Ísland og ESB: Tækifærin sem bíða Össur Skarphéðinsson skrifar 13. mars 2013 06:00 Tveir menn stigu fram í liðinni viku og hvöttu til þess að við lykjum aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Annar var Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem benti réttilega á í ræðu sinni á aðalfundi SA að Ísland myndi ekki ná að vaxa og halda úti öflugu atvinnulífi, vinnu og velferð án myntar sem er gjaldgeng í milliríkjaviðskiptum. Hinn var Björgólfur Jóhannsson, einn af bestu viðskiptamönnum landsins og nýkjörinn formaður stjórnar SA. Hann undirstrikaði mikilvægi þess að fá efnislega niðurstöðu í Evrópumálunum. Svona eiga sýslumenn að vera!Haltrandi króna í höftum Stærsta tækifærið sem bíður felst í stöðugra efnahagsumhverfi og tækifærið til að skipta út krónu fyrir sterka evru. Aðild að ESB myndi skapa skilyrði fyrir sjálfbærum hagvexti, aukinni fjárfestingu, fleiri og fjölbreyttari störfum. Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að hér verði öflug velferð, gott mennta- og heilbrigðiskerfi. En þetta krefst þess að umhverfi fyrirtækjanna og heimilanna sé stöðugt og traust. Annars bresta gjarðir. Krónan er þyngsti skatturinn sem Íslendingar verða að axla. Allir Íslendingar sjá á hverjum degi að íslenska krónan er uppspretta óstöðugleika, verðbólguvaldur. Kauphækkanir venjulegs fólks þurrkast nánast út á einu bretti þegar verðbólgan geysist af stað og lánin okkar hækka. Valkostirnir sem við stöndum frammi fyrir, og skýrsla Seðlabankans útskýrði svo vel, eru tveir, og bara tveir: Ætlum við að gera enn eina tilraunina með draghalta krónu í höftum eða viljum við treysta umgjörð efnahagslífsins með upptöku evru?Tækifæri með aðild Gríðarleg tækifæri opnast í byggðamálum með aðild að Evrópusambandinu. Við sjáum æ betur að aðild Íslands að ESB mun valda byltingu í byggðamálum. Íslensk sveitarfélög og fyrirtæki myndu eiga kost á margháttuðum stuðningi við atvinnu- og nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni. Aðildin myndi gjörbylta möguleikum veikra jaðarbyggða til að fá nýtt blóð í æðar, nýjar stoðir til að standa á, nýtt líf til framtíðar. Vestfirðir, Strandir, norðausturhornið þar sem aðild gæti bjargað byggð á Raufarhöfn, styrkt á Kópaskeri og Þórshöfn, Þingeyjarsveit, og sunnanlands eru Skaftárhreppur og Suðurnes rakin dæmi um hvernig aðild gæti fært mikilvægt fjármagn, og sterka byggðastefnu inn á svæðin – og beinlínis bjargað þeim til framtíðar. Aðild myndi opna markaði fyrir fullunnar sjávarafurðir sem í dag eru tollaðar. Íslenskur sjávarútvegur myndi fá tækifæri til að vaxa áfram og vinna betur fiskinn hér heima. Markaðir myndu líka opnast fyrir íslenskar hágæðaafurðir í landbúnaði, um leið og íslenskir neytendur myndu fá fjölbreyttari mat í hillurnar með afnámi tolla. Íslensk framleiðsla þarf ekkert að óttast. Tómatar, paprikur og gúrkur verða áfram ástfóstur landans, líkt og lambakjötið, skyrið og mjólkin. En allar þessar afurðir myndu blómstra á syllum velstæðra neytenda sem sækjast eftir miklum gæðum og vistvænni framleiðslu á 500 milljóna manna heimamarkaði.Sterkara fullveldi – íslensk tunga Aðild myndi einnig treysta fullveldi Íslands. Við myndum taka skrefið frá því að vera frammi á gangi – eins og við erum í EES – inn í fundarherbergið sjálft. Fá sæti við borðið þar sem sameiginlegar ákvarðanir eru teknar. Við Íslendingar eigum fullt erindi inn í Evrópusambandið og höfum margt fram að færa, s.s á sviði sjávarútvegs, orkumála og jafnréttis, bæði okkur og samstarfsríkjum okkar til hagsbóta. Íslenska verður eitt af opinberum tungumálum ESB sem þýðir að okkar fólk getur talað íslensku á fundum, kjósi það svo, og öll skjöl verða á íslensku. Við munum fá fulltrúa í framkvæmdastjórn ESB, dómara í Evrópudómstólnum og þingmenn á Evrópuþinginu. Við eigum að vera stolt af því að vera Íslendingar. Klárum aðildarviðræðurnar, leggjum kalt mat á tækifærin sem eru fyrir hendi, metum áhrif aðildar á grundvelli aðildarsamnings og leyfum þjóðinni að eiga lokaorðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Tveir menn stigu fram í liðinni viku og hvöttu til þess að við lykjum aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Annar var Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem benti réttilega á í ræðu sinni á aðalfundi SA að Ísland myndi ekki ná að vaxa og halda úti öflugu atvinnulífi, vinnu og velferð án myntar sem er gjaldgeng í milliríkjaviðskiptum. Hinn var Björgólfur Jóhannsson, einn af bestu viðskiptamönnum landsins og nýkjörinn formaður stjórnar SA. Hann undirstrikaði mikilvægi þess að fá efnislega niðurstöðu í Evrópumálunum. Svona eiga sýslumenn að vera!Haltrandi króna í höftum Stærsta tækifærið sem bíður felst í stöðugra efnahagsumhverfi og tækifærið til að skipta út krónu fyrir sterka evru. Aðild að ESB myndi skapa skilyrði fyrir sjálfbærum hagvexti, aukinni fjárfestingu, fleiri og fjölbreyttari störfum. Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að hér verði öflug velferð, gott mennta- og heilbrigðiskerfi. En þetta krefst þess að umhverfi fyrirtækjanna og heimilanna sé stöðugt og traust. Annars bresta gjarðir. Krónan er þyngsti skatturinn sem Íslendingar verða að axla. Allir Íslendingar sjá á hverjum degi að íslenska krónan er uppspretta óstöðugleika, verðbólguvaldur. Kauphækkanir venjulegs fólks þurrkast nánast út á einu bretti þegar verðbólgan geysist af stað og lánin okkar hækka. Valkostirnir sem við stöndum frammi fyrir, og skýrsla Seðlabankans útskýrði svo vel, eru tveir, og bara tveir: Ætlum við að gera enn eina tilraunina með draghalta krónu í höftum eða viljum við treysta umgjörð efnahagslífsins með upptöku evru?Tækifæri með aðild Gríðarleg tækifæri opnast í byggðamálum með aðild að Evrópusambandinu. Við sjáum æ betur að aðild Íslands að ESB mun valda byltingu í byggðamálum. Íslensk sveitarfélög og fyrirtæki myndu eiga kost á margháttuðum stuðningi við atvinnu- og nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni. Aðildin myndi gjörbylta möguleikum veikra jaðarbyggða til að fá nýtt blóð í æðar, nýjar stoðir til að standa á, nýtt líf til framtíðar. Vestfirðir, Strandir, norðausturhornið þar sem aðild gæti bjargað byggð á Raufarhöfn, styrkt á Kópaskeri og Þórshöfn, Þingeyjarsveit, og sunnanlands eru Skaftárhreppur og Suðurnes rakin dæmi um hvernig aðild gæti fært mikilvægt fjármagn, og sterka byggðastefnu inn á svæðin – og beinlínis bjargað þeim til framtíðar. Aðild myndi opna markaði fyrir fullunnar sjávarafurðir sem í dag eru tollaðar. Íslenskur sjávarútvegur myndi fá tækifæri til að vaxa áfram og vinna betur fiskinn hér heima. Markaðir myndu líka opnast fyrir íslenskar hágæðaafurðir í landbúnaði, um leið og íslenskir neytendur myndu fá fjölbreyttari mat í hillurnar með afnámi tolla. Íslensk framleiðsla þarf ekkert að óttast. Tómatar, paprikur og gúrkur verða áfram ástfóstur landans, líkt og lambakjötið, skyrið og mjólkin. En allar þessar afurðir myndu blómstra á syllum velstæðra neytenda sem sækjast eftir miklum gæðum og vistvænni framleiðslu á 500 milljóna manna heimamarkaði.Sterkara fullveldi – íslensk tunga Aðild myndi einnig treysta fullveldi Íslands. Við myndum taka skrefið frá því að vera frammi á gangi – eins og við erum í EES – inn í fundarherbergið sjálft. Fá sæti við borðið þar sem sameiginlegar ákvarðanir eru teknar. Við Íslendingar eigum fullt erindi inn í Evrópusambandið og höfum margt fram að færa, s.s á sviði sjávarútvegs, orkumála og jafnréttis, bæði okkur og samstarfsríkjum okkar til hagsbóta. Íslenska verður eitt af opinberum tungumálum ESB sem þýðir að okkar fólk getur talað íslensku á fundum, kjósi það svo, og öll skjöl verða á íslensku. Við munum fá fulltrúa í framkvæmdastjórn ESB, dómara í Evrópudómstólnum og þingmenn á Evrópuþinginu. Við eigum að vera stolt af því að vera Íslendingar. Klárum aðildarviðræðurnar, leggjum kalt mat á tækifærin sem eru fyrir hendi, metum áhrif aðildar á grundvelli aðildarsamnings og leyfum þjóðinni að eiga lokaorðið.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun