Brettum upp ermar í umgengni við náttúruna! Ingunn St. Svavarsdóttir skrifar 19. apríl 2013 06:00 Það þarf enginn að segja mér að við séum ekki allir Íslendingar slegnir yfir því hvernig komið er fyrir Lagarfljótinu! Látum það verða okkur lexía til að læra af. Ákvæði nýrrar stjórnarskrár kveða m.a. á um að fyrri spjöll skuli bætt eftir föngum. Almenningi og hagsmunaaðilum verður með nýrri stjórnarskrá gert kleift að leita til dómstóla um ákvarðanir stjórnvalda, sem áhrif hafa á umhverfi og náttúru – og jafnframt verður komið í veg fyrir að slíkum málum verði vísað frá vegna skorts á lögmætum hagsmunum. Lýðræðisvaktin vill virkja okkur, fólkið sjálft, til ábyrgðar og ákvörðunar um eigin mál! Stoltið okkar, Vatnajökulsþjóðgarður, með öllum sínum náttúruperlum, auðnum og fágætri fegurð er dýrmæti sem okkur ber að standa vörð um. Við gætum a.m.k. til jafns við utanlandsreisurnar farið í vettvangskannanir um landið okkar þvert og endilangt með skólabörnin okkar – frætt þau og kennt þeim að meta, njóta, ganga vel um og þykja vænt um íslenska náttúru. Lýðræðisvaktin vill standa vörð um rétt okkar og komandi kynslóða til óspilltrar náttúru. Óspillt náttúra og hreint óspillt umhverfi heyra til lífsgæða og mannréttinda eins og kveðið er á um í nýrri stjórnarskrá. Okkur hefur borið af leið, en ef við tökum höndum saman nú þegar þá getum við 1) kennt börnunum okkar frá leikskólaaldri og upp úr að umgangast íslensku viðkvæmu náttúruna okkar af virðingu og þakklæti, 2) krafist þess að ánauð ferðamanna á viðkvæma staði sé stjórnað með ítölu og/eða með hæfilegu gjaldi til að grípa til varúðar- og verndarráðstafana í tæka tíð á þeim stöðum sem nauðsyn krefur, 3) aukið umhverfisvöktun. Lýðræðisvaktin vill að lög um land og nýtingu þess séu í samræmi við nýja stjórnarskrá með almannahag að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Það þarf enginn að segja mér að við séum ekki allir Íslendingar slegnir yfir því hvernig komið er fyrir Lagarfljótinu! Látum það verða okkur lexía til að læra af. Ákvæði nýrrar stjórnarskrár kveða m.a. á um að fyrri spjöll skuli bætt eftir föngum. Almenningi og hagsmunaaðilum verður með nýrri stjórnarskrá gert kleift að leita til dómstóla um ákvarðanir stjórnvalda, sem áhrif hafa á umhverfi og náttúru – og jafnframt verður komið í veg fyrir að slíkum málum verði vísað frá vegna skorts á lögmætum hagsmunum. Lýðræðisvaktin vill virkja okkur, fólkið sjálft, til ábyrgðar og ákvörðunar um eigin mál! Stoltið okkar, Vatnajökulsþjóðgarður, með öllum sínum náttúruperlum, auðnum og fágætri fegurð er dýrmæti sem okkur ber að standa vörð um. Við gætum a.m.k. til jafns við utanlandsreisurnar farið í vettvangskannanir um landið okkar þvert og endilangt með skólabörnin okkar – frætt þau og kennt þeim að meta, njóta, ganga vel um og þykja vænt um íslenska náttúru. Lýðræðisvaktin vill standa vörð um rétt okkar og komandi kynslóða til óspilltrar náttúru. Óspillt náttúra og hreint óspillt umhverfi heyra til lífsgæða og mannréttinda eins og kveðið er á um í nýrri stjórnarskrá. Okkur hefur borið af leið, en ef við tökum höndum saman nú þegar þá getum við 1) kennt börnunum okkar frá leikskólaaldri og upp úr að umgangast íslensku viðkvæmu náttúruna okkar af virðingu og þakklæti, 2) krafist þess að ánauð ferðamanna á viðkvæma staði sé stjórnað með ítölu og/eða með hæfilegu gjaldi til að grípa til varúðar- og verndarráðstafana í tæka tíð á þeim stöðum sem nauðsyn krefur, 3) aukið umhverfisvöktun. Lýðræðisvaktin vill að lög um land og nýtingu þess séu í samræmi við nýja stjórnarskrá með almannahag að leiðarljósi.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar