Krafan um afnám verðtryggingar er ákall um ESB-aðild Bolli Héðinsson skrifar 26. mars 2013 06:00 Þeir sem krefjast afnáms verðtryggingar hafa ekki svarað því hvað eigi að koma í staðinn fyrir hana. Án verðtryggingar er ekki hægt að styðjast við íslenska krónu, fyrir því hafa verið færð sannfærandi rök í úttektum og skýrslum á undanförnum misserum. Einnig má benda á að Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fjallaði um afnám verðtryggingar og komst að sömu niðurstöðu, að verðtryggingin væri óhjákvæmilegur fylgifiskur krónunnar. Það er ekki svo að verðtrygging hafi verið fundin upp af kölska í þeim eina tilgangi að koma heimilum á kaldan klaka. Verðtrygging þjónar ákveðnum tilgangi og mikil sátt ríkti í þjóðfélaginu um upptöku hennar á sínum tíma. Verðtryggingin leysti vanda sem þá var við að glíma og gerði lánveitingar til langs tíma mögulegar. Verðtryggingu fylgja aftur á móti verulegir ókostir sem hafa komið fram með skýrari hætti á seinni árum og vega ókostir hennar þyngra í umræðunni um þessar mundir.Skortur á samkeppni Ef hér á landi ríkti samkeppni á fjármálamarkaði myndu fjármálastofnanir sjá sér leik á borði og bjóða upp á fleiri tegundir lána en þau hefðbundnu vísitölulán sem okkur bjóðast í dag. Óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum eru kostur sem margir hafa nú kosið að nýta sér og á eftir að sýna sig hvernig reynast í íslensku efnahagsumhverfi. Önnur lánaafbrigði hljóta einnig að koma til greina, t.d. 1. lán með verðtryggingarþaki þannig að lán hækki ekki yfir fyrirfram umsamin mörk. 2. fasteignalán þar sem fasteignin ein er sett að veði, án sjálfskuldarábyrgðar, þannig að lántakandi geti skilað inn lykli að eigninni og verið skuldlaus, lendi hann í erfiðleikum með afborganir. Báðar þessar leiðir eru færar og ekkert nema skortur á samkeppni á fjármálamarkaði kemur í veg fyrir að þær séu nú þegar í boði. Rétt er að benda á að sá sem tekur lán á þessum kjörum, annaðhvort með verðtryggingarþaki eða „lyklaákvæði“ þyrfti sjálfsagt að greiða töluvert hærri vexti en sá sem tekur hefðbundið verðtryggt lán. Lánastofnun eða lífeyrissjóður, sem veitti slík lán, myndi meta þessi ákvæði lánasamningsins sem viðbótaráhættu sem þyrfti að ná inn fyrir með hærri vöxtum. Allt ber þetta þó að sama brunni, hér á landi ríkir ekki samkeppni á fjármálamarkaði og eina vonin til að hér megi búast við samkeppni, verður ekki fyrr en erlendir bankar sjá ástæðu til að opna hér útibú. Það er ekki líklegt til að freista þeirra, fyrr en við tökum upp annan gjaldmiðil. Enn hefur ekki verið sýnt fram á að Íslendingum standi neinir aðrir gjaldmiðlar til boða en evra, í kjölfar aðildar að ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem krefjast afnáms verðtryggingar hafa ekki svarað því hvað eigi að koma í staðinn fyrir hana. Án verðtryggingar er ekki hægt að styðjast við íslenska krónu, fyrir því hafa verið færð sannfærandi rök í úttektum og skýrslum á undanförnum misserum. Einnig má benda á að Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fjallaði um afnám verðtryggingar og komst að sömu niðurstöðu, að verðtryggingin væri óhjákvæmilegur fylgifiskur krónunnar. Það er ekki svo að verðtrygging hafi verið fundin upp af kölska í þeim eina tilgangi að koma heimilum á kaldan klaka. Verðtrygging þjónar ákveðnum tilgangi og mikil sátt ríkti í þjóðfélaginu um upptöku hennar á sínum tíma. Verðtryggingin leysti vanda sem þá var við að glíma og gerði lánveitingar til langs tíma mögulegar. Verðtryggingu fylgja aftur á móti verulegir ókostir sem hafa komið fram með skýrari hætti á seinni árum og vega ókostir hennar þyngra í umræðunni um þessar mundir.Skortur á samkeppni Ef hér á landi ríkti samkeppni á fjármálamarkaði myndu fjármálastofnanir sjá sér leik á borði og bjóða upp á fleiri tegundir lána en þau hefðbundnu vísitölulán sem okkur bjóðast í dag. Óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum eru kostur sem margir hafa nú kosið að nýta sér og á eftir að sýna sig hvernig reynast í íslensku efnahagsumhverfi. Önnur lánaafbrigði hljóta einnig að koma til greina, t.d. 1. lán með verðtryggingarþaki þannig að lán hækki ekki yfir fyrirfram umsamin mörk. 2. fasteignalán þar sem fasteignin ein er sett að veði, án sjálfskuldarábyrgðar, þannig að lántakandi geti skilað inn lykli að eigninni og verið skuldlaus, lendi hann í erfiðleikum með afborganir. Báðar þessar leiðir eru færar og ekkert nema skortur á samkeppni á fjármálamarkaði kemur í veg fyrir að þær séu nú þegar í boði. Rétt er að benda á að sá sem tekur lán á þessum kjörum, annaðhvort með verðtryggingarþaki eða „lyklaákvæði“ þyrfti sjálfsagt að greiða töluvert hærri vexti en sá sem tekur hefðbundið verðtryggt lán. Lánastofnun eða lífeyrissjóður, sem veitti slík lán, myndi meta þessi ákvæði lánasamningsins sem viðbótaráhættu sem þyrfti að ná inn fyrir með hærri vöxtum. Allt ber þetta þó að sama brunni, hér á landi ríkir ekki samkeppni á fjármálamarkaði og eina vonin til að hér megi búast við samkeppni, verður ekki fyrr en erlendir bankar sjá ástæðu til að opna hér útibú. Það er ekki líklegt til að freista þeirra, fyrr en við tökum upp annan gjaldmiðil. Enn hefur ekki verið sýnt fram á að Íslendingum standi neinir aðrir gjaldmiðlar til boða en evra, í kjölfar aðildar að ESB.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar