Tryggjum fjölbreytt atvinnulíf! Skúli Helgason skrifar 19. apríl 2013 07:00 Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG hefur lagt sig fram um að styðja fjölbreytni í atvinnulífinu með áherslu á stóraukinn stuðning við nýsköpun og vaxtargreinar í samfélaginu. Það er mikil breyting frá því sem áður var þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lögðu ofuráherslu á uppbyggingu stóriðju, en létu aðrar atvinnugreinar mæta afgangi. Stærsta afrek ríkisstjórnarinnar felst í að hafa afstýrt þjóðargjaldþroti með því að minnka halla ríkissjóðs úr 216 milljörðum árið 2008 í tæplega fjóra milljarða á þessu ári. Þessi árangur sparar ríkissjóði 17 milljarða króna, sem ella hefði þurft að borga í vexti af lánum til að fjármagna hallann. Það er svipuð fjárhæð og fer í rekstur allra háskóla eða framhaldsskóla landsins.Alvöru veiðigjald Við jafnaðarmenn höfum lengi barist fyrir því að þjóðin fengi sanngjarnan hlut í arðinum af sameiginlegum auðlindum sínum og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er sú fyrsta sem hefur lagt veiðigjöld á útgerðina sem standa undir nafni. Sjálfstæðismenn sem fóru með yfirstjórn sjávarútvegsmála samfellt frá 1991 til 2008 lögðu á smánarlega lágt gjald, sem nam 0,5-1% af hagnaði útgerðarinnar, sem skilaði 1-2 milljörðum á ári í ríkissjóð. Í ár borgar útgerðin rúma 13 milljarða í veiðigjald sem varið er í fjölbreytta atvinnuuppbyggingu um land allt.RisaskrefTekjur af veiðigjaldi nýtum við í ár til að byggja upp aðstöðu á fjölsóttum ferðamannastöðum, örva innlendar og erlendar fjárfestingar í græna hagkerfinu, styrkja skapandi greinar með áherslu á Kvikmyndasjóð og síðast en ekki síst er stigið risaskref til að efla samkeppnissjóðina sem eru drifkraftur vísindarannsókna og tækniþróunar í landinu. Framlög til Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs hækka um rúmlega helming eða 1,3 milljarða króna og það er vilji okkar jafnaðarmanna í Samfylkingunni að alls fari sex milljarðar króna í þessa lykilsjóði rannsókna og nýsköpunar á næstu þremur árum samanber fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Slíkur stuðningur við nýsköpun í landinu á sér engin fordæmi í sögu lýðveldisins.Aftur til fortíðar? En nú hefur almenningur í hendi sér hvort sú stefna verður að veruleika eða ekki. Nú stefnir í að næsta ríkisstjórn verði skipuð Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Það ætti að vera þeim mikið áhyggjuefni sem vilja auka fjölbreytni í atvinnulífinu þar sem jafnræði ríkir milli atvinnugreina og stuðningur við nýsköpun og vaxtargreinar er í forgrunni. Báðir þessir flokkar hafa lýst því yfir að þeir vilji vinda ofan af veiðigjaldinu og þar með kippa stoðunum undan auknum stuðningi við samkeppnissjóðina, ferðaþjónustuna, græna hagkerfið og skapandi greinar. Það hillir undir afturhvarf til stóriðjustefnunnar með tilheyrandi ruðningsáhrifum fyrir atvinnulífið.Stefna Samfylkingarinnar Þeir sem vilja fjölbreytt atvinnulíf eiga hins vegar bandamenn í okkur jafnaðarmönnum í Samfylkingunni sem munum hvergi hvika í stuðningi við fjölbreytt atvinnulíf byggt á jafnræði milli greina, ef við fáum til þess stuðning í kosningunum 27. apríl. Við munum leggja mikla áherslu á aukinn stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki, með lækkun tryggingagjalds og skattalegum ívilnunum til að örva kaup almennings á hlutabréfum í slíkum fyrirtækjum og verðbréfum í fjárfestingarsjóðum. Síðast en ekki síst munum við efla háskóla og framhaldsskóla og styðja áframhaldandi uppbyggingu samkeppnissjóðanna, sem eru forsenda kröftugrar atvinnuuppbyggingar á komandi árum. Kjósendur hafa skýrt val í komandi kosningum, fjölbreytt atvinnulíf eða afturhvarf til stóriðjustefnunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Skúli Helgason Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG hefur lagt sig fram um að styðja fjölbreytni í atvinnulífinu með áherslu á stóraukinn stuðning við nýsköpun og vaxtargreinar í samfélaginu. Það er mikil breyting frá því sem áður var þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lögðu ofuráherslu á uppbyggingu stóriðju, en létu aðrar atvinnugreinar mæta afgangi. Stærsta afrek ríkisstjórnarinnar felst í að hafa afstýrt þjóðargjaldþroti með því að minnka halla ríkissjóðs úr 216 milljörðum árið 2008 í tæplega fjóra milljarða á þessu ári. Þessi árangur sparar ríkissjóði 17 milljarða króna, sem ella hefði þurft að borga í vexti af lánum til að fjármagna hallann. Það er svipuð fjárhæð og fer í rekstur allra háskóla eða framhaldsskóla landsins.Alvöru veiðigjald Við jafnaðarmenn höfum lengi barist fyrir því að þjóðin fengi sanngjarnan hlut í arðinum af sameiginlegum auðlindum sínum og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er sú fyrsta sem hefur lagt veiðigjöld á útgerðina sem standa undir nafni. Sjálfstæðismenn sem fóru með yfirstjórn sjávarútvegsmála samfellt frá 1991 til 2008 lögðu á smánarlega lágt gjald, sem nam 0,5-1% af hagnaði útgerðarinnar, sem skilaði 1-2 milljörðum á ári í ríkissjóð. Í ár borgar útgerðin rúma 13 milljarða í veiðigjald sem varið er í fjölbreytta atvinnuuppbyggingu um land allt.RisaskrefTekjur af veiðigjaldi nýtum við í ár til að byggja upp aðstöðu á fjölsóttum ferðamannastöðum, örva innlendar og erlendar fjárfestingar í græna hagkerfinu, styrkja skapandi greinar með áherslu á Kvikmyndasjóð og síðast en ekki síst er stigið risaskref til að efla samkeppnissjóðina sem eru drifkraftur vísindarannsókna og tækniþróunar í landinu. Framlög til Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs hækka um rúmlega helming eða 1,3 milljarða króna og það er vilji okkar jafnaðarmanna í Samfylkingunni að alls fari sex milljarðar króna í þessa lykilsjóði rannsókna og nýsköpunar á næstu þremur árum samanber fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Slíkur stuðningur við nýsköpun í landinu á sér engin fordæmi í sögu lýðveldisins.Aftur til fortíðar? En nú hefur almenningur í hendi sér hvort sú stefna verður að veruleika eða ekki. Nú stefnir í að næsta ríkisstjórn verði skipuð Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Það ætti að vera þeim mikið áhyggjuefni sem vilja auka fjölbreytni í atvinnulífinu þar sem jafnræði ríkir milli atvinnugreina og stuðningur við nýsköpun og vaxtargreinar er í forgrunni. Báðir þessir flokkar hafa lýst því yfir að þeir vilji vinda ofan af veiðigjaldinu og þar með kippa stoðunum undan auknum stuðningi við samkeppnissjóðina, ferðaþjónustuna, græna hagkerfið og skapandi greinar. Það hillir undir afturhvarf til stóriðjustefnunnar með tilheyrandi ruðningsáhrifum fyrir atvinnulífið.Stefna Samfylkingarinnar Þeir sem vilja fjölbreytt atvinnulíf eiga hins vegar bandamenn í okkur jafnaðarmönnum í Samfylkingunni sem munum hvergi hvika í stuðningi við fjölbreytt atvinnulíf byggt á jafnræði milli greina, ef við fáum til þess stuðning í kosningunum 27. apríl. Við munum leggja mikla áherslu á aukinn stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki, með lækkun tryggingagjalds og skattalegum ívilnunum til að örva kaup almennings á hlutabréfum í slíkum fyrirtækjum og verðbréfum í fjárfestingarsjóðum. Síðast en ekki síst munum við efla háskóla og framhaldsskóla og styðja áframhaldandi uppbyggingu samkeppnissjóðanna, sem eru forsenda kröftugrar atvinnuuppbyggingar á komandi árum. Kjósendur hafa skýrt val í komandi kosningum, fjölbreytt atvinnulíf eða afturhvarf til stóriðjustefnunnar.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun