Já, en Einar Kristinn Ingólfur H. Ingólfsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Í grein sem Einar K. Guðfinnson alþingismaður skrifar í Fréttablaðið 4. apríl gerir hann grein fyrir tillögu Sjálfstæðisflokksins um skattalegan afslátt fyrir þá sem vilja lækka íbúðalán sín með svokölluðum höfuðstólsgreiðslum. Þessi tillaga markar tímamót. Vart er hægt að hugsa sér einfaldari og áhrifaríkari aðgerð af hálfu ríkisins til skuldalækkunar yfirskuldsettra heimila en skattfríðindi til þeirra sem lækka skuldir sínar með greiðslum inn á höfuðstól lána, varanlega og til frambúðar. Ég segi því skírt og klárt já við þessari tillögu. En Einar Kristinn, af hverju að hengja á þessa ágætu tillögu hugmynd um að nota eina frjálsa lífeyrissparnaðinn til þess að greiða niður höfuðstól lána? Það er óþarft vegna þess að við erum sem þjóðfélag ekki lengur í bráðri neyð. Hafi það verið réttlætanlegt að leyfa fólki að taka út séreignarsparnað sinn til þess að fleyta sér yfir sker og halda uppi neyslu í kreppu til að örva hagvöxt, þá eru þær forsendur ekki lengur fyrir hendi. Og hugmyndin er skaðleg vegna þess að þetta er okkar dýrmætasti sparnaður. Honum er ætlað að tryggja okkur mannsæmandi eftirlaun. Og þessi sparnaður er ekki aðfararhæfur þótt allar aðrar eignir okkar geti lent undir hamrinum. Enginn sparnaður er jafn vel til þess fallinn að ná tilætluðum árangri og þessi séreignarsparnaður. Verði þeirri leið haldið opinni, að nota þessa séreign í eitthvað annað en lífeyrissparnað, er verið að dæma þá sem hana velja, og eru í flestum tilvikum hinir skuldsettustu, til fátæktar öll eftirlaunaárin. Almannatryggingar og lífeyrissjóðir munu aðeins sjá okkur fyrir grunnlífeyri eða að hámarki um helmingi af fyrri tekjum í framtíðinni. Frjálsa lífeyrissparnaðinum, séreignarsparnaðinum, er ætlað að brúa bilið þannig að eftirlaunin verði sem næst því sem launatekjurnar voru og við getum haldið lífsgæðum og reisn í ellinni. Í ljósi þess hve illa lífeyrissjóðirnir standa eftir hrunið verðum við að verja frjálsa lífeyrissparnaðinn með öllum tiltækum ráðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem Einar K. Guðfinnson alþingismaður skrifar í Fréttablaðið 4. apríl gerir hann grein fyrir tillögu Sjálfstæðisflokksins um skattalegan afslátt fyrir þá sem vilja lækka íbúðalán sín með svokölluðum höfuðstólsgreiðslum. Þessi tillaga markar tímamót. Vart er hægt að hugsa sér einfaldari og áhrifaríkari aðgerð af hálfu ríkisins til skuldalækkunar yfirskuldsettra heimila en skattfríðindi til þeirra sem lækka skuldir sínar með greiðslum inn á höfuðstól lána, varanlega og til frambúðar. Ég segi því skírt og klárt já við þessari tillögu. En Einar Kristinn, af hverju að hengja á þessa ágætu tillögu hugmynd um að nota eina frjálsa lífeyrissparnaðinn til þess að greiða niður höfuðstól lána? Það er óþarft vegna þess að við erum sem þjóðfélag ekki lengur í bráðri neyð. Hafi það verið réttlætanlegt að leyfa fólki að taka út séreignarsparnað sinn til þess að fleyta sér yfir sker og halda uppi neyslu í kreppu til að örva hagvöxt, þá eru þær forsendur ekki lengur fyrir hendi. Og hugmyndin er skaðleg vegna þess að þetta er okkar dýrmætasti sparnaður. Honum er ætlað að tryggja okkur mannsæmandi eftirlaun. Og þessi sparnaður er ekki aðfararhæfur þótt allar aðrar eignir okkar geti lent undir hamrinum. Enginn sparnaður er jafn vel til þess fallinn að ná tilætluðum árangri og þessi séreignarsparnaður. Verði þeirri leið haldið opinni, að nota þessa séreign í eitthvað annað en lífeyrissparnað, er verið að dæma þá sem hana velja, og eru í flestum tilvikum hinir skuldsettustu, til fátæktar öll eftirlaunaárin. Almannatryggingar og lífeyrissjóðir munu aðeins sjá okkur fyrir grunnlífeyri eða að hámarki um helmingi af fyrri tekjum í framtíðinni. Frjálsa lífeyrissparnaðinum, séreignarsparnaðinum, er ætlað að brúa bilið þannig að eftirlaunin verði sem næst því sem launatekjurnar voru og við getum haldið lífsgæðum og reisn í ellinni. Í ljósi þess hve illa lífeyrissjóðirnir standa eftir hrunið verðum við að verja frjálsa lífeyrissparnaðinn með öllum tiltækum ráðum.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun