Gleðilegt sumar! Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 26. apríl 2013 06:00 Sumarið er loksins komið. Þrátt fyrir að íslenska veðrið sé ekki alltaf í takt við tímasetningar dagatalsins, vitum við að nú verða dagarnir ekki aðeins lengri og bjartari, heldur verður krafturinn, vonin og bjartsýnin meiri. Þessi sumarbyrjun er líka sérlega ánægjuleg þar sem við fáum á sama tíma tækifæri til að gera breytingar til góðs á Íslandi, fjölga hér tækifærum og hefja uppbyggingu. Á morgun göngum við til kosninga sem snúast fyrst og fremst um það hvert við viljum stefna og hvernig við viljum haga málum næstu árin. Á morgun kjósum við um framtíðina. Við kjósum um ný tækifæri, ný vinnubrögð og nýja von. Ég hef átt þess kost að undanförnu að hitta margt fólk víða um land. Þau samtöl hafa sannfært mig um að viðfangsefni komandi kjörtímabils snúist einkum um þrennt. Í fyrsta lagi að lækka skatta með áherslu á að það gagnist sem best launþegum og auki ráðstöfunartekjur fjölskyldna. Í öðru lagi þarf að bregðast með raunhæfum og sanngjörnum hætti við skuldavanda heimilanna. Og í þriðja lagi þarf að sækja fram í atvinnulífinu og fjölga störfum með afnámi gjaldeyrishafta, einkaframtaki, og nýsköpun þannig að við getum tryggt traustan grunn fyrir þá velferðarþjónustu sem við viljum vernda. Þetta eru brýnustu viðfangsefnin. Þetta eru viðfangsefni sem snerta alla og það er skylda okkar sem störfum í stjórnmálum að hlusta, bretta upp ermar og vinna fyrir fólkið í landinu og með fólkinu í landinu. Þessi verkefni verða leyst sameiginlega af stjórnmálamönnum sem trúa á fólkið og af fólki sem trúir á framtíðina. Ísland er og á að vera land tækifæranna. Verkefni okkar er að sjá til þess að Ísland verði þannig land og það gerum við best með því að trúa á okkur sjálf, hvert annað og þá framtíð sem bíður okkar. Við eigum skilið að skipa okkur í hóp með þeim allra bestu og Íslendingar eiga skilið aukinn kaupmátt sem gefur fjölskyldum von um betri tíma. Sem þjóð þurfum við að sameinast um að gefa okkur slíkt tækifæri. Við stígum fyrsta skrefið á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Sumarið er loksins komið. Þrátt fyrir að íslenska veðrið sé ekki alltaf í takt við tímasetningar dagatalsins, vitum við að nú verða dagarnir ekki aðeins lengri og bjartari, heldur verður krafturinn, vonin og bjartsýnin meiri. Þessi sumarbyrjun er líka sérlega ánægjuleg þar sem við fáum á sama tíma tækifæri til að gera breytingar til góðs á Íslandi, fjölga hér tækifærum og hefja uppbyggingu. Á morgun göngum við til kosninga sem snúast fyrst og fremst um það hvert við viljum stefna og hvernig við viljum haga málum næstu árin. Á morgun kjósum við um framtíðina. Við kjósum um ný tækifæri, ný vinnubrögð og nýja von. Ég hef átt þess kost að undanförnu að hitta margt fólk víða um land. Þau samtöl hafa sannfært mig um að viðfangsefni komandi kjörtímabils snúist einkum um þrennt. Í fyrsta lagi að lækka skatta með áherslu á að það gagnist sem best launþegum og auki ráðstöfunartekjur fjölskyldna. Í öðru lagi þarf að bregðast með raunhæfum og sanngjörnum hætti við skuldavanda heimilanna. Og í þriðja lagi þarf að sækja fram í atvinnulífinu og fjölga störfum með afnámi gjaldeyrishafta, einkaframtaki, og nýsköpun þannig að við getum tryggt traustan grunn fyrir þá velferðarþjónustu sem við viljum vernda. Þetta eru brýnustu viðfangsefnin. Þetta eru viðfangsefni sem snerta alla og það er skylda okkar sem störfum í stjórnmálum að hlusta, bretta upp ermar og vinna fyrir fólkið í landinu og með fólkinu í landinu. Þessi verkefni verða leyst sameiginlega af stjórnmálamönnum sem trúa á fólkið og af fólki sem trúir á framtíðina. Ísland er og á að vera land tækifæranna. Verkefni okkar er að sjá til þess að Ísland verði þannig land og það gerum við best með því að trúa á okkur sjálf, hvert annað og þá framtíð sem bíður okkar. Við eigum skilið að skipa okkur í hóp með þeim allra bestu og Íslendingar eiga skilið aukinn kaupmátt sem gefur fjölskyldum von um betri tíma. Sem þjóð þurfum við að sameinast um að gefa okkur slíkt tækifæri. Við stígum fyrsta skrefið á morgun.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar