"Fjórflokkurinn“ er ekki til Þorvaldur Örn Árnason skrifar 24. apríl 2013 06:00 Allt tal um „fjórflokk“ er á misskilningi byggt. Hugtakið fjórflokkur gefur í skyn að fjórir flokkar, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri græn, eigi svo margt sameiginlegt umfram aðra flokka að hægt sé að tala um þá sem einn flokk. Stöku sinnum verða þessir fjórir flokkar sammála um eitthvað, en það eru undantekningar. Vilmundur Gylfason fann upp á því að spyrða andstæðinga sína saman með hugtakinu „Fjórflokkur“. Það var árið 1982 þegar hann klauf sig út úr Alþýðuflokknum og stofnaði Bandalag jafnaðarmanna og þurfti að réttlæta þá aðgerð. Allar götur síðan étur hver þetta upp eftir öðrum, hugsunarlaust. Hafi Fjórflokkurinn, sem Vilmundur talaði um, einhvern tíma verið til þá er hann það ekki til lengur. Hann riðlaðist rúmum áratug síðar. Samfylkingin varð til við sameiningu Alþýðuflokks, Þjóðvaka, Kvennalista og Alþýðubandalags laust fyrir aldamótin 2000 og þar með varð „fjórflokkurinn“ þríflokkur. Um svipað leyti varð VG til sem nýr flokkur, aðallega myndaður úr tveimur straumum: Annars vegar róttækum Alþýðubandalagsmönnum sem sögðu sig úr Alþýðubandalaginu, m.a. þrír alþingismenn. Þeir töldu sig ekki eiga heima með krötunum og gátu ekki unað þjónkun þeirra við Bandaríkjaher og NATO og daður við Evrópubandalagið. Hinn straumurinn var óflokksbundið fólk, fyrst og fremst umhverfisverndarsinnar, sem höfðu fram að því skort pólitískan vettvang, (ég var í þeim stóra hópi og gekk aldrei í Alþýðubandalagið) og einnig feministum. Það tók nokkur ár að samlaga þessa tvo strauma innan hreyfingarinnar. Vinstrihreyfingin – grænt framboð var þannig alveg ný blanda og býsna ólík himum þremur flokkunum. Hún var nýsköpun í íslenskri pólitík. Vinstri græn skáru sig mjög úr öðrum á þingi (enda sögð á móti öllu), allar götu þar til flokkurinn samdi við Samfylkinguna um að mynda ríkisstjórn 2008. Því má bæta við að eignir Alþýðubandalagsins gengu (eðlilega) til Samfylkingarinnar, m.a. húseignir víða um land. VG var í byrjun blásnauður flokkur af veraldlegum eigum og á enn í dag miklu minni eignir en hinir þrír flokkarnir. Eitt nýmæli Vinstri grænna var að hafa bókhaldið opið, alveg frá byrjun, og beita sér síðar fyrir löggjöf sem skyldaði aðra flokka til að opna bókhaldið og takmarka einstaka styrki. Við áðurnefnda sameiningu Alþýðuflokks og Alþýðubandalags varð “Fjórflokkur” Vilmundar að þríflokki og hefur verið svo síðan. Í stað „Þríflokks“ er hægt að tala um „Hrunflokkana þrjá“. Þesir þrír flokkar lögðu allir sinn skerf að hruninu mikla með einkavæðingu, veikingu eftirlits (m.a. leyfa veðsetningu alfaheimilda) og taumlausri frjálshyggju. Lengi vel naut Sjálfstæðisflokkurinn aðstoðar Framsóknarflokksins við hrunsmíðina, en 2007 tók Samfylkingin við af Framsókn og fullkomnaði verkið með Sjálfstæðisflokknum. Vinstri græn börðust allan tíman kröftuglega á móti öllu því sem leiddi til hrunsins, voru rödd hrópandans í eyðimörkinni. Fjórflokkur er bara vinsæl merkingarlaus tugga. Bara froða. Leitt að margir mætir menn skuli í hugsunarleysi taka það sér í munn og láta það renna úr sínum penna. Nú er mál að láta af þeim ósið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Allt tal um „fjórflokk“ er á misskilningi byggt. Hugtakið fjórflokkur gefur í skyn að fjórir flokkar, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri græn, eigi svo margt sameiginlegt umfram aðra flokka að hægt sé að tala um þá sem einn flokk. Stöku sinnum verða þessir fjórir flokkar sammála um eitthvað, en það eru undantekningar. Vilmundur Gylfason fann upp á því að spyrða andstæðinga sína saman með hugtakinu „Fjórflokkur“. Það var árið 1982 þegar hann klauf sig út úr Alþýðuflokknum og stofnaði Bandalag jafnaðarmanna og þurfti að réttlæta þá aðgerð. Allar götur síðan étur hver þetta upp eftir öðrum, hugsunarlaust. Hafi Fjórflokkurinn, sem Vilmundur talaði um, einhvern tíma verið til þá er hann það ekki til lengur. Hann riðlaðist rúmum áratug síðar. Samfylkingin varð til við sameiningu Alþýðuflokks, Þjóðvaka, Kvennalista og Alþýðubandalags laust fyrir aldamótin 2000 og þar með varð „fjórflokkurinn“ þríflokkur. Um svipað leyti varð VG til sem nýr flokkur, aðallega myndaður úr tveimur straumum: Annars vegar róttækum Alþýðubandalagsmönnum sem sögðu sig úr Alþýðubandalaginu, m.a. þrír alþingismenn. Þeir töldu sig ekki eiga heima með krötunum og gátu ekki unað þjónkun þeirra við Bandaríkjaher og NATO og daður við Evrópubandalagið. Hinn straumurinn var óflokksbundið fólk, fyrst og fremst umhverfisverndarsinnar, sem höfðu fram að því skort pólitískan vettvang, (ég var í þeim stóra hópi og gekk aldrei í Alþýðubandalagið) og einnig feministum. Það tók nokkur ár að samlaga þessa tvo strauma innan hreyfingarinnar. Vinstrihreyfingin – grænt framboð var þannig alveg ný blanda og býsna ólík himum þremur flokkunum. Hún var nýsköpun í íslenskri pólitík. Vinstri græn skáru sig mjög úr öðrum á þingi (enda sögð á móti öllu), allar götu þar til flokkurinn samdi við Samfylkinguna um að mynda ríkisstjórn 2008. Því má bæta við að eignir Alþýðubandalagsins gengu (eðlilega) til Samfylkingarinnar, m.a. húseignir víða um land. VG var í byrjun blásnauður flokkur af veraldlegum eigum og á enn í dag miklu minni eignir en hinir þrír flokkarnir. Eitt nýmæli Vinstri grænna var að hafa bókhaldið opið, alveg frá byrjun, og beita sér síðar fyrir löggjöf sem skyldaði aðra flokka til að opna bókhaldið og takmarka einstaka styrki. Við áðurnefnda sameiningu Alþýðuflokks og Alþýðubandalags varð “Fjórflokkur” Vilmundar að þríflokki og hefur verið svo síðan. Í stað „Þríflokks“ er hægt að tala um „Hrunflokkana þrjá“. Þesir þrír flokkar lögðu allir sinn skerf að hruninu mikla með einkavæðingu, veikingu eftirlits (m.a. leyfa veðsetningu alfaheimilda) og taumlausri frjálshyggju. Lengi vel naut Sjálfstæðisflokkurinn aðstoðar Framsóknarflokksins við hrunsmíðina, en 2007 tók Samfylkingin við af Framsókn og fullkomnaði verkið með Sjálfstæðisflokknum. Vinstri græn börðust allan tíman kröftuglega á móti öllu því sem leiddi til hrunsins, voru rödd hrópandans í eyðimörkinni. Fjórflokkur er bara vinsæl merkingarlaus tugga. Bara froða. Leitt að margir mætir menn skuli í hugsunarleysi taka það sér í munn og láta það renna úr sínum penna. Nú er mál að láta af þeim ósið.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar