![](https://www.visir.is/i/9190460FF34CE3503876BC10071664CB03296FEDFAF4013EFA9130862F7BECE0_80x80.jpg)
Samfélagið verður sigurvegarinn!
Í mínum huga eiga stjórnmálin að snúast um það samfélag sem við viljum byggja upp og búa í, um þær ákvarðanir sem að því lúta og þar á enginn að þurfa að tapa. Nú í aðdraganda kosninga munu stjórnmálaflokkarnir setja fram sína stefnu, sem er til þess fallin að kynna samfélaginu þá leið sem þeir telja hyggilegast að fara. Stjórnmálamenn munu etja kappi, aðallega á velli fjölmiðlanna, og reyna að koma hugmyndum sínum á framfæri í þeim tilgangi að sannfæra kjósendur, heimilin og fyrirtækin um hina ?réttu leið?. Svona hef ég upplifað stjórnmálin frá því ég fór að fylgjast með og upplifa þennan kappleik. Ég hreifst gjarnan af kappsfullum og mælskum stjórnmálamönnum sem fóru mikinn í orðræðu, svöruðu skarplega og fimlega öllum andmælum og hljómuðu svo sannfærandi að ég trúði því að þarna væri sannleikann að finna. Þeir höfðu andstæðinginn undir.
Samfélagið í uppnámi
Þrátt fyrir misvísandi skilaboð í öllu því upplýsingaflæði sem dembist yfir okkur á prenti, á netinu og öldum ljósvakans held ég að enginn geti mælt því mót að samfélagið er í besta falli í uppnámi. Heimilin búa við stökkbreyttar skuldir, rýrnandi kaupmátt, skertar ráðstöfunartekjur, sífelldar og almennar verðhækkanir, atvinnuleysi og ofan á allt það stöðugar breytingar á skattkerfinu og skattahækkanir. Fyrirtækin búa við óstöðugt efnahagsumhverfi, skattabreytingar, skattahækkanir og heilu atvinnugreinarnar búa við algera óvissu. Allt hefur þetta lamandi áhrif á samfélagið, heimilin halda að sér höndum og fyrirtækin hafa minna svigrúm til fjárfestinga og mannaráðninga. Í þessum kappleik tapa allir. Þetta kallast tilfinning taparans.
Til að snúa ósigri í sigur þurfum við leiðandi afl, sem hefur hið sanna hugarfar. Afl sem hikar ekki við að taka ákvarðanir, hefur vilja til að takast á við breytingar og umfram allt hefur kjark og dug til þess að koma á umbreytingum. Til þess að framfylgja breytingum og ná þeim árangri sem stefnt er að þarf að koma til þrautseigja og skuldbinding á verkefnin, þeir lykilþættir sem rannsóknir sýna að þurfi til í leitinni að árangri. Í samfélaginu er ákall um slíka forystu.
Fyrir skemmstu unnum við öll mikilvægan sigur í Icesave-málinu. Sá sigur vannst fyrir slíkan dugnað, forystu dugandi fólks, skuldbindingu á verkefnið, þrautseigju og ástríðu fyrir hagsmunum þjóðar.
Nú þarf ekkert minna en að hrinda af stað umbreytingarferli sem felur í sér bætt kjör heimila og fyrirtækja. Lykilmálin eru leiðrétting á skuldum og afnám verðtryggingar. Þar er á ferðinni réttlætismál og forsenda hagvaxtaraukningar. Einfalda þarf skattkerfið og lækka skatta eins og t.d. tryggingagjald.
Munurinn á þessum kappleik og hefðbundnum íþróttakappleik er að hér, líkt og í Icesave-málinu, sigra allir. Samfélagið allt er undir og verður hinn eini sanni sigurvegari. Vinnum saman og ráðumst í breytingar.
Árangurinn mun byggja á hugarfarinu. Framsókn fyrir heimilin.
Skoðun
![](/i/106DAA0D92124694EAD0F6E3405FA465DD37D4B4F505B313B0E2C056CC36E3EB_390x390.jpg)
Að lesa Biblíuna eins og Njálu
Örn Bárður Jónsson skrifar
![](/i/04B446492EB2B07DD45513C5E565B4A434DC6AA9E2AB44837FE651EBC1A9E540_390x390.jpg)
Þora ekki í skólann
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
![](/i/9F2BFA7D1EFB1D1FD06A83C2D6BB44C626D1F818220F3B49B2596EC7A7E9A760_390x390.jpg)
Græn borg
Auður Elva Kjartansdóttir skrifar
![](/i/2B5D664FE595895A82E86FD921B1A795EBC302C945350052958F9A3BB9017279_390x390.jpg)
Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda?
Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
![](/i/6781EA64D59EFE3F1986F377E35CF7800EEB426C611AA8C50A8C8D4E82960FA9_390x390.jpg)
Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál?
Ágústa Ágústsdóttir skrifar
![](/i/573217FFCD8BB72BE71DA32C70FF1A5BBC533585497893444278BF4F8C67D73F_390x390.jpg)
Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður
Guðni Ívar Guðmundsson skrifar
![](/i/54FF5E5E5054C5E53CE901EDA17793A746CB03CAF6A7A4D353C3EB0EB417E031_390x390.jpg)
Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu
Einar Mikael Sverrisson skrifar
![](/i/C0FF1229AF47DB767704F05E803BADEF414352B79AD75406784129BA661DA97B_390x390.jpg)
Staða hjúkrunar
Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar
![](/i/E36E982D3C670AC7BAADB1F2ECC4C207AB2B28F6335AF3A48C154BAE2191D445_390x390.jpg)
Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar
Erik Figueras Torras skrifar
![](/i/CA2B84CD303E9BE3AC509D2D7DDDD0904126F52FA311BE8CBA53CE87AB8C5BBC_390x390.jpg)
Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga
Einar Hannesson skrifar
![](/i/68AA77180E206927CF9A010C1AF7BB498DC8F9F00E1F72967EE2F772315DDE7E_390x390.jpg)
Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
![](/i/DEF65D1C5DB0040BF193E4061CD8D518BAE40CFD5E28791B034EDDC615C6E41E_390x390.jpg)
Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
![](/i/41E4B2B458637A9C627FD0811EF6F318169FA199286A9F16931D6F87982EBD59_390x390.jpg)
VR og ungt fólk
Halla Gunnarsdóttir skrifar
![](/i/E1329002BEAE73504F51C8449BA428B4CE4E71F632E800AEBA48B4DE2D6BE6B4_390x390.jpg)
Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum?
Ólafur Stephensen skrifar
![](/i/E329664B1EFEFB91E6F1391DE0C91BE0CE9FC95022B056EED9B523780822F4B6_390x390.jpg)
Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja?
Eiður Ragnarsson skrifar
![](/i/9300861ED23315C780A6C38249DB99A72F584E1632F501E00A441D1D532E774B_390x390.jpg)
Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus
Sigvaldi Einarsson skrifar
![](/i/4FC71C8814ABA3216E076F78EFB0D05002BB0648685C8E488C44A033D705E949_390x390.jpg)
Skaut kennaraforystan sig í fótinn
Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
![](/i/C29D4A60E88A52187285E5DA0D77F11CB1AEDF65E359ADE3BDA4F097E176DC77_390x390.jpg)
„Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“
Viðar Hreinsson skrifar
![](/i/2D4D31519A54B12D9D1E2B65E61C47C8C48824118393068376D63FC92D97EFB9_390x390.jpg)
Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024
Helga Vala Helgadóttir skrifar
![](/i/E69840E85A48D96AE0B1B1F35D172E7306588F76BE6ABF8709238FB311C670DD_390x390.jpg)
Ég er karl með vesen
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar
![](/i/3FB8A934A4AD663687E15997005DDD26A0FF307A79DFFE7CC9F3929C9D6DE9F4_390x390.jpg)
Áslaug Arna: Hamhleypa til verka
Þórður Gunnarsson skrifar
![](/i/77F4334A98C423BEBB46B5E79B4603312E75AA18E25E868420F1213147F7BCEC_390x390.jpg)
Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál
Skúli Bragi Geirdal skrifar
![](/i/6334F8E6F0CDCEFC058986C2AECE96ADF54F52F9082021A70DFF467DE7122400_390x390.jpg)
Aukin framrúðutjón á vegum landsins
Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar
![](/i/3DBAD15603349EB11C8A7038C3E876C0A2DA4350B20E0CBCF4AC4DE28284FDD4_390x390.jpg)
Ísland í hnotskurn
Hanna Lára Steinsson skrifar
![](/i/FA796A7ECA5EE38E88F5E75270898BF8FCACA60ED78D13F00636BD6122EC51FE_390x390.jpg)
„Löngum var ég læknir minn ...“
Þorsteinn Siglaugsson skrifar
![](/i/80BE6D828C2383F5B15A9F9783396B28926354E6BB6582A038C561FF35BCB294_390x390.jpg)
Hinir ósnertanlegu
Björn Ólafsson skrifar
![](/i/0AD591B475824502C50BCDAB8FD498B5D143FBED3D3FBD09FA25EC1D7F32E2E7_390x390.jpg)
Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá
Birgir Dýrfjörð skrifar
![](/i/E84AC1753925A7FB031A2A5F8FD5410A011AC360FF83EA200B5A1EE491FAE48A_390x390.jpg)
Þegar misvitringar leika listina að ljúga
Kristján Logason skrifar
![](/i/B8175C95E5E1F9C661E0AD3C3104188E58CC2052B65EDE96395A28E1BB5E5C49_390x390.jpg)
Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði
Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
![](/i/2486A49A9AE8A191EE543008E543301D0F52118CBF9F4E25DC2DED0D46527DF9_390x390.jpg)
Kæra sjálfstæðisfólk
Snorri Ásmundsson skrifar