Við erum menningarþjóð Arna Kristín Einarsdóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Senn líður að kosningum og síðustu vikurnar hafa kosningaloforðin dunið á kjósendum. Þau snúast aðalleg um að bæta hag heimilanna, leysa skuldavandann, lækka skatta, auka ráðstöfunartekjur og koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað. Allt mikilvæg málefni sem brýnt er að taka á. En gæti verið að undir niðri séum við að vonast til að halda áfram sama leiknum og við lékum fyrir hrun? Og til hvers var þá öll sú sjálfskoðun sem við fórum í gegnum þegar við gerðum grín að 2007. Hefur orðið einhver raunveruleg hugarfarsbreyting? Hefur orðið til nýtt verðmætamat? Hver erum við og hvers konar framtíð viljum við byggja börnunum okkar? Erum við þjóð sem gengur á auðlindir, deyðir fljót og fjötrar fossa eða þjóð sem skapar sér mannsæmandi líf á öðrum forsendum?Öflugur atvinnuvegur Skapandi greinar eru öflugur atvinnuvegur. Hagræn áhrif menningartengdrar starfsemi eru mælanleg og hlutfallslegt framlag til landsframleiðslunnar raunar meira en það sem íslenskur landbúnaður leggur til. Menningin skapar ekki bara verðmæti heldur mótar hún líka sjálfsmynd þjóðarinnar. Hún speglar og sýnir okkur hver við erum, hvaðan við komum og á hvaða leið við erum. 19. febrúar – 17. mars síðastliðinn var haldin menningarhátíð í Kennedy Center í Washington sem að þessu sinni bar yfirskriftina „Nordic Cool“. Þessi árlega hátíð hefur það að markmiði að kynna Washingtonbúum menningu ólíkra heimsálfa. Í ár var horft til Norðurlandanna. Dagskrá hátíðarinnar var ætlað að endurspegla mat listrænna stjórnenda hennar á því hvað það væri að vera norrænn? Þeirra niðurstaða var að einkenni okkar menningarsvæðis væru náttúran, stöðugleikinn, frumkvöðlasýnin, hönnunin- og tæknin, velferð barnanna, jafnrétti kynjanna og fjölbreytileikinn.Landsliðið á „Nordic cool“ Það vakti verðskuldaða athygli hve stór hlutur Íslands var á hátíðinni í samanburði við hin þátttökulöndin. Á „Nordic cool“ komu m.a. fram Sinfóníuhljómsveit Íslands, Maxímús Músíkus, Vesturport, Íslenski dansflokkurinn, Tríó Sunnu Gunnlaugs, Duo Harpverk og Víkingur Ólafsson, auk þess sem FM Belfast, Retro Stefson og Sóley voru fulltrúar Iceland Airwaves. Að ógleymdu fossaverki Rúríar. Íslenska þjóðin getur svo sannarlega verið stolt af þessu landsliði og þeirri mynd sem framlag þess gaf af þjóðinni. Að 330.000 manna þjóð skuli búa yfir svo kraftmiklu listalífi og eiga jafn framúrskarandi listamenn og þá sem komu fram á Nordic Cool hátíðinni er auðvitað mjög merkilegt. Við erum menningarþjóð. Við byggjum menningu okkar á gömlum merg, tölum gamalt tungumál og þó síungt, og eigum fornan heimsbókmenntaarf. Við höfum átt framsýnt fólk sem hefur plægt þá akra sem við erum enn að sá í og uppskera úr. Þannig hafa framsækin lög verið sett á Alþingi sem breytt hafa landslaginu og skapað framtíð sem er okkar nútíð.Með lögum skal land byggja Í dag byggir íslenskt tónlistarlíf á 50 ára gömlum lögum sem sett voru um tónlistarskóla árið 1963. Með lögunum var skapað hagstætt rekstrarumhverfi utan um skólana sem gerði það að verkum að tónlistarskólum fjölgaði gríðarlega á næstu áratugum og eru í dag yfir áttatíu. Á þeim grunni byggir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Eins má rekja byggingu Þjóðleikhússins sem vígt var 1950 til framsýnna og hugrakkra ráðamanna. Sú framsýni skapaði leiklistinni vettvang til að blómstra. Það skiptir máli hverja við veljum til valda. Það skiptir máli að hafa vitra og framsýna ráðamenn sem setja þau lög í landinu sem styðja, efla og þroska okkur sem þjóð. Höfum það hugfast, þegar við göngum til kosninga og alla daga að við erum menningarþjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Senn líður að kosningum og síðustu vikurnar hafa kosningaloforðin dunið á kjósendum. Þau snúast aðalleg um að bæta hag heimilanna, leysa skuldavandann, lækka skatta, auka ráðstöfunartekjur og koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað. Allt mikilvæg málefni sem brýnt er að taka á. En gæti verið að undir niðri séum við að vonast til að halda áfram sama leiknum og við lékum fyrir hrun? Og til hvers var þá öll sú sjálfskoðun sem við fórum í gegnum þegar við gerðum grín að 2007. Hefur orðið einhver raunveruleg hugarfarsbreyting? Hefur orðið til nýtt verðmætamat? Hver erum við og hvers konar framtíð viljum við byggja börnunum okkar? Erum við þjóð sem gengur á auðlindir, deyðir fljót og fjötrar fossa eða þjóð sem skapar sér mannsæmandi líf á öðrum forsendum?Öflugur atvinnuvegur Skapandi greinar eru öflugur atvinnuvegur. Hagræn áhrif menningartengdrar starfsemi eru mælanleg og hlutfallslegt framlag til landsframleiðslunnar raunar meira en það sem íslenskur landbúnaður leggur til. Menningin skapar ekki bara verðmæti heldur mótar hún líka sjálfsmynd þjóðarinnar. Hún speglar og sýnir okkur hver við erum, hvaðan við komum og á hvaða leið við erum. 19. febrúar – 17. mars síðastliðinn var haldin menningarhátíð í Kennedy Center í Washington sem að þessu sinni bar yfirskriftina „Nordic Cool“. Þessi árlega hátíð hefur það að markmiði að kynna Washingtonbúum menningu ólíkra heimsálfa. Í ár var horft til Norðurlandanna. Dagskrá hátíðarinnar var ætlað að endurspegla mat listrænna stjórnenda hennar á því hvað það væri að vera norrænn? Þeirra niðurstaða var að einkenni okkar menningarsvæðis væru náttúran, stöðugleikinn, frumkvöðlasýnin, hönnunin- og tæknin, velferð barnanna, jafnrétti kynjanna og fjölbreytileikinn.Landsliðið á „Nordic cool“ Það vakti verðskuldaða athygli hve stór hlutur Íslands var á hátíðinni í samanburði við hin þátttökulöndin. Á „Nordic cool“ komu m.a. fram Sinfóníuhljómsveit Íslands, Maxímús Músíkus, Vesturport, Íslenski dansflokkurinn, Tríó Sunnu Gunnlaugs, Duo Harpverk og Víkingur Ólafsson, auk þess sem FM Belfast, Retro Stefson og Sóley voru fulltrúar Iceland Airwaves. Að ógleymdu fossaverki Rúríar. Íslenska þjóðin getur svo sannarlega verið stolt af þessu landsliði og þeirri mynd sem framlag þess gaf af þjóðinni. Að 330.000 manna þjóð skuli búa yfir svo kraftmiklu listalífi og eiga jafn framúrskarandi listamenn og þá sem komu fram á Nordic Cool hátíðinni er auðvitað mjög merkilegt. Við erum menningarþjóð. Við byggjum menningu okkar á gömlum merg, tölum gamalt tungumál og þó síungt, og eigum fornan heimsbókmenntaarf. Við höfum átt framsýnt fólk sem hefur plægt þá akra sem við erum enn að sá í og uppskera úr. Þannig hafa framsækin lög verið sett á Alþingi sem breytt hafa landslaginu og skapað framtíð sem er okkar nútíð.Með lögum skal land byggja Í dag byggir íslenskt tónlistarlíf á 50 ára gömlum lögum sem sett voru um tónlistarskóla árið 1963. Með lögunum var skapað hagstætt rekstrarumhverfi utan um skólana sem gerði það að verkum að tónlistarskólum fjölgaði gríðarlega á næstu áratugum og eru í dag yfir áttatíu. Á þeim grunni byggir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Eins má rekja byggingu Þjóðleikhússins sem vígt var 1950 til framsýnna og hugrakkra ráðamanna. Sú framsýni skapaði leiklistinni vettvang til að blómstra. Það skiptir máli hverja við veljum til valda. Það skiptir máli að hafa vitra og framsýna ráðamenn sem setja þau lög í landinu sem styðja, efla og þroska okkur sem þjóð. Höfum það hugfast, þegar við göngum til kosninga og alla daga að við erum menningarþjóð.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun