Ráðstafa milljörðum úr ráðherrastólunum Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar 26. apríl 2013 07:00 Ráðherrar eru gjarnir á að semja um útgjöld fyrir ríkissjóð síðustu vikur fyrir kosningar, þegar þeir eru lausir undan fjárveitingarvaldi Alþingis. Hvað hefur ríkisstjórnin samið um há útgjöld síðan þingi var frestað? Ríkisstjórnin og einstaka ráðherrar hafa samið um útgjöld fyrir hönd ríkissjóðs sem hlaupa á milljörðum króna frá því að Alþingi var frestað 28. mars. Nokkuð erfitt er að henda nákvæmlega reiður á upphæðinni, þar sem ekki er ljóst hver kostnaður verður að fullu við ókeypis tannlækningar fyrir börn fyrr en í janúar 2018. Frá þeim tíma verður hann 1,5 milljarður króna á ári. Að barnatannlækningum slepptum er stærsti einstaki útgjaldaliðurinn aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila að meðtöldum lánsveðslánum. Kostnaðurinn af þeirri aðgerð er óljós, en sé miðað við kostnað við 110 prósent leiðina er áætlað að kostnaðurinn verði 1,5 til 2,5 milljarðar króna. Þá hefur ríkisstjórnin samþykkt að heimila Íbúðalánasjóði að lána Félagsstofnun stúdenta 1.260 milljónir króna, en ríkissjóður mun niðurgreiða lánið sem nemur mismuninum á 3,5 prósenta vöxtum og almennum útlánsvöxtum sjóðsins. Rétt er að taka það fram að í nokkrum tilvikum er um reglubundin útgjöld að ræða. Innanríkisráðherra hefur tilkynnt um viðbótarframlag til lögreglunnar vegna rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi í apríl undanfarin ár. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra eru duglegastir að gera samninga um útgjöld. Innanríkisráðherra hefur gert þrjá slíka upp á 268 milljónir króna og staðið að þeim fjórða, ásamt velferðar- og forsætisráðherra sem nemur 79 milljónum króna. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur staðið einn að einum slíkum samningi, en það er fyrrnefndur samningur vegna tannlækninga barna. Þá var það að tillögu hans að ríkisstjórnin samþykkti lánið til Félagsstofnunar stúdenta sem og að ráðstafa 250 milljónum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði í átaksverkefni um sumarstörf fyrir námsmenn. Ögmundur og Guðbjartur eru síðan í ráðherranefndinni sem skrifaði undir viljayfirlýsingu um aðgerðir vegna lánsveðslána, ásamt Katrínu Júlíusdóttir fjármálaráðherra og Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvegaráðherra. Rétt er að taka það fram að útgjöld vegna tannlækninga barna er að finna í fjárlögum ársins 2013. Það breytir þó ekki heildartölunni varðandi samþykkt útgjöld eftir að þingi var frestað, sem er 3,4 til 4,4 milljarðar króna. Augljós tilraun til að kaupa vinsældirGunnar Helgi Kristinsson prófessor. Mynd/GVA„Þetta er ekkert annað en tiltölulega augljós tilraun til að kaupa sér vinsældir," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, um útgjöld ráðherra á síðustu vikunum fyrir kosningar, þegar þing er farið heim. Hann segir þetta hafa verið gagnrýnt áður, meðal annars árið 2007 þegar útgjöldin hafi verið umtalsverð. Þá hafi þeir sem nú standa í því sama verið gagnrýnir. Gunnar Helgi vill koma böndum á þetta. „Þetta er mjög óheppilegt. Það væri langeðlilegast að það væri reynt að koma einhverjum böndum á heimildir ráðherra til að gera svona hluti eftir að kosningabarátta er hafin. Kannski einhverja mánuði fyrir kosningar, eða eitthvað slíkt.“ Gunnar Helgi segir að í raun geti ráðherrar ekki skuldbundið ríkissjóð á þennan hátt, slíkt verði að gerast í fjárlögum eða með aukafjárveitingum sem eru háðar samþykkti Alþingis. „Það þarf auðvitað samþykki Alþingis þegar fjáraukalög eru lögð fram og auðvitað getur Alþingi þá strangt til tekið hafnað þessari fjárveitingu, þó það sé ekki hefð fyrir að gera það.“ Samþykkt eftir að þing fór heim24. apríl - 40 milljónir Uppbygging í stækkuðu friðlandi í Þjórsárverum. Ríkisstjórnin samþykkir tillögu forsætisráðherra.23. apríl - 3 milljónir Stuðningur við hælisleitendur. Innanríkisráðherra.23. apríl - 1,5 til 2,5 milljarðar Viljayfirlýsing um aðgerðir vegna lánsveða. Katrín Júlíusdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson og Guðbjartur Hannesson.23. apríl - 25 milljónir Viðbótarframlag til lögreglu vegna rannsóknar á skipulagðri glæpastarfsemi. Innanríkisráðherra.21. apríl - 240 milljónir Styrkir til Landsbjargar vegna endurbóta á björgunarskipum. 30 milljónir19. apríl - 20 milljónir Samið við 18 fyrirtæki um markaðsátak fyrir saltfisk. Atvinnuvegaráðherra og utanríkisráðherra.9. apríl - 250 milljónir Átaksverkefni um sumarstörf fyrir allt að 650 námsmenn. Ríkisstjórnin samþykki að tillögu velferðarráðherra.5. apríl - 1.260 milljónir Íbúðalánasjóði veitt heimild til að lána Félagsstofnun stúdenta til byggingar námsmannaíbúða. Ríkisstjórnin samþykkir að tillögu velferðarráðherra.5. apríl - 79 milljónir Forgangsaðgerðir til að bregðast við neyðarástandi í kynferðisbrotum gegn börnum. Ríkisstjórnin samþykkir að tillögu forsætis-, velverðar- og innanríkisráðherra. Kosningar 2013 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Hvað hefur ríkisstjórnin samið um há útgjöld síðan þingi var frestað? Ríkisstjórnin og einstaka ráðherrar hafa samið um útgjöld fyrir hönd ríkissjóðs sem hlaupa á milljörðum króna frá því að Alþingi var frestað 28. mars. Nokkuð erfitt er að henda nákvæmlega reiður á upphæðinni, þar sem ekki er ljóst hver kostnaður verður að fullu við ókeypis tannlækningar fyrir börn fyrr en í janúar 2018. Frá þeim tíma verður hann 1,5 milljarður króna á ári. Að barnatannlækningum slepptum er stærsti einstaki útgjaldaliðurinn aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila að meðtöldum lánsveðslánum. Kostnaðurinn af þeirri aðgerð er óljós, en sé miðað við kostnað við 110 prósent leiðina er áætlað að kostnaðurinn verði 1,5 til 2,5 milljarðar króna. Þá hefur ríkisstjórnin samþykkt að heimila Íbúðalánasjóði að lána Félagsstofnun stúdenta 1.260 milljónir króna, en ríkissjóður mun niðurgreiða lánið sem nemur mismuninum á 3,5 prósenta vöxtum og almennum útlánsvöxtum sjóðsins. Rétt er að taka það fram að í nokkrum tilvikum er um reglubundin útgjöld að ræða. Innanríkisráðherra hefur tilkynnt um viðbótarframlag til lögreglunnar vegna rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi í apríl undanfarin ár. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra eru duglegastir að gera samninga um útgjöld. Innanríkisráðherra hefur gert þrjá slíka upp á 268 milljónir króna og staðið að þeim fjórða, ásamt velferðar- og forsætisráðherra sem nemur 79 milljónum króna. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur staðið einn að einum slíkum samningi, en það er fyrrnefndur samningur vegna tannlækninga barna. Þá var það að tillögu hans að ríkisstjórnin samþykkti lánið til Félagsstofnunar stúdenta sem og að ráðstafa 250 milljónum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði í átaksverkefni um sumarstörf fyrir námsmenn. Ögmundur og Guðbjartur eru síðan í ráðherranefndinni sem skrifaði undir viljayfirlýsingu um aðgerðir vegna lánsveðslána, ásamt Katrínu Júlíusdóttir fjármálaráðherra og Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvegaráðherra. Rétt er að taka það fram að útgjöld vegna tannlækninga barna er að finna í fjárlögum ársins 2013. Það breytir þó ekki heildartölunni varðandi samþykkt útgjöld eftir að þingi var frestað, sem er 3,4 til 4,4 milljarðar króna. Augljós tilraun til að kaupa vinsældirGunnar Helgi Kristinsson prófessor. Mynd/GVA„Þetta er ekkert annað en tiltölulega augljós tilraun til að kaupa sér vinsældir," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, um útgjöld ráðherra á síðustu vikunum fyrir kosningar, þegar þing er farið heim. Hann segir þetta hafa verið gagnrýnt áður, meðal annars árið 2007 þegar útgjöldin hafi verið umtalsverð. Þá hafi þeir sem nú standa í því sama verið gagnrýnir. Gunnar Helgi vill koma böndum á þetta. „Þetta er mjög óheppilegt. Það væri langeðlilegast að það væri reynt að koma einhverjum böndum á heimildir ráðherra til að gera svona hluti eftir að kosningabarátta er hafin. Kannski einhverja mánuði fyrir kosningar, eða eitthvað slíkt.“ Gunnar Helgi segir að í raun geti ráðherrar ekki skuldbundið ríkissjóð á þennan hátt, slíkt verði að gerast í fjárlögum eða með aukafjárveitingum sem eru háðar samþykkti Alþingis. „Það þarf auðvitað samþykki Alþingis þegar fjáraukalög eru lögð fram og auðvitað getur Alþingi þá strangt til tekið hafnað þessari fjárveitingu, þó það sé ekki hefð fyrir að gera það.“ Samþykkt eftir að þing fór heim24. apríl - 40 milljónir Uppbygging í stækkuðu friðlandi í Þjórsárverum. Ríkisstjórnin samþykkir tillögu forsætisráðherra.23. apríl - 3 milljónir Stuðningur við hælisleitendur. Innanríkisráðherra.23. apríl - 1,5 til 2,5 milljarðar Viljayfirlýsing um aðgerðir vegna lánsveða. Katrín Júlíusdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson og Guðbjartur Hannesson.23. apríl - 25 milljónir Viðbótarframlag til lögreglu vegna rannsóknar á skipulagðri glæpastarfsemi. Innanríkisráðherra.21. apríl - 240 milljónir Styrkir til Landsbjargar vegna endurbóta á björgunarskipum. 30 milljónir19. apríl - 20 milljónir Samið við 18 fyrirtæki um markaðsátak fyrir saltfisk. Atvinnuvegaráðherra og utanríkisráðherra.9. apríl - 250 milljónir Átaksverkefni um sumarstörf fyrir allt að 650 námsmenn. Ríkisstjórnin samþykki að tillögu velferðarráðherra.5. apríl - 1.260 milljónir Íbúðalánasjóði veitt heimild til að lána Félagsstofnun stúdenta til byggingar námsmannaíbúða. Ríkisstjórnin samþykkir að tillögu velferðarráðherra.5. apríl - 79 milljónir Forgangsaðgerðir til að bregðast við neyðarástandi í kynferðisbrotum gegn börnum. Ríkisstjórnin samþykkir að tillögu forsætis-, velverðar- og innanríkisráðherra.
Kosningar 2013 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira