Erlendi risinn á bak við íslenska nafnið Viðar Þorkelsson skrifar 18. apríl 2013 06:00 Ágreiningur er milli Valitor og Samkeppniseftirlitsins um túlkun samkeppnislaga varðandi starfsemi fyrirtækisins á árunum 2007-2008. Þar hefur m.a. verið litið framhjá þeirri staðreynd að Valitor var ekki í beinni í samkeppni við Kortaþjónustuna í færsluhirðingu* á þessum tíma, heldur við erlenda risann á bak við íslenska nafnið. Það vekur undrun að hér skuli kosið að láta sem eftirfarandi samhengi skipti engu máli. Skandinavíska færsluhirðingarfyrirtækið Teller (áður PBS) er eitt af stærstu fyrirtækjum sinnar tegundar í Evrópu og er velta Teller um 15 sinnum meiri en velta Valitor. Teller dafnar vel í skjóli yfirgnæfandi markaðshlutdeildar í Danmörku með fulltingi yfirvalda þar í landi og er að auki með yfirburðastöðu á mörkuðunum í Noregi og Finnlandi. Árið 2002 hélt þetta erlenda risafyrirtæki innreið sína á íslenska markaðinn, ekki þó undir eigin nafni heldur undir nafninu Kortaþjónustan, sem var í raun söluskrifstofa fyrir Teller hér á landi. Allar færslur voru að sjálfsögðu sendar úr landi til Danmerkur enda var Teller hinn raunverulegi færsluhirðir en ekki Kortaþjónustan. Munurinn á íslenskum færsluhirðingarfyrirtækjum og erlendum kom svo vel í ljós þegar mest á reyndi í kjölfar hrunsins 2008 og flestar dyr lokuðust á Íslendinga. Þá tókst Valitor og Borgun með erfiðismunum að halda uppi eðlilegri þjónustu og gera reglulega upp við sína viðskiptavini. Teller lét sig hins vegar ekki varða meira um íslenska hagsmuni en svo að röskun, jafnvel upp á margar vikur, varð á greiðslum til hérlendra fyrirtækja með tilheyrandi afleiðingum fyrir sum þeirra.Holur hljómur Það hefur því holan hljóm þegar Kortaþjónustan kvartar sáran undan samkeppninni við Valitor eins og kom fram nýverið í fréttatilkynningu Kortaþjónustunnar. Sannleikurinn er nefnilega sá að Valitor keppti ekki við Kortaþjónustuna í færsluhirðingu 2007-2008 heldur við erlenda risann, Teller, á bak við íslenska nafnið. Hinn raunverulegi keppinautur, Teller, hefur á hinn bóginn aldrei kvartað undan samkeppninni við Valitor enda ekki undan neinu að kvarta í samkeppni við 15 sinnum minna fyrirtæki. Samkeppniseftirlitið virðist hins vegar enn ekki hafa áttað sig á þessu sjónarspili og hefur gengið langt í að vernda hagsmuni erlenda risans á kostnað Valitor. Þó að skýrt liggi fyrir að Valitor, Teller og Borgun voru einu fyrirtækin sem kepptu á íslenska færsluhirðingarmarkaðnum á umræddum tíma, kýs Samkeppniseftirlitið einatt að stilla söluskrifstofunni, Kortaþjónustunni, upp sem keppinaut Valitor en ekki hinum raunverulega keppinaut, risanum Teller. Í Danmörku eru öfgarnar í hina áttina. Þar slá yfirvöld skjaldborg um yfirgnæfandi markaðshlutdeild óskabarnsins Teller á danska markaðnum og kannski táknrænt að sjálfur Seðlabankinn danski á hlut í fyrirtækinu. Erlendum fyrirtækjum, hverju nafni sem þau nefnast, er gert nær ómögulegt að taka þátt í samkeppni á heimamarkaði Teller, enda telja dönsk yfirvöld þjóðhagslega afar mikilvægt að hafa mjög öflugan innlendan færsluhirði í landinu. Í Danmörku hefur Teller um 85% markaðshlutdeild í færsluhirðingu en til samanburðar hefur Valitor rúmlega 40% markaðshlutdeild í færsluhirðingu á sínum heimamarkaði á Íslandi. Því er við að bæta að Valitor hefur kært Teller fyrir ólöglegar viðskiptahindranir á danska markaðnum en félagið hefur rekið þar eigin skrifstofu frá árinu 2008. Valitor fagnar allri samkeppni sem er á jafnréttisgrunni. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að sömu reglur gildi um alþjóðlega samkeppni í öllum löndum evrópska efnahagssvæðisins þ.m.t. á Íslandi og í Danmörku. * Færsluhirðing er þjónusta sem felst í því að miðla færslum milli korthafa og söluaðila (t.d. verslana). Færsluhirðirinn veitir söluaðilum heimild til að taka við greiðslum með greiðslukortum, tekur við færslum þeirra og greiðir þær út til söluaðila á uppgjörsdegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ágreiningur er milli Valitor og Samkeppniseftirlitsins um túlkun samkeppnislaga varðandi starfsemi fyrirtækisins á árunum 2007-2008. Þar hefur m.a. verið litið framhjá þeirri staðreynd að Valitor var ekki í beinni í samkeppni við Kortaþjónustuna í færsluhirðingu* á þessum tíma, heldur við erlenda risann á bak við íslenska nafnið. Það vekur undrun að hér skuli kosið að láta sem eftirfarandi samhengi skipti engu máli. Skandinavíska færsluhirðingarfyrirtækið Teller (áður PBS) er eitt af stærstu fyrirtækjum sinnar tegundar í Evrópu og er velta Teller um 15 sinnum meiri en velta Valitor. Teller dafnar vel í skjóli yfirgnæfandi markaðshlutdeildar í Danmörku með fulltingi yfirvalda þar í landi og er að auki með yfirburðastöðu á mörkuðunum í Noregi og Finnlandi. Árið 2002 hélt þetta erlenda risafyrirtæki innreið sína á íslenska markaðinn, ekki þó undir eigin nafni heldur undir nafninu Kortaþjónustan, sem var í raun söluskrifstofa fyrir Teller hér á landi. Allar færslur voru að sjálfsögðu sendar úr landi til Danmerkur enda var Teller hinn raunverulegi færsluhirðir en ekki Kortaþjónustan. Munurinn á íslenskum færsluhirðingarfyrirtækjum og erlendum kom svo vel í ljós þegar mest á reyndi í kjölfar hrunsins 2008 og flestar dyr lokuðust á Íslendinga. Þá tókst Valitor og Borgun með erfiðismunum að halda uppi eðlilegri þjónustu og gera reglulega upp við sína viðskiptavini. Teller lét sig hins vegar ekki varða meira um íslenska hagsmuni en svo að röskun, jafnvel upp á margar vikur, varð á greiðslum til hérlendra fyrirtækja með tilheyrandi afleiðingum fyrir sum þeirra.Holur hljómur Það hefur því holan hljóm þegar Kortaþjónustan kvartar sáran undan samkeppninni við Valitor eins og kom fram nýverið í fréttatilkynningu Kortaþjónustunnar. Sannleikurinn er nefnilega sá að Valitor keppti ekki við Kortaþjónustuna í færsluhirðingu 2007-2008 heldur við erlenda risann, Teller, á bak við íslenska nafnið. Hinn raunverulegi keppinautur, Teller, hefur á hinn bóginn aldrei kvartað undan samkeppninni við Valitor enda ekki undan neinu að kvarta í samkeppni við 15 sinnum minna fyrirtæki. Samkeppniseftirlitið virðist hins vegar enn ekki hafa áttað sig á þessu sjónarspili og hefur gengið langt í að vernda hagsmuni erlenda risans á kostnað Valitor. Þó að skýrt liggi fyrir að Valitor, Teller og Borgun voru einu fyrirtækin sem kepptu á íslenska færsluhirðingarmarkaðnum á umræddum tíma, kýs Samkeppniseftirlitið einatt að stilla söluskrifstofunni, Kortaþjónustunni, upp sem keppinaut Valitor en ekki hinum raunverulega keppinaut, risanum Teller. Í Danmörku eru öfgarnar í hina áttina. Þar slá yfirvöld skjaldborg um yfirgnæfandi markaðshlutdeild óskabarnsins Teller á danska markaðnum og kannski táknrænt að sjálfur Seðlabankinn danski á hlut í fyrirtækinu. Erlendum fyrirtækjum, hverju nafni sem þau nefnast, er gert nær ómögulegt að taka þátt í samkeppni á heimamarkaði Teller, enda telja dönsk yfirvöld þjóðhagslega afar mikilvægt að hafa mjög öflugan innlendan færsluhirði í landinu. Í Danmörku hefur Teller um 85% markaðshlutdeild í færsluhirðingu en til samanburðar hefur Valitor rúmlega 40% markaðshlutdeild í færsluhirðingu á sínum heimamarkaði á Íslandi. Því er við að bæta að Valitor hefur kært Teller fyrir ólöglegar viðskiptahindranir á danska markaðnum en félagið hefur rekið þar eigin skrifstofu frá árinu 2008. Valitor fagnar allri samkeppni sem er á jafnréttisgrunni. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að sömu reglur gildi um alþjóðlega samkeppni í öllum löndum evrópska efnahagssvæðisins þ.m.t. á Íslandi og í Danmörku. * Færsluhirðing er þjónusta sem felst í því að miðla færslum milli korthafa og söluaðila (t.d. verslana). Færsluhirðirinn veitir söluaðilum heimild til að taka við greiðslum með greiðslukortum, tekur við færslum þeirra og greiðir þær út til söluaðila á uppgjörsdegi.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun