
Aukum ráðstöfunartekjur heimilanna
Eitt mikilvægasta skrefið í átt að bættum hag almennings er að lækka skatta. Sjálfstæðisflokkurinn er eina stjórnmálaaflið sem gerir lækkun skatta að forgangsatriði á nýju kjörtímabili. Lækkun á tekjuskatti einstaklinga skilar fólki strax hærri ráðstöfunartekjum, sem léttir undir með rekstri heimilanna, og með því að lækka tryggingagjaldið er létt undir með fyrirtækjum að skapa fleiri störf. Samhliða verður að ráðast í umbætur á skattlöggjöfinni með það fyrir augum að gera kerfið gegnsærra og skilvirkara.
Mikilvægt skref í þeim aðgerðum er að afnema þrepaskiptingu tekjuskatts og lækka virðisaukaskatt sem jafnframt verði í aðeins í einu þrepi.
En er skynsamlegt að lækka skatta þegar staða ríkissjóðs er jafn bágborin og raun ber vitni? Svarið er já – það er beinlínis nauðsynlegt. Fjöldi fólks stendur ekki undir þeirri skattbyrði sem ríkið leggur á herðar þess og komið hefur fram að tæplega helmingur heimila í landinu nær ekki endum saman um mánaðamót. Almenningur var ekki spurður þegar ríkisstjórnin hækkaði skatta og gjöld upp úr öllu valdi hvernig hann gæti skorið niður í sínum heimilisrekstri og forgangsraðað. Ríkið verður rétt eins og heimilin að forgangsraða í sínum rekstri og aðlaga sig að efnahagslegum raunveruleika landsins.
Veruleikinn er sá að núverandi skattastefna hamlar verðmætasköpun í samfélaginu og letur fólk til góðra verka. Ríkisvaldið býr ekki til verðmæti heldur fólkið í landinu með atorku sinni og hugviti. Skattheimta hins opinbera verður því að vera hvetjandi svo að skilyrði til verðmætasköpunar séu sem best. Aðeins þannig geta heimilin og fyrirtækin í landinu drifið áfram hagvöxt á öllum sviðum atvinnulífsins svo hið opinbera geti fjármagnað og staðið undir öflugu velferðarkerfi. Um þetta snúast kosningarnar í vor og þess vegna á Sjálfstæðisflokkurinn erindi við kjósendur.
Skoðun

Kann Jón Steindór ekki að reikna?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lífið sem var – á Gaza
Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar

Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar

Tilskipanafyllerí Trumps
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Öfgar á Íslandi
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Borg þarf breidd, land þarf lausnir
Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar

Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum
Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar

Rjúfum þögnina og tölum um dauðann
Ingrid Kuhlman skrifar

Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Verndum vörumerki í tónlist
Eiríkur Sigurðsson skrifar

Hann valdi sér nafnið Leó
Bjarni Karlsson skrifar

Misskilin sjálfsmynd
Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Hvenær er nóg nóg?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Byggðalína eða Borgarlína
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Úlfar sem forðast sól!
Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar

Aldrei aftur
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Tala ekki um lokamarkmiðið
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf
Einar G. Harðarson skrifar

Þétting í þágu hverra?
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu
Þórður Snær Júlíusson skrifar

POTS er ekki tískubylgja
Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar

Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024
Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar

Hvað er verið að leiðrétta?
Ægir Örn Arnarson skrifar

Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið
Arnar Þór Jónsson skrifar

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu
Clara Ganslandt skrifar

Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig!
Magnús Guðmundsson skrifar

Vetrarvirkjanir
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar