Þvert gegn þessu hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt áherslu á og boðað skattalækkanir komist flokkurinn í ríkissjórn. Tekjutap ríkissjóðs í stuttan tíma getur ekki komið í veg fyrir að menn grípi til skynsamlegra aðgerða sem borga sig margfalt til baka til samfélagsins með meiri fjárfestingum og fjölgun starfa. Afraksturinn af skattalækkunum mun koma í ljós þegar umsvifin aukast í samfélaginu.Lækka þarf álögur Íslenskt atvinnulíf byggist að meginstefnu til af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þessum fyrirtækjum hefur ekki verið hlúið nægjanlega vel að undanfarin ár með tilheyrandi skattlagningu, en staðreyndin er sú að í dag kostar það atvinnurekendur of mikið að halda úti fyrirtæki. Lækka þarf álögur á fyrirtæki og örva þannig atvinnulífið, en með því fjölgar störfum og svigrúm skapast til að hækka laun og bæta þannig lífskjör. Hafa verður í huga að aukin verðmætasköpun í atvinnulífinu eru almannahagsmunir, en forsenda fyrir því að hagur heimilanna batni er að auka tekjurnar í samfélaginu. Hlutverk ríkisins er margþætt, t.a.m. getur það gert einstaklingnum kleift að afla sér fróðleiks og menntunar og þá réttir það einstaklingnum hjálparhönd í ýmsum efnum þegar á bjátar. En þegar ríkisvaldið fer út fyrir sín settu takmörk, fer að seilast inn á umráðasvið einstaklingsins, þá stígur þjóðin spor aftur á bak. Doði í atvinnulífinu í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur þegar staðið nógu lengi, en nú er komið til kasta nýrrar ríkisstjórnar að blása nýjum lífsanda í atvinnulífið með skattalækkunum. Tryggjum auknar ráðstöfunartekjur fyrir fjölskyldurnar í landinu og leyfum einstaklingnum að fá að njóta þess sem hann aflar hverju sinni. Tryggjum hagkvæmari skilyrði fyrir fyrirtækin í landinu. Kjölfesta sjálfstæðisstefnunnar er trúin á manninn. Trúum á mannauðinn í landinu. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningunum 27. apríl næstkomandi.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar