Hef verið heppinn hingað til Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2013 06:00 Gunnar Nelson er líklega með rifinn liðþófa og þarf því að fara í aðgerð á morgun. Hann missir því af bardaga sínum gegn Mike Pyle sem átti að fara fram í Las Vegas þann 25. maí. Fréttablaðið/Valli Ekkert verður af fyrirhuguðum UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mikes Pyle í Las Vegas í maí. Gunnar fer í aðgerð á föstudag vegna rifins liðþófa. Hann reiknar með því að vera kominn á fullt innan nokkurra vikna. „Þetta er bara það sem gerist í íþróttum í dag. Þetta er bara smá hola í veginum. Það verður lítið mál að yfirstíga hana,“ segir Gunnar um meiðslin. Hann áttaði sig á því að ekki væri allt með felldu á æfingu síðastliðinn fimmtudag. „Það kom ægilega djúpur smellur í hnéð þegar ég beygði mig niður á æfingu. Ég hugsaði strax að þetta væri ekki eðlilegt,“ segir Gunnar. Örnólfur Valdimarsson bæklunarlæknir telur að liðþófi í hné sé rifinn. Aðgerðin fer fram á föstudaginn. Gunnar tekur meiðslunum með sinni einstöku stóísku ró og hrósar happi með heilsu sína til þessa. „Ég hef verið mjög heppinn hingað til. Ég hef aldrei lent í neinum meiðslum, bara eymslum,“ segir Gunnar. Í raun sé um minnstu mögulegu hnémeiðsli að ræða.Kemur bardagi eftir þennan „Hlutirnir geta farið mikið verr og ég hef séð það hjá mínum nánustu æfingafélögum og vinum.“ Að óbreyttu væri Gunnar nú í æfingabúðum í New York-borg en þangað átti hann að halda á sunnudaginn. Undirbúningur fyrir bardagann gegn Mike Pyle í Las Vegas 25. maí var í hámarki en nú er ljóst að ekkert verður af bardaganum. „Auðvitað er þetta stór bardagi og stór stund á ferlinum. En það kemur annar bardagi eftir þennan. Ef maður leggur svona mikið á líkamann verður maður að verða tilbúinn að yfirstíga svona vandamál,“ segir Gunnar. Hann minnir á að þótt keppnin sé einn þáttur sé hún ekki grundvöllur þess að hann æfi íþróttina. „Ég hafði gaman af því að æfa íþróttina og það gaf mér lífsfyllingu löngu áður en ég byrjaði að keppa,“ segir Gunnar. Hann hafi þó mjög gaman af bardaganum en hann muni þó fyrst og fremst sakna stundanna í æfingasalnum á meðan hann jafni sig. Ekki þeirra örfáu mínútna sem bardaginn tekur.Langi-Jón í lágmarki Vakið hefur athygli að Gunnar er mikill aðdáandi bakarísvörunnar Langa-Jóns. Virtist um tíma sem íslensk bakarí væru hætt að bjóða upp á bakkelsið en þegar Gunnar lýsti yfir áhuga sínum stóð ekki á bakaríunum. Gunnar hefur litlar áhyggjur af því að hlaupa í spik þótt hann geti ekki æft af krafti í nokkrar vikur. „Ég hugsa að ég haldi Langa-Jóni í lágmarki. Hann er meira spari enda var það alltaf meiningin,“ segir Gunnar.Fylgstu með Sportinu á Vísi á Facebook Íþróttir Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23 "Gunni er miður sín" Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné. 10. apríl 2013 09:15 Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslendingar hita upp í Katowice Sjá meira
Ekkert verður af fyrirhuguðum UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mikes Pyle í Las Vegas í maí. Gunnar fer í aðgerð á föstudag vegna rifins liðþófa. Hann reiknar með því að vera kominn á fullt innan nokkurra vikna. „Þetta er bara það sem gerist í íþróttum í dag. Þetta er bara smá hola í veginum. Það verður lítið mál að yfirstíga hana,“ segir Gunnar um meiðslin. Hann áttaði sig á því að ekki væri allt með felldu á æfingu síðastliðinn fimmtudag. „Það kom ægilega djúpur smellur í hnéð þegar ég beygði mig niður á æfingu. Ég hugsaði strax að þetta væri ekki eðlilegt,“ segir Gunnar. Örnólfur Valdimarsson bæklunarlæknir telur að liðþófi í hné sé rifinn. Aðgerðin fer fram á föstudaginn. Gunnar tekur meiðslunum með sinni einstöku stóísku ró og hrósar happi með heilsu sína til þessa. „Ég hef verið mjög heppinn hingað til. Ég hef aldrei lent í neinum meiðslum, bara eymslum,“ segir Gunnar. Í raun sé um minnstu mögulegu hnémeiðsli að ræða.Kemur bardagi eftir þennan „Hlutirnir geta farið mikið verr og ég hef séð það hjá mínum nánustu æfingafélögum og vinum.“ Að óbreyttu væri Gunnar nú í æfingabúðum í New York-borg en þangað átti hann að halda á sunnudaginn. Undirbúningur fyrir bardagann gegn Mike Pyle í Las Vegas 25. maí var í hámarki en nú er ljóst að ekkert verður af bardaganum. „Auðvitað er þetta stór bardagi og stór stund á ferlinum. En það kemur annar bardagi eftir þennan. Ef maður leggur svona mikið á líkamann verður maður að verða tilbúinn að yfirstíga svona vandamál,“ segir Gunnar. Hann minnir á að þótt keppnin sé einn þáttur sé hún ekki grundvöllur þess að hann æfi íþróttina. „Ég hafði gaman af því að æfa íþróttina og það gaf mér lífsfyllingu löngu áður en ég byrjaði að keppa,“ segir Gunnar. Hann hafi þó mjög gaman af bardaganum en hann muni þó fyrst og fremst sakna stundanna í æfingasalnum á meðan hann jafni sig. Ekki þeirra örfáu mínútna sem bardaginn tekur.Langi-Jón í lágmarki Vakið hefur athygli að Gunnar er mikill aðdáandi bakarísvörunnar Langa-Jóns. Virtist um tíma sem íslensk bakarí væru hætt að bjóða upp á bakkelsið en þegar Gunnar lýsti yfir áhuga sínum stóð ekki á bakaríunum. Gunnar hefur litlar áhyggjur af því að hlaupa í spik þótt hann geti ekki æft af krafti í nokkrar vikur. „Ég hugsa að ég haldi Langa-Jóni í lágmarki. Hann er meira spari enda var það alltaf meiningin,“ segir Gunnar.Fylgstu með Sportinu á Vísi á Facebook
Íþróttir Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23 "Gunni er miður sín" Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné. 10. apríl 2013 09:15 Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslendingar hita upp í Katowice Sjá meira
Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23
"Gunni er miður sín" Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné. 10. apríl 2013 09:15
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki