Fjárfestingar í fullum gangi Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 20. mars 2013 06:00 Mjög er rætt um að auka þurfi þjóðartekjur og hagvöxt og að besta ráðið til þess sé að örva fjárfestingar. En þar er við ramman reip að draga og ytri aðstæður hafa verið okkur mótdrægar. Hagvöxtur er lítill í helstu viðskiptalöndum og sums staðar neikvæður eins og í Bretlandi um þessar mundir. Sjálf neyðumst við til að beita gjaldeyrishöftum og heimilin í landinu líða fyrir óstöðugleika gjaldmiðilsins. Forystumenn í atvinnulífinu og raunar þjóðin öll skynjar æ betur að á vandanum verður að taka og engum dyrum má loka. Þannig vill nú 61 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýlegri könnun ljúka aðildarviðræðum við ESB.Tíu milljarðar á þessu ári Ríkisstjórnin getur borið höfuðið hátt í þessum efnum. Margvísleg verkefni og framkvæmdir, sem falla undir fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar, eru nú hafnar eða eru á undirbúningsstigi. Þær eru fjármagnaðar með arði af eignarhlutum ríkisins í bönkunum og veiðigjaldi sem lögleitt var á síðasta ári. Samtals nema fjárfestingar í krafti áætlunar ríkisstjórnarinnar 10,3 milljörðum króna á þessu ári; 4,2 milljarðar króna renna til hennar af veiðigjaldinu en um 6,1 milljarður er arðgreiðslur vegna eignarhluta í bönkunum. Fjárfestingaráætlunin, sem kynnt var snemma sumars í fyrra, gerði okkur kleift að flýta samgöngubótum en áætlað er að 2,5 milljarðar renni til þeirra á þessu ári. Tilboð verða opnuð innan tíðar í Norðfjarðargöng og ráðgert er að hefja framkvæmdir síðsumars. Einnig verður 640 milljónum króna varið á þessu ári til framkvæmda við Landeyjahöfn og til hönnunar nýs Herjólfs. Framlag til rannsókna- og tækniþróunarsjóða hefur verið aukið um 1,3 milljarða króna. Ég veit að það mælist hvarvetna vel fyrir enda þurfum við í sífellt meiri mæli að treysta á sérhæfða kunnáttu og tækniþekkingu í atvinnulífinu. Fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar var frá upphafi ætlað að örva skapandi greinar, auka veg græna hagkerfisins og efla hag ferðaþjónustunnar. Þannig hafa framlög til Kvikmyndasjóðs verið hækkuð um 82 prósent á þessu ári. Framlög til verkefnissjóða lista og skapandi greina hækka um 250 milljónir króna. Hálfum milljarði króna verður varið til uppbyggingar ferðamannastaða. Ekki er óalgengt að annað eins komi frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem mótframlag. Í nafni áætlunarinnar verður stofnaður grænn fjárfestingarsjóður með 500 milljóna króna framlagi. Hann verður vistaður í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og styður þar m.a. starfsemi Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Þá er ráðgert að verja öðrum 280 milljónum króna á vegum forsætisráðuneytisins til að auka fjölbreytni atvinnulífsins og örva græna hagkerfið.Menningin skapar verðmæti Nýverið var tekin skóflustunga að nýju húsi íslenskra fræða við Háskóla Íslands. Þar verður Árnastofnun til húsa í framtíðinni, handritin okkar dýrmætu og menningardeild Háskóla Íslands. Opinbert framlag til framkvæmdanna er hluti fjárfestingaráætlunarinnar og nemur 800 milljónum króna. Aðrar 600 milljónir króna til verksins koma frá Happdrætti Háskóla Íslands. Þá hefur samist um leigu á Perlunni undir Náttúruminjasafn Íslands, en 500 milljónum króna verður varið til safnsins á þessu ári af fjármunum fjárfestingaráætlunarinnar. Margt fleira mætti nefna, eins og framkvæmdir við fjölsótta ferðamannastaði sem miða að vernd friðlýstra svæða. Það er líka ánægjulegt og viðeigandi nú í „Hönnunarmars“ að jafnframt auknum framlögum til verkefnissjóða lista og skapandi greina hafa verið stofnaðir nýir sjóðir eins og Hönnunarsjóður og Handverkssjóður. Allt sem hér er nefnt snertir verkefni sem hafin eru eða eru í undirbúningi. Ríkisstjórnin hefur því ótrauð stuðlað að fjárfestingum og tekist að fjármagna þær með arði af eignum og auðlindum þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Jóhanna Sigurðardóttir Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Sjá meira
Mjög er rætt um að auka þurfi þjóðartekjur og hagvöxt og að besta ráðið til þess sé að örva fjárfestingar. En þar er við ramman reip að draga og ytri aðstæður hafa verið okkur mótdrægar. Hagvöxtur er lítill í helstu viðskiptalöndum og sums staðar neikvæður eins og í Bretlandi um þessar mundir. Sjálf neyðumst við til að beita gjaldeyrishöftum og heimilin í landinu líða fyrir óstöðugleika gjaldmiðilsins. Forystumenn í atvinnulífinu og raunar þjóðin öll skynjar æ betur að á vandanum verður að taka og engum dyrum má loka. Þannig vill nú 61 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýlegri könnun ljúka aðildarviðræðum við ESB.Tíu milljarðar á þessu ári Ríkisstjórnin getur borið höfuðið hátt í þessum efnum. Margvísleg verkefni og framkvæmdir, sem falla undir fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar, eru nú hafnar eða eru á undirbúningsstigi. Þær eru fjármagnaðar með arði af eignarhlutum ríkisins í bönkunum og veiðigjaldi sem lögleitt var á síðasta ári. Samtals nema fjárfestingar í krafti áætlunar ríkisstjórnarinnar 10,3 milljörðum króna á þessu ári; 4,2 milljarðar króna renna til hennar af veiðigjaldinu en um 6,1 milljarður er arðgreiðslur vegna eignarhluta í bönkunum. Fjárfestingaráætlunin, sem kynnt var snemma sumars í fyrra, gerði okkur kleift að flýta samgöngubótum en áætlað er að 2,5 milljarðar renni til þeirra á þessu ári. Tilboð verða opnuð innan tíðar í Norðfjarðargöng og ráðgert er að hefja framkvæmdir síðsumars. Einnig verður 640 milljónum króna varið á þessu ári til framkvæmda við Landeyjahöfn og til hönnunar nýs Herjólfs. Framlag til rannsókna- og tækniþróunarsjóða hefur verið aukið um 1,3 milljarða króna. Ég veit að það mælist hvarvetna vel fyrir enda þurfum við í sífellt meiri mæli að treysta á sérhæfða kunnáttu og tækniþekkingu í atvinnulífinu. Fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar var frá upphafi ætlað að örva skapandi greinar, auka veg græna hagkerfisins og efla hag ferðaþjónustunnar. Þannig hafa framlög til Kvikmyndasjóðs verið hækkuð um 82 prósent á þessu ári. Framlög til verkefnissjóða lista og skapandi greina hækka um 250 milljónir króna. Hálfum milljarði króna verður varið til uppbyggingar ferðamannastaða. Ekki er óalgengt að annað eins komi frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem mótframlag. Í nafni áætlunarinnar verður stofnaður grænn fjárfestingarsjóður með 500 milljóna króna framlagi. Hann verður vistaður í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og styður þar m.a. starfsemi Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Þá er ráðgert að verja öðrum 280 milljónum króna á vegum forsætisráðuneytisins til að auka fjölbreytni atvinnulífsins og örva græna hagkerfið.Menningin skapar verðmæti Nýverið var tekin skóflustunga að nýju húsi íslenskra fræða við Háskóla Íslands. Þar verður Árnastofnun til húsa í framtíðinni, handritin okkar dýrmætu og menningardeild Háskóla Íslands. Opinbert framlag til framkvæmdanna er hluti fjárfestingaráætlunarinnar og nemur 800 milljónum króna. Aðrar 600 milljónir króna til verksins koma frá Happdrætti Háskóla Íslands. Þá hefur samist um leigu á Perlunni undir Náttúruminjasafn Íslands, en 500 milljónum króna verður varið til safnsins á þessu ári af fjármunum fjárfestingaráætlunarinnar. Margt fleira mætti nefna, eins og framkvæmdir við fjölsótta ferðamannastaði sem miða að vernd friðlýstra svæða. Það er líka ánægjulegt og viðeigandi nú í „Hönnunarmars“ að jafnframt auknum framlögum til verkefnissjóða lista og skapandi greina hafa verið stofnaðir nýir sjóðir eins og Hönnunarsjóður og Handverkssjóður. Allt sem hér er nefnt snertir verkefni sem hafin eru eða eru í undirbúningi. Ríkisstjórnin hefur því ótrauð stuðlað að fjárfestingum og tekist að fjármagna þær með arði af eignum og auðlindum þjóðarinnar.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun