Vinstri – græn setja framtíð skólastarfs á oddinn Katrín Jakobsdóttir skrifar 17. apríl 2013 06:00 Eitt af mikilvægustu málunum sem kosið verður um nú í vor er framtíð skólastarfs á Íslandi. Vinstri græn setja það mál á oddinn og hafa kynnt áætlun um hvernig aukið fé verður tryggt til uppbyggingar skólakerfisins á næsta kjörtímabili. Framhaldsskólarnir hafa búið við erfið kjör seinustu ár. Starfsmenn þeirra hafa líka sýnt mikinn skilning og langlundargeð því að fjármagn hefur ekki fylgt nýjum framhaldsskólalögum sem voru samþykkt áður en núverandi ríkisstjórn tók við. Á sama tíma hafa framhaldsskólarnir opnað dyr sínar fyrir fólki sem ákveðið hefur að sækja sér menntun á krepputímum, t.d. vegna atvinnumissis. Á næstu árum verður hins vegar lag að bæta úr þessu og efla framhaldsskólana. Í skólunum vinnur öflugt fagfólk sem á skilið að njóta betri kjara og það er okkar ábyrgð að lyfta kennarastéttinni ef okkur er annt um menntun íslenskra barna og ungmenna. Íslenskir háskólar hafa ekki heldur farið varhluta af aðhaldi í ríkisrekstri eins og kom meðal annars fram í fréttum á dögunum um að sárafá akademísk störf hafi bæst við hjá Háskóla Íslands þó að fjölgun nemenda nemi þúsundum. Fyrir hrun var íslenska háskólakerfið vanfjármagnað í alþjóðlegum samanburði þannig að það var ekki búið undir slíkar efnahagsþrengingar en um leið má segja að íslenskir háskólamenn hafi staðið vaktina, opnað dyr sínar og haldið áfram að skila miklum árangri í kennslu og rannsóknum.Forgangsraðað Á undanförnum árum höfum við forgangsraðað þannig í þágu menntunar að sá óumflýjanlegi niðurskurður sem ráðast þurfti í hefur verið hlutfallslega minni en í öðrum málaflokkum. Þá hafa óreglulegar tekjur, til dæmis af veiðigjaldi á útgerðarfyrirtæki, verið nýttar til að efla rannsóknir og nýsköpun. Þetta hefur verið varnarbarátta en nú viljum við blása til sóknar. Nú þegar sér fyrir endann á fjárlagahallanum er svigrúm til sóknar. Vinstri – græn hafa lagt fram raunhæfa og ábyrga ríkisfjármálaáætlun til næstu fjögurra ára sem byggist á því að viðhalda stöðugleika, auknum arði þjóðarinnar af auðlindum, engum skattahækkunum og spá Hagstofunnar um rúmlega tveggja prósenta hagvöxt. Þessi stefna skapar 50 til 60 milljarða svigrúm á næstu árum og þá skiptir máli að forgangsraða. Við viljum nýta þetta svigrúm til að efla velferð, heilbrigðisþjónustu og menntun. Kjósendur geta nú valið um forgangsröðun ólíkra flokka. Vinstri – græn setja framtíð skólastarfs í landinu og eflingu velferðarkerfisins á oddinn. Okkur finnst kominn tími til að menntakerfið og velferðarkerfið njóti árangursins af erfiði undanfarinna ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Eitt af mikilvægustu málunum sem kosið verður um nú í vor er framtíð skólastarfs á Íslandi. Vinstri græn setja það mál á oddinn og hafa kynnt áætlun um hvernig aukið fé verður tryggt til uppbyggingar skólakerfisins á næsta kjörtímabili. Framhaldsskólarnir hafa búið við erfið kjör seinustu ár. Starfsmenn þeirra hafa líka sýnt mikinn skilning og langlundargeð því að fjármagn hefur ekki fylgt nýjum framhaldsskólalögum sem voru samþykkt áður en núverandi ríkisstjórn tók við. Á sama tíma hafa framhaldsskólarnir opnað dyr sínar fyrir fólki sem ákveðið hefur að sækja sér menntun á krepputímum, t.d. vegna atvinnumissis. Á næstu árum verður hins vegar lag að bæta úr þessu og efla framhaldsskólana. Í skólunum vinnur öflugt fagfólk sem á skilið að njóta betri kjara og það er okkar ábyrgð að lyfta kennarastéttinni ef okkur er annt um menntun íslenskra barna og ungmenna. Íslenskir háskólar hafa ekki heldur farið varhluta af aðhaldi í ríkisrekstri eins og kom meðal annars fram í fréttum á dögunum um að sárafá akademísk störf hafi bæst við hjá Háskóla Íslands þó að fjölgun nemenda nemi þúsundum. Fyrir hrun var íslenska háskólakerfið vanfjármagnað í alþjóðlegum samanburði þannig að það var ekki búið undir slíkar efnahagsþrengingar en um leið má segja að íslenskir háskólamenn hafi staðið vaktina, opnað dyr sínar og haldið áfram að skila miklum árangri í kennslu og rannsóknum.Forgangsraðað Á undanförnum árum höfum við forgangsraðað þannig í þágu menntunar að sá óumflýjanlegi niðurskurður sem ráðast þurfti í hefur verið hlutfallslega minni en í öðrum málaflokkum. Þá hafa óreglulegar tekjur, til dæmis af veiðigjaldi á útgerðarfyrirtæki, verið nýttar til að efla rannsóknir og nýsköpun. Þetta hefur verið varnarbarátta en nú viljum við blása til sóknar. Nú þegar sér fyrir endann á fjárlagahallanum er svigrúm til sóknar. Vinstri – græn hafa lagt fram raunhæfa og ábyrga ríkisfjármálaáætlun til næstu fjögurra ára sem byggist á því að viðhalda stöðugleika, auknum arði þjóðarinnar af auðlindum, engum skattahækkunum og spá Hagstofunnar um rúmlega tveggja prósenta hagvöxt. Þessi stefna skapar 50 til 60 milljarða svigrúm á næstu árum og þá skiptir máli að forgangsraða. Við viljum nýta þetta svigrúm til að efla velferð, heilbrigðisþjónustu og menntun. Kjósendur geta nú valið um forgangsröðun ólíkra flokka. Vinstri – græn setja framtíð skólastarfs í landinu og eflingu velferðarkerfisins á oddinn. Okkur finnst kominn tími til að menntakerfið og velferðarkerfið njóti árangursins af erfiði undanfarinna ára.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar