Fjárfesting til framtíðar Katrín Jakobsdóttir skrifar 30. mars 2013 06:00 Á undanförnum fjórum árum hefur íslenskt samfélag náð jöfnum og góðum bata eftir efnahagshrunið. Þessi tími hefur verið okkur öllum sem myndum samfélag hér á Íslandi erfiður en nú sjáum við fyrsta árangur erfiðisins. Á næstu árum er raunhæft að hefja stórsókn í því að bæta lífskjör á Íslandi. Þar vill Vinstrihreyfingin – grænt framboð setja uppbyggingu heilbrigðismála, menntamála og velferðarmála í forgang. Það hefur ekki verið hlaupið að því að tryggja að grunnstoðirnar svo að heilbrigðisþjónustan, menntakerfið og velferðarkerfið hafi áfram getað staðið undir samfélagslegu hlutverki sínu á sama tíma og unnið hefur verið að því að loka rúmlega 200 milljarða fjárlagagati og bæta efnahag landsins. Enginn þessara málaflokka hefur verið ofhaldinn á þessu kjörtímabili en þar hefur hins vegar ríkt ríkur skilningur á hinni erfiðu stöðu ríkisfjármála. Það sem hefur svo bjargað grunnstoðunum frá frekari og skaðlegri niðurskurði eru þær breytingar sem hafa verið gerðar á skattkerfinu, skattkerfisbreytingar sem hafa aukið skattbyrði hinna tekjuhæstu en lækkað hana hjá þeim tekjulægstu, og aflað þannig ríkissjóði aukinna tekna til þessara málaflokka.Snúum vörn í sókn Nú þarf hins vegar að snúa vörn í sókn og fyrsta skrefið er að viðurkenna störf þeirra sem bera uppi heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfið frá degi til dags. Það er staðreynd að kjör þeirra sem þar starfa eru ekki í samræmi við mikilvægi þeirra fyrir samfélagið. Á nýju kjörtímabili eigum við því að sameinast um að bæta kjör þessara stétta umfram annarra. Í öðru lagi þurfum við að tryggja eðlilega fjármögnun þessara kerfa. Gera þarf átak í því að endurnýja og bæta tækjakost og starfsaðstöðu. Auk þess þurfum við að fullfjármagna bæði háskólana og framhaldsskólana sem hafa verið vanfjármagnaðir frá því löngu fyrir hrun. Þá þurfum við að tryggja námsmönnum framfærslustuðning svo þeir geti einbeitt sér að námi sínu, annars vegar með því að efla Lánasjóð íslenskra námsmanna og koma á því kerfi að hluti lána falli niður og breytist í styrk að loknu námi, og hins vegar að koma á fót nýju framfærslukerfi sem tryggir þeim framfærslu sem vilja fara af vinnumarkaði og sækja nám á framhaldsskólastigi. Í þriðja lagi þurfum við að bæta stöðu barnafjölskyldna og tekjulágra, þar á meðal aldraðra og öryrkja. Það gerum við með því að efla barnabótakerfið, vaxtabótakerfið og hækka tekjuþak fæðingarorlofssjóðs. Auk þess þarf að gera frumvarp um almannatryggingakerfið, sem lagt var fram á Alþingi nú í vor, að lögum og tryggja fulla fjármögnun þess.Fjárfesting Við lítum á þessi verkefni sem fjárfestingu til framtíðar – fjárfestingu í okkur sjálfum til að virkja þann mannauð sem við búum yfir. Heilbrigðiskerfi sem tryggir jafnan aðgang að góðri og áreiðanlegri þjónustu eykur lífsgæði okkar. Efling menntakerfisins skapar aukin tækifæri og leggur grunn að velsæld. Öflugra velferðarkerfi tryggir aukinn jöfnuð og þannig farsælla samfélag. Eitt helsta verkefni stjórnvalda er að búa Ísland undir áskoranir og tækifæri 21. aldarinnar. Þar munu aukinn jöfnuður og bætt aðgengi að góðri menntun og heilbrigðisþjónustu leika lykilhlutverk. Mannauðurinn er lykill að framtíðinni ekki síður en auðlindir hafs og lands og hann verður hámarkaður með því að skapa samfélag jafnaðar. Miðað við núverandi efnahagshorfur og óbreytt skattkerfi er raunhæft að hefja sókn í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum. Vinstri græn vilja hefja slíka sókn með því að auka framlög ríkissjóðs til þessara málaflokka samhliða því að hefja niðurgreiðslur skulda þjóðarbúsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum fjórum árum hefur íslenskt samfélag náð jöfnum og góðum bata eftir efnahagshrunið. Þessi tími hefur verið okkur öllum sem myndum samfélag hér á Íslandi erfiður en nú sjáum við fyrsta árangur erfiðisins. Á næstu árum er raunhæft að hefja stórsókn í því að bæta lífskjör á Íslandi. Þar vill Vinstrihreyfingin – grænt framboð setja uppbyggingu heilbrigðismála, menntamála og velferðarmála í forgang. Það hefur ekki verið hlaupið að því að tryggja að grunnstoðirnar svo að heilbrigðisþjónustan, menntakerfið og velferðarkerfið hafi áfram getað staðið undir samfélagslegu hlutverki sínu á sama tíma og unnið hefur verið að því að loka rúmlega 200 milljarða fjárlagagati og bæta efnahag landsins. Enginn þessara málaflokka hefur verið ofhaldinn á þessu kjörtímabili en þar hefur hins vegar ríkt ríkur skilningur á hinni erfiðu stöðu ríkisfjármála. Það sem hefur svo bjargað grunnstoðunum frá frekari og skaðlegri niðurskurði eru þær breytingar sem hafa verið gerðar á skattkerfinu, skattkerfisbreytingar sem hafa aukið skattbyrði hinna tekjuhæstu en lækkað hana hjá þeim tekjulægstu, og aflað þannig ríkissjóði aukinna tekna til þessara málaflokka.Snúum vörn í sókn Nú þarf hins vegar að snúa vörn í sókn og fyrsta skrefið er að viðurkenna störf þeirra sem bera uppi heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfið frá degi til dags. Það er staðreynd að kjör þeirra sem þar starfa eru ekki í samræmi við mikilvægi þeirra fyrir samfélagið. Á nýju kjörtímabili eigum við því að sameinast um að bæta kjör þessara stétta umfram annarra. Í öðru lagi þurfum við að tryggja eðlilega fjármögnun þessara kerfa. Gera þarf átak í því að endurnýja og bæta tækjakost og starfsaðstöðu. Auk þess þurfum við að fullfjármagna bæði háskólana og framhaldsskólana sem hafa verið vanfjármagnaðir frá því löngu fyrir hrun. Þá þurfum við að tryggja námsmönnum framfærslustuðning svo þeir geti einbeitt sér að námi sínu, annars vegar með því að efla Lánasjóð íslenskra námsmanna og koma á því kerfi að hluti lána falli niður og breytist í styrk að loknu námi, og hins vegar að koma á fót nýju framfærslukerfi sem tryggir þeim framfærslu sem vilja fara af vinnumarkaði og sækja nám á framhaldsskólastigi. Í þriðja lagi þurfum við að bæta stöðu barnafjölskyldna og tekjulágra, þar á meðal aldraðra og öryrkja. Það gerum við með því að efla barnabótakerfið, vaxtabótakerfið og hækka tekjuþak fæðingarorlofssjóðs. Auk þess þarf að gera frumvarp um almannatryggingakerfið, sem lagt var fram á Alþingi nú í vor, að lögum og tryggja fulla fjármögnun þess.Fjárfesting Við lítum á þessi verkefni sem fjárfestingu til framtíðar – fjárfestingu í okkur sjálfum til að virkja þann mannauð sem við búum yfir. Heilbrigðiskerfi sem tryggir jafnan aðgang að góðri og áreiðanlegri þjónustu eykur lífsgæði okkar. Efling menntakerfisins skapar aukin tækifæri og leggur grunn að velsæld. Öflugra velferðarkerfi tryggir aukinn jöfnuð og þannig farsælla samfélag. Eitt helsta verkefni stjórnvalda er að búa Ísland undir áskoranir og tækifæri 21. aldarinnar. Þar munu aukinn jöfnuður og bætt aðgengi að góðri menntun og heilbrigðisþjónustu leika lykilhlutverk. Mannauðurinn er lykill að framtíðinni ekki síður en auðlindir hafs og lands og hann verður hámarkaður með því að skapa samfélag jafnaðar. Miðað við núverandi efnahagshorfur og óbreytt skattkerfi er raunhæft að hefja sókn í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum. Vinstri græn vilja hefja slíka sókn með því að auka framlög ríkissjóðs til þessara málaflokka samhliða því að hefja niðurgreiðslur skulda þjóðarbúsins.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun