Jöfnunarþingmennirnir gætu reynst vera of fáir Brjánn Jónasson skrifar 26. apríl 2013 07:00 Jöfnunarþingmenn eru hugsaðir til að flokkar fái þingsæti í samræmi við fylgi þeirra á landsvísu, líkt og ef landið væri allt eitt kjördæmi. fréttablaðið/valli Erfitt gæti reynst að úthluta þingsætum í samræmi við fylgi flokkanna á landsvísu í kosningunum á laugardaginn vegna skorts á uppbótarþingmönnum. Það gæti leitt til þess að flokkur eða flokkar fái fleiri þingmenn en fylgi þeirra segir til um, segir Þorkell Helgason, stærðfræðingur og fyrrverandi prófessor. Þingsætunum 63 er úthlutað í tvennu lagi. Annars vegar eru 54 kjördæmakjörnir þingmenn, en hins vegar níu jöfnunarþingmenn. „Jöfnunarsætin eru hugsuð til þess að það náist pólitískur jöfnuður, að flokkarnir fái þingsæti í samræmi við landsfylgið,“ segir Þorkell. „Markmiðið var að flokkarnir fengju þingmenn eins og landið væri eitt kjördæmi.“ Hann segir að stjórnvöldum hafi oft verið bent á að níu jöfnunarþingmenn geti hæglega orðið of fáir til að ná því markmiði. Það getur til dæmis gerst þannig að flokkur fái fleiri kjördæmissæti en fylgi flokksins á landsvísu segir til um, vegna misjafns atkvæðavægis milli kjördæma og sterkrar stöðu þess flokks í landsbyggðarkjördæmunum. Þá gæti pólitískt misvægi orðið til komist margir flokkar yfir fimm prósenta þröskuldinn. Nái þrjú framboð rétt yfir fimm prósenta fylgi en fengju engan kjördæmiskjörinn þingmann, geti þau fengið alla níu jöfnunarþingmennina. „Það var meðvitað hjá höfundum laganna árið 2000 að skortur á jöfnunarþingmönnum myndi fyrst og fremst bitna á stóru flokkunum,“ segir Þorkell. Þá leiði það til þess að ekki náist að jafna innbyrðis milli stóru flokkanna. Verði niðurstöður kosninga í takti við skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem fjallað er um á síðu 12, fær Framsóknarflokkurinn einum þingmanni meira en hann ætti að fá samkvæmt landsfylgi. Sá yrði á kostnað Sjálfstæðisflokksins sem fengi einum færri en landsfylgið segir til um, segir Þorkell. Hann segir dæmi um mun meiri skekkju af þessum orsökum í niðurstöðum sumra annarra skoðanakannana fyrir þessar kosningar. Í sumum tilvikum hafi skort fimm til tíu jöfnunarþingmenn til að ná fullkominni jöfnun þingsæta miðað við kjörfylgi. Þorkell, sem sat í stjórnlagaráði, segir tillögur ráðsins hafa tekið á þessum vanda, og miðað að því að tryggja fullan jöfnuð milli flokka. Kosningar 2013 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Erfitt gæti reynst að úthluta þingsætum í samræmi við fylgi flokkanna á landsvísu í kosningunum á laugardaginn vegna skorts á uppbótarþingmönnum. Það gæti leitt til þess að flokkur eða flokkar fái fleiri þingmenn en fylgi þeirra segir til um, segir Þorkell Helgason, stærðfræðingur og fyrrverandi prófessor. Þingsætunum 63 er úthlutað í tvennu lagi. Annars vegar eru 54 kjördæmakjörnir þingmenn, en hins vegar níu jöfnunarþingmenn. „Jöfnunarsætin eru hugsuð til þess að það náist pólitískur jöfnuður, að flokkarnir fái þingsæti í samræmi við landsfylgið,“ segir Þorkell. „Markmiðið var að flokkarnir fengju þingmenn eins og landið væri eitt kjördæmi.“ Hann segir að stjórnvöldum hafi oft verið bent á að níu jöfnunarþingmenn geti hæglega orðið of fáir til að ná því markmiði. Það getur til dæmis gerst þannig að flokkur fái fleiri kjördæmissæti en fylgi flokksins á landsvísu segir til um, vegna misjafns atkvæðavægis milli kjördæma og sterkrar stöðu þess flokks í landsbyggðarkjördæmunum. Þá gæti pólitískt misvægi orðið til komist margir flokkar yfir fimm prósenta þröskuldinn. Nái þrjú framboð rétt yfir fimm prósenta fylgi en fengju engan kjördæmiskjörinn þingmann, geti þau fengið alla níu jöfnunarþingmennina. „Það var meðvitað hjá höfundum laganna árið 2000 að skortur á jöfnunarþingmönnum myndi fyrst og fremst bitna á stóru flokkunum,“ segir Þorkell. Þá leiði það til þess að ekki náist að jafna innbyrðis milli stóru flokkanna. Verði niðurstöður kosninga í takti við skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem fjallað er um á síðu 12, fær Framsóknarflokkurinn einum þingmanni meira en hann ætti að fá samkvæmt landsfylgi. Sá yrði á kostnað Sjálfstæðisflokksins sem fengi einum færri en landsfylgið segir til um, segir Þorkell. Hann segir dæmi um mun meiri skekkju af þessum orsökum í niðurstöðum sumra annarra skoðanakannana fyrir þessar kosningar. Í sumum tilvikum hafi skort fimm til tíu jöfnunarþingmenn til að ná fullkominni jöfnun þingsæta miðað við kjörfylgi. Þorkell, sem sat í stjórnlagaráði, segir tillögur ráðsins hafa tekið á þessum vanda, og miðað að því að tryggja fullan jöfnuð milli flokka.
Kosningar 2013 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira