Krafan um afnám verðtryggingar er ákall um ESB-aðild Bolli Héðinsson skrifar 26. mars 2013 06:00 Þeir sem krefjast afnáms verðtryggingar hafa ekki svarað því hvað eigi að koma í staðinn fyrir hana. Án verðtryggingar er ekki hægt að styðjast við íslenska krónu, fyrir því hafa verið færð sannfærandi rök í úttektum og skýrslum á undanförnum misserum. Einnig má benda á að Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fjallaði um afnám verðtryggingar og komst að sömu niðurstöðu, að verðtryggingin væri óhjákvæmilegur fylgifiskur krónunnar. Það er ekki svo að verðtrygging hafi verið fundin upp af kölska í þeim eina tilgangi að koma heimilum á kaldan klaka. Verðtrygging þjónar ákveðnum tilgangi og mikil sátt ríkti í þjóðfélaginu um upptöku hennar á sínum tíma. Verðtryggingin leysti vanda sem þá var við að glíma og gerði lánveitingar til langs tíma mögulegar. Verðtryggingu fylgja aftur á móti verulegir ókostir sem hafa komið fram með skýrari hætti á seinni árum og vega ókostir hennar þyngra í umræðunni um þessar mundir.Skortur á samkeppni Ef hér á landi ríkti samkeppni á fjármálamarkaði myndu fjármálastofnanir sjá sér leik á borði og bjóða upp á fleiri tegundir lána en þau hefðbundnu vísitölulán sem okkur bjóðast í dag. Óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum eru kostur sem margir hafa nú kosið að nýta sér og á eftir að sýna sig hvernig reynast í íslensku efnahagsumhverfi. Önnur lánaafbrigði hljóta einnig að koma til greina, t.d. 1. lán með verðtryggingarþaki þannig að lán hækki ekki yfir fyrirfram umsamin mörk. 2. fasteignalán þar sem fasteignin ein er sett að veði, án sjálfskuldarábyrgðar, þannig að lántakandi geti skilað inn lykli að eigninni og verið skuldlaus, lendi hann í erfiðleikum með afborganir. Báðar þessar leiðir eru færar og ekkert nema skortur á samkeppni á fjármálamarkaði kemur í veg fyrir að þær séu nú þegar í boði. Rétt er að benda á að sá sem tekur lán á þessum kjörum, annaðhvort með verðtryggingarþaki eða „lyklaákvæði“ þyrfti sjálfsagt að greiða töluvert hærri vexti en sá sem tekur hefðbundið verðtryggt lán. Lánastofnun eða lífeyrissjóður, sem veitti slík lán, myndi meta þessi ákvæði lánasamningsins sem viðbótaráhættu sem þyrfti að ná inn fyrir með hærri vöxtum. Allt ber þetta þó að sama brunni, hér á landi ríkir ekki samkeppni á fjármálamarkaði og eina vonin til að hér megi búast við samkeppni, verður ekki fyrr en erlendir bankar sjá ástæðu til að opna hér útibú. Það er ekki líklegt til að freista þeirra, fyrr en við tökum upp annan gjaldmiðil. Enn hefur ekki verið sýnt fram á að Íslendingum standi neinir aðrir gjaldmiðlar til boða en evra, í kjölfar aðildar að ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem krefjast afnáms verðtryggingar hafa ekki svarað því hvað eigi að koma í staðinn fyrir hana. Án verðtryggingar er ekki hægt að styðjast við íslenska krónu, fyrir því hafa verið færð sannfærandi rök í úttektum og skýrslum á undanförnum misserum. Einnig má benda á að Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fjallaði um afnám verðtryggingar og komst að sömu niðurstöðu, að verðtryggingin væri óhjákvæmilegur fylgifiskur krónunnar. Það er ekki svo að verðtrygging hafi verið fundin upp af kölska í þeim eina tilgangi að koma heimilum á kaldan klaka. Verðtrygging þjónar ákveðnum tilgangi og mikil sátt ríkti í þjóðfélaginu um upptöku hennar á sínum tíma. Verðtryggingin leysti vanda sem þá var við að glíma og gerði lánveitingar til langs tíma mögulegar. Verðtryggingu fylgja aftur á móti verulegir ókostir sem hafa komið fram með skýrari hætti á seinni árum og vega ókostir hennar þyngra í umræðunni um þessar mundir.Skortur á samkeppni Ef hér á landi ríkti samkeppni á fjármálamarkaði myndu fjármálastofnanir sjá sér leik á borði og bjóða upp á fleiri tegundir lána en þau hefðbundnu vísitölulán sem okkur bjóðast í dag. Óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum eru kostur sem margir hafa nú kosið að nýta sér og á eftir að sýna sig hvernig reynast í íslensku efnahagsumhverfi. Önnur lánaafbrigði hljóta einnig að koma til greina, t.d. 1. lán með verðtryggingarþaki þannig að lán hækki ekki yfir fyrirfram umsamin mörk. 2. fasteignalán þar sem fasteignin ein er sett að veði, án sjálfskuldarábyrgðar, þannig að lántakandi geti skilað inn lykli að eigninni og verið skuldlaus, lendi hann í erfiðleikum með afborganir. Báðar þessar leiðir eru færar og ekkert nema skortur á samkeppni á fjármálamarkaði kemur í veg fyrir að þær séu nú þegar í boði. Rétt er að benda á að sá sem tekur lán á þessum kjörum, annaðhvort með verðtryggingarþaki eða „lyklaákvæði“ þyrfti sjálfsagt að greiða töluvert hærri vexti en sá sem tekur hefðbundið verðtryggt lán. Lánastofnun eða lífeyrissjóður, sem veitti slík lán, myndi meta þessi ákvæði lánasamningsins sem viðbótaráhættu sem þyrfti að ná inn fyrir með hærri vöxtum. Allt ber þetta þó að sama brunni, hér á landi ríkir ekki samkeppni á fjármálamarkaði og eina vonin til að hér megi búast við samkeppni, verður ekki fyrr en erlendir bankar sjá ástæðu til að opna hér útibú. Það er ekki líklegt til að freista þeirra, fyrr en við tökum upp annan gjaldmiðil. Enn hefur ekki verið sýnt fram á að Íslendingum standi neinir aðrir gjaldmiðlar til boða en evra, í kjölfar aðildar að ESB.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun