Stöðugleika strax! Árni Páll Árnason skrifar 19. apríl 2013 07:00 Við verðum að setja efnahagslegan stöðugleika í öndvegi. Við getum ekki haldið áfram með hina endalausu hringrás milli bólu og kreppu. Við verðum að marka nýja leið, sem skapar okkur öllum betri lífskjör. Við höldum hvorki í okkar bestu fyrirtæki né okkar besta fólk með sama áframhaldi. Brýnasta verkefnið er að verja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Við getum ekki verið leiksoppar lánardrottna um ókomna tíð. Þess vegna teljum við að ábyrgð í ríkisfjármálum skipti öllu máli. Við verðum að hætta að safna skuldum og hætta að borga 90 milljarða í vexti á hverju ári. Ábyrg ríkisfjármál og stöðugt gengi eru líka lykilatriði til að halda niðri verðbólgu og vöxtum. Ekkert skapar meiri kjarabót fyrir heimilin. Ekkert skiptir meira máli til að fjölga atvinnutækifærum. Verkefnið okkar er einfalt: Að afla meira en við eyðum. Við þurfum ekki að bíða eftir niðurstöðum nefnda um verðtryggingu eða að innleysa á óvissum árafjölda hagnað af áhættuviðskiptum með eignir búa föllnu bankanna. Við höfðum kjark til að taka á kröfuhöfunum og færa erlendar eignir þeirra undir höftin með marslögunum. Þá voru hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkur með. Við höfum líka kjark til þess að nýta þessa stöðu til að skapa þjóðinni allri ávinning af samningum við kröfuhafa, en ekki bara fáum útvöldum. Samningsstaðan gagnvart kröfuhöfunum, sem við höfum skapað, og árangur í ríkisfjármálum, sem við höfum skapað, munu veita nýrri ríkisstjórn mörg tækifæri. Hún getur nýtt þau í þágu vildarvina, eins og Framsókn og Sjálfstæðisflokkur stefna nú að bæði leynt og ljóst. Hún getur líka nýtt þau í þágu þjóðarinnar allrar, eins og við viljum. Heit mitt er það að Samfylkingin muni nýta allt það svigrúm sem fæst við hagstjórnina á komandi misserum að fullu í þágu íslenskra heimila og fyrirtækja. Við munum áfram starfa með almannahagsmuni að leiðarljósi. Viltu frekar prófa hitt aftur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Við verðum að setja efnahagslegan stöðugleika í öndvegi. Við getum ekki haldið áfram með hina endalausu hringrás milli bólu og kreppu. Við verðum að marka nýja leið, sem skapar okkur öllum betri lífskjör. Við höldum hvorki í okkar bestu fyrirtæki né okkar besta fólk með sama áframhaldi. Brýnasta verkefnið er að verja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Við getum ekki verið leiksoppar lánardrottna um ókomna tíð. Þess vegna teljum við að ábyrgð í ríkisfjármálum skipti öllu máli. Við verðum að hætta að safna skuldum og hætta að borga 90 milljarða í vexti á hverju ári. Ábyrg ríkisfjármál og stöðugt gengi eru líka lykilatriði til að halda niðri verðbólgu og vöxtum. Ekkert skapar meiri kjarabót fyrir heimilin. Ekkert skiptir meira máli til að fjölga atvinnutækifærum. Verkefnið okkar er einfalt: Að afla meira en við eyðum. Við þurfum ekki að bíða eftir niðurstöðum nefnda um verðtryggingu eða að innleysa á óvissum árafjölda hagnað af áhættuviðskiptum með eignir búa föllnu bankanna. Við höfðum kjark til að taka á kröfuhöfunum og færa erlendar eignir þeirra undir höftin með marslögunum. Þá voru hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkur með. Við höfum líka kjark til þess að nýta þessa stöðu til að skapa þjóðinni allri ávinning af samningum við kröfuhafa, en ekki bara fáum útvöldum. Samningsstaðan gagnvart kröfuhöfunum, sem við höfum skapað, og árangur í ríkisfjármálum, sem við höfum skapað, munu veita nýrri ríkisstjórn mörg tækifæri. Hún getur nýtt þau í þágu vildarvina, eins og Framsókn og Sjálfstæðisflokkur stefna nú að bæði leynt og ljóst. Hún getur líka nýtt þau í þágu þjóðarinnar allrar, eins og við viljum. Heit mitt er það að Samfylkingin muni nýta allt það svigrúm sem fæst við hagstjórnina á komandi misserum að fullu í þágu íslenskra heimila og fyrirtækja. Við munum áfram starfa með almannahagsmuni að leiðarljósi. Viltu frekar prófa hitt aftur?
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar