Nýr og skýr valkostur Eldar Ástþórsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Fyrir rúmum tveim árum kom ég að stofnun nýs stjórnmálaflokks sem síðar fékk heitið Björt framtíð. Að flokknum stendur fólk sem kemur víða að og hefur að stórum hluta ekki komið nálægt flokkspólitík áður. Margir koma einnig úr ranni Besta flokksins í Reykjavík og sveitastjórnarmálum á landsbyggðinni. Markmiðið hefur frá upphafi verið að nálgast stjórnmálin með nýjum hætti. Í fyrstu, þegar fylgi framboðsins mældist við og undir 5%, fengum við gott ráðrúm til að kynna okkar stefnu og fólk. Í kjölfar þess að kjósendur sýndu stefnumálum okkar og nýrri nálgun frekari áhuga breyttist þó ýmislegt. Sumir aðrir frambjóðendur hafa undanfarið ekki ekki látið sér nægja að lýsa yfir frati á stefnu Bjartrar framtíðar, heldur slegið því fram á opinberum vettvangi að framboðið sé ekki annað „hækja“ annara framboðslista, „lítil“ úgáfa af flokkum sem fyrir eru. Yfirlýsingar sem þessar eru augljóslega gerðar í þeim tilgangi að veiða atkvæði til handa sjálfum sér. Í viðleitni annarra til að gera Bjarta framtíð að öðru stjórnmálaafli en það er í raun hafa stjórnmálaleiðtogar jafnvel gengið svo langt að tala um framboðið sem útibú í eigin flokki. Lýst því yfir að stefna okkar sé þunn og hafi að mestu komið fram áður. Margur heldur sig mig. Ég hvet íslenska kjósendur til að láta ekki ekki aðra pólitíkusa segja sér hvað Björt framtíð er og stendur fyrir. Taka frekar upplýsta ákvörðun og kynna sér framboðið, áherslurnar og fólkið sem þar býður fram krafta sína. Stefna okkar er skýr og afdráttarlaus. Við stundum ekki kosningaloforðspólitík. Við viljum klára samningana við Evrópusambandið og treystum þjóðinni til að ákveða framhaldið í bindandi þjóðaratkvæðisgreiðslu. Við erum óhrædd við að skoða nýja nálgun og breytingar á kerfinu. Við erum ekki í hagsmunagæslu fyrir ákveðna hópa heldur viljum vinna að bjartri framtíð fyrir allt Ísland. Við viljum auka aðgengi almennings að upplýsingum og setja alla opinbera þjónustu á einn stað á netinu. Auka gæði heilbrigðis- og menntakerfis, örva atvinnulífið og gera það fjölbreyttara. Við teljum nauðsynlegt skilgreina hver grunnþjónusta íbúa landsins sé sem lið í að sporna gegn fólksflótta úr byggðum landsins. Ef landsbyggðarþróun undanfarina ára heldur áfram fer illa, líf okkar Íslendinga verður fábreyttara. Björt framtíð er ekki ginnkeypt fyrir forsjárhyggju. Við viljum standa vörð um mannréttindi og að allar lagasetningar og stjórnvaldsaðgerðir taki mið af frelsi einstaklinga og samfélagshópa til sjálfstæðra, skapandi og ábyrgra athafna. Um nóg er að velja í kosningunum á laugardaginn. Bæði flokkar sem verið hafa verið við völd síðustu ár og áratugi, en einnig ný framboð. Við erum einn valkostur af mörgum. Sem nýtt framboð höfum ekki sama fjármagn og slagkraft og eldri framboðin til auglýsinga í sjónvarpi og dagblöðum. En ég vil hvetja þig kjósandi góður til að kynna þér Bjarta framtíð, stefnu okkar og fjölbreyttan hóp frambjóðenda. Breytum stjórnmálunum. Vinnum að friði. Tölum af virðingu og sanngirni um hvert annað Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum tveim árum kom ég að stofnun nýs stjórnmálaflokks sem síðar fékk heitið Björt framtíð. Að flokknum stendur fólk sem kemur víða að og hefur að stórum hluta ekki komið nálægt flokkspólitík áður. Margir koma einnig úr ranni Besta flokksins í Reykjavík og sveitastjórnarmálum á landsbyggðinni. Markmiðið hefur frá upphafi verið að nálgast stjórnmálin með nýjum hætti. Í fyrstu, þegar fylgi framboðsins mældist við og undir 5%, fengum við gott ráðrúm til að kynna okkar stefnu og fólk. Í kjölfar þess að kjósendur sýndu stefnumálum okkar og nýrri nálgun frekari áhuga breyttist þó ýmislegt. Sumir aðrir frambjóðendur hafa undanfarið ekki ekki látið sér nægja að lýsa yfir frati á stefnu Bjartrar framtíðar, heldur slegið því fram á opinberum vettvangi að framboðið sé ekki annað „hækja“ annara framboðslista, „lítil“ úgáfa af flokkum sem fyrir eru. Yfirlýsingar sem þessar eru augljóslega gerðar í þeim tilgangi að veiða atkvæði til handa sjálfum sér. Í viðleitni annarra til að gera Bjarta framtíð að öðru stjórnmálaafli en það er í raun hafa stjórnmálaleiðtogar jafnvel gengið svo langt að tala um framboðið sem útibú í eigin flokki. Lýst því yfir að stefna okkar sé þunn og hafi að mestu komið fram áður. Margur heldur sig mig. Ég hvet íslenska kjósendur til að láta ekki ekki aðra pólitíkusa segja sér hvað Björt framtíð er og stendur fyrir. Taka frekar upplýsta ákvörðun og kynna sér framboðið, áherslurnar og fólkið sem þar býður fram krafta sína. Stefna okkar er skýr og afdráttarlaus. Við stundum ekki kosningaloforðspólitík. Við viljum klára samningana við Evrópusambandið og treystum þjóðinni til að ákveða framhaldið í bindandi þjóðaratkvæðisgreiðslu. Við erum óhrædd við að skoða nýja nálgun og breytingar á kerfinu. Við erum ekki í hagsmunagæslu fyrir ákveðna hópa heldur viljum vinna að bjartri framtíð fyrir allt Ísland. Við viljum auka aðgengi almennings að upplýsingum og setja alla opinbera þjónustu á einn stað á netinu. Auka gæði heilbrigðis- og menntakerfis, örva atvinnulífið og gera það fjölbreyttara. Við teljum nauðsynlegt skilgreina hver grunnþjónusta íbúa landsins sé sem lið í að sporna gegn fólksflótta úr byggðum landsins. Ef landsbyggðarþróun undanfarina ára heldur áfram fer illa, líf okkar Íslendinga verður fábreyttara. Björt framtíð er ekki ginnkeypt fyrir forsjárhyggju. Við viljum standa vörð um mannréttindi og að allar lagasetningar og stjórnvaldsaðgerðir taki mið af frelsi einstaklinga og samfélagshópa til sjálfstæðra, skapandi og ábyrgra athafna. Um nóg er að velja í kosningunum á laugardaginn. Bæði flokkar sem verið hafa verið við völd síðustu ár og áratugi, en einnig ný framboð. Við erum einn valkostur af mörgum. Sem nýtt framboð höfum ekki sama fjármagn og slagkraft og eldri framboðin til auglýsinga í sjónvarpi og dagblöðum. En ég vil hvetja þig kjósandi góður til að kynna þér Bjarta framtíð, stefnu okkar og fjölbreyttan hóp frambjóðenda. Breytum stjórnmálunum. Vinnum að friði. Tölum af virðingu og sanngirni um hvert annað
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun