Drengskapur í stjórnmálum Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Ég hef tilhneigingu til að vera bjartsýn og ganga út frá því að fólk vilji öðrum vel. Það sama gildir um fólk í stjórnmálum. Ég geng út frá því að það geri það vegna þess að það vilji betrumbæta samfélag sitt. Leggja sitt af mörkum. Nú er ég í fyrsta sinn sjálf stödd í miðri hringiðu kosninga sem virkur þátttakandi. Við mér blasir umhverfi og leikreglur sem mér hugnast illa og ganga þvert á það sem mér hefur verið kennt. Það ríkir þegjandi samkomulag um að styrkur felist í því að rægja aðra og skapa vantraust. Sá sem gerir mest af því uppsker að lokum lófaklapp og umboð til að stjórna landinu. Birtingarmyndirnar eru víða og beinast ýmist að persónum eða stjórnmálahreyfingum. Allt er undir og ekkert er heilagt. Nýliðar í stjórnmálum liggja vel við höggi í þessum leik. Svona svipað og nýi strákurinn í bekknum. Það er auðvelt að sannfæra aðra um að hann falli ekki inn í hópinn af því að hann er öðruvísi. Fjölmiðlar taka virkan þátt í leiknum og fyllast um leið eldmóði. Nýlega lét háttvirtur utanríkisráðherra þau orð falla að nýi flokkurinn í bekknum væri án allra pólitískra hugsjóna. Formaður Heimdallar velti því sama fyrir sér á Fésbók sinni. Fullyrti að Björt framtíð hefði byrjað á því að búa til nafn á flokkinn, finna svo fólk á lista og væri nú rétt að byrja að velta fyrir sér hugsjónum. Fésbókarvinum þótti það töff og læk-uðu óspart. Mínar spurningar eru þessar: Skiptir drengskapur máli þegar við veljum okkur ráðamenn? Gefur slík framkoma einhverjar vísbendingar um hvernig þeir nálgast stjórnmál? Skipta kosningaloforð meira máli en vel útfærð framtíðarsýn og markmið? Þetta eru meðal annars þær spurningar sem við verðum að spyrja okkur þegar við göngum til kosninga. Viljum við ríkjandi skipulag eða viljum við breytt stjórnmál? Þar sem styrkur felst í því að sjá hlutina í víðara samhengi, setja sér skýr langtímamarkmið og vinna að þeim saman. Sköpum samfélag sem sættir sig ekki við náttúruspjöll í þágu skammtímahagsmuna. Fögnum fjölbreytni, í allri sinni fegurð. Þar sem við ráðumst á rót vandans – ekki bara sjúkdómseinkennin. Þar sem við klárum skynsamleg verkefni á borð við aðildarviðræður við ESB. Virkjum frumkvæði og sköpum hvata til þess að fólk ráðist sjálft í sköpun og framkvæmdir. Aukum framleiðni og hamingjustig okkar með því að virkja ólíka færni í menntakerfinu. Beinum fólki í hagkvæmari og hentugri úrræði í heilbrigðiskerfinu. Byggjum brú milli fólks og stjórnmála. Göngum óhrædd til kosninga og látum drengskap skipta máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Ég hef tilhneigingu til að vera bjartsýn og ganga út frá því að fólk vilji öðrum vel. Það sama gildir um fólk í stjórnmálum. Ég geng út frá því að það geri það vegna þess að það vilji betrumbæta samfélag sitt. Leggja sitt af mörkum. Nú er ég í fyrsta sinn sjálf stödd í miðri hringiðu kosninga sem virkur þátttakandi. Við mér blasir umhverfi og leikreglur sem mér hugnast illa og ganga þvert á það sem mér hefur verið kennt. Það ríkir þegjandi samkomulag um að styrkur felist í því að rægja aðra og skapa vantraust. Sá sem gerir mest af því uppsker að lokum lófaklapp og umboð til að stjórna landinu. Birtingarmyndirnar eru víða og beinast ýmist að persónum eða stjórnmálahreyfingum. Allt er undir og ekkert er heilagt. Nýliðar í stjórnmálum liggja vel við höggi í þessum leik. Svona svipað og nýi strákurinn í bekknum. Það er auðvelt að sannfæra aðra um að hann falli ekki inn í hópinn af því að hann er öðruvísi. Fjölmiðlar taka virkan þátt í leiknum og fyllast um leið eldmóði. Nýlega lét háttvirtur utanríkisráðherra þau orð falla að nýi flokkurinn í bekknum væri án allra pólitískra hugsjóna. Formaður Heimdallar velti því sama fyrir sér á Fésbók sinni. Fullyrti að Björt framtíð hefði byrjað á því að búa til nafn á flokkinn, finna svo fólk á lista og væri nú rétt að byrja að velta fyrir sér hugsjónum. Fésbókarvinum þótti það töff og læk-uðu óspart. Mínar spurningar eru þessar: Skiptir drengskapur máli þegar við veljum okkur ráðamenn? Gefur slík framkoma einhverjar vísbendingar um hvernig þeir nálgast stjórnmál? Skipta kosningaloforð meira máli en vel útfærð framtíðarsýn og markmið? Þetta eru meðal annars þær spurningar sem við verðum að spyrja okkur þegar við göngum til kosninga. Viljum við ríkjandi skipulag eða viljum við breytt stjórnmál? Þar sem styrkur felst í því að sjá hlutina í víðara samhengi, setja sér skýr langtímamarkmið og vinna að þeim saman. Sköpum samfélag sem sættir sig ekki við náttúruspjöll í þágu skammtímahagsmuna. Fögnum fjölbreytni, í allri sinni fegurð. Þar sem við ráðumst á rót vandans – ekki bara sjúkdómseinkennin. Þar sem við klárum skynsamleg verkefni á borð við aðildarviðræður við ESB. Virkjum frumkvæði og sköpum hvata til þess að fólk ráðist sjálft í sköpun og framkvæmdir. Aukum framleiðni og hamingjustig okkar með því að virkja ólíka færni í menntakerfinu. Beinum fólki í hagkvæmari og hentugri úrræði í heilbrigðiskerfinu. Byggjum brú milli fólks og stjórnmála. Göngum óhrædd til kosninga og látum drengskap skipta máli.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun