Ryan Gosling er sagður líklegastur til að hreppa hlutverk fatlaða íþróttamannsins Oscars Pistorius í nýrri kvikmynd um ævi hans sem er í undirbúningi.
Pistorius var sleppt úr haldi lögreglu gegn lausnargjaldi eftir að hafa verið grunaður um að hafa skotið kærustuna sína til bana.
Tvær myndir með Gosling eru væntanlegar á þessu ári, The Place Beyond The Pines og Only God Forgives. Síðar á þessu ári ætlar hann að taka sér frí frá kvikmyndaleik og leikstýra sinni fyrstu mynd. Hún nefnist How to Catch a Monster og semur Gosling einnig handritið.
Gosling sem Pistorius?
