Auðveldari mánaðamót Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 11. apríl 2013 07:00 Um hver einustu mánaðamót stendur alltof stór hópur Íslendinga frammi fyrir erfiðleikum og óvissu vegna þess að launin duga einfaldlega ekki fyrir lífsnauðsynjum, ef marka má nýja lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Þessi staða er alvarleg en það þýðir ekki að engin sé vonin. Stærsta einstaka tækifærið til breytinga fæst eftir nokkra daga þegar kosið verður til Alþingis. Niðurstaða þeirra kosninga mun hafa úrslitaáhrif á það hvort við höldum áfram á þessari braut eða komumst á annan og betri stað.Lægri álögur Lykilatriðið er að auka ráðstöfunartekjur alls almennings í landinu. Það geta stjórnmálamenn fyrst og fremst gert með lægri opinberum álögum og gjöldum. Lækkun tekjuskatts skiptir þar miklu en lægri tollar og vörugjöld á nauðsynjar eins og matvöru, barnaföt og bensín munu einnig breyta miklu. Lækkun höfuðstóls húsnæðislána og léttari afborganir, samhliða afnámi stimpilgjalds og tækifæri til að fara frá verðtryggðu láni yfir í óverðtryggt mun einnig skipta miklu. Samhliða slíkum aðgerðum fyrir heimilin verður að huga að hvetjandi leiðum svo fyrirtækin geti vaxið frekar. Með lægri álögum vegna mannaráðninga, aukinni sátt við atvinnulífið og samstöðu um uppbyggingu í stað stöðnunar mun tækifærum fjölga og hagvöxtur aukast. Þannig forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar mun ekki einungis nýtast hverri einustu fjölskyldu, heldur samfélaginu í heild þar sem slík sókn mun skapa traustari grundvöll undir þá velferð sem við öll viljum búa við. Fólkið, fjölskyldurnar og fyrirtækin í landinu eiga því mikla von. Með raunhæfum lausnum, aukinni sátt og trú á framtíðinni getum við tryggt að langflest heimili nái endum saman og kvíði því ekki að ráðstöfunartekjur dugi fyrir útgjöldum hvers mánaðar. Það gerist þegar stjórnmálamenn fara að einblína á það sem virkilega skiptir máli fyrir fólkið í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Um hver einustu mánaðamót stendur alltof stór hópur Íslendinga frammi fyrir erfiðleikum og óvissu vegna þess að launin duga einfaldlega ekki fyrir lífsnauðsynjum, ef marka má nýja lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Þessi staða er alvarleg en það þýðir ekki að engin sé vonin. Stærsta einstaka tækifærið til breytinga fæst eftir nokkra daga þegar kosið verður til Alþingis. Niðurstaða þeirra kosninga mun hafa úrslitaáhrif á það hvort við höldum áfram á þessari braut eða komumst á annan og betri stað.Lægri álögur Lykilatriðið er að auka ráðstöfunartekjur alls almennings í landinu. Það geta stjórnmálamenn fyrst og fremst gert með lægri opinberum álögum og gjöldum. Lækkun tekjuskatts skiptir þar miklu en lægri tollar og vörugjöld á nauðsynjar eins og matvöru, barnaföt og bensín munu einnig breyta miklu. Lækkun höfuðstóls húsnæðislána og léttari afborganir, samhliða afnámi stimpilgjalds og tækifæri til að fara frá verðtryggðu láni yfir í óverðtryggt mun einnig skipta miklu. Samhliða slíkum aðgerðum fyrir heimilin verður að huga að hvetjandi leiðum svo fyrirtækin geti vaxið frekar. Með lægri álögum vegna mannaráðninga, aukinni sátt við atvinnulífið og samstöðu um uppbyggingu í stað stöðnunar mun tækifærum fjölga og hagvöxtur aukast. Þannig forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar mun ekki einungis nýtast hverri einustu fjölskyldu, heldur samfélaginu í heild þar sem slík sókn mun skapa traustari grundvöll undir þá velferð sem við öll viljum búa við. Fólkið, fjölskyldurnar og fyrirtækin í landinu eiga því mikla von. Með raunhæfum lausnum, aukinni sátt og trú á framtíðinni getum við tryggt að langflest heimili nái endum saman og kvíði því ekki að ráðstöfunartekjur dugi fyrir útgjöldum hvers mánaðar. Það gerist þegar stjórnmálamenn fara að einblína á það sem virkilega skiptir máli fyrir fólkið í landinu.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun