Víkingurinn Guðmundur Eggert Stephensen getur náð sögulegum áfanga á Íslandsmótinu í borðtennis sem fer fram í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog um helgina.
Guðmundur getur nefnilega orðið Íslandsmeistari 20. árið í röð en hann varð fyrst Íslandsmeistari árið 1994, þá aðeins ellefu ára gamall. Guðmundur vann þrefalt í fimmtánda sinn í fyrra og hefur alls unnið 52 Íslandsmeistaratitla á ferlinum.
Guðmundur tapaði ekki lotu í einliðaleik á mótinu í fyrra og hefur ekki tapað lotu í úrslitaleiknum undanfarin sex ár.
Lilja Rós Jóhannesdóttir úr Víkingi hefur titil að verja hjá konunum en hún varð Íslandsmeistari í tíunda sinn í fyrra.
Mótið hefst klukkan 11 á laugardag en úrslitaleikirnir fara síðan fram á milli 11.30 og 14.30 á sunnudaginn.
Getur unnið tuttugasta árið í röð
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti



Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn
Fleiri fréttir
