Er lítið mál að lofa of miklu? Sighvatur Björgvinsson skrifar 26. febrúar 2013 06:00 Sumir frambjóðendur, jafnvel úr „mínum“ flokki, tala um að sanngjarnt sé að þeir sem lítið skulda greiði skuldir fyrir þá sem mikið skulda. Fáir eða engir þeirra leyfa sér þann munað að segja hvernig það skuli gert. Heill flokkur segist ætla að létta af skuldurum 20% skulda þeirra með „sanngjörnum“ hætti, en nefnd þurfi að starfa í sex mánuði til þess að hægt sé að útlista hvernig það skuli gert. Skili af sér fjórum mánuðum eftir kosningar!Einfalt reikningsdæmi Vandamál „hinnar sanngjörnu lausnar“ er hins vegar jafn einfalt og útfærslan virðist eiga að vera flókin. Eignir Íbúðalánasjóðs í verðtryggðum lánum til fasteignakaupa nema um 950 milljörðum króna. Ætli menn að lækka þá eignastöðu – skuldastöðu skuldara Íbúðalánasjóðs – um 20% þá kostar það 190 milljarða króna. Þetta á að gera í sjónhendingu. Þar sem ríkissjóður stendur á bak við Íbúðalánasjóð merkir það einfaldlega að ríkissjóður verður að leggja Íbúðalánasjóði til þá peninga. Samanlagðar tekjur ríkissjóðs af tekjusköttum allra einstaklinga í landinu eiga á næsta ári að nema 135,5 milljörðum króna. Þó tekjuskattar yrðu tvöfaldaðir – hæsta skattþrep þá um 90% af tekjum – þá dygði viðbótin ekki til. Þó tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti yrðu tvöfaldaðar með því að hækka skattinn upp í 51% af veltu myndi viðbótin ekki heldur duga til. Sanngjarnt – ekki satt? Sanngjarnt ekki hvað síst vegna þess að skuldugt fólk er skattgreiðendur og myndi fá reikninginn sendan ekkert síður en þeir skattborgarar sem skulda lítið. Svo tala sömu frambjóðendur á sama tíma um að þeir ætli að lækka skattgjöld fólksins. Hvílík snilld!Börnin taki þátt Þó skuldaniðurfellingin eigi að fara fram í sjónhendingu þarf auðvitað ekki að afla tekna til þess að standa undir henni innan ársins. Alltaf má reyna að taka þessa 190 milljarða að láni í útlöndum til viðbótar við aðrar skuldir ríkissjóðs. Vandamálið gæti þó orðið hver vildi lána – en það mun væntanlega reddast, ekki satt? Svo mætti greiða lánið til baka á svo sem þrjátíu árum. Með því ynnist tvennt. Í fyrsta lagi þyrftu skattborgarar, þ.á.m. skuldugir skattborgarar, ekki að taka á sig byrðina í einni sjónhendingu heldur gætu dreift henni á lengri tíma. Í öðru lagi væri þetta góð aðferð til þess að láta börnin, sem nú eru að alast upp og þeirra börn hjálpa til við að greiða verðtryggðar skuldir foreldranna. Fjarska sanngjarnt – ekki satt?! Þarf að ræða það meir?!Áhrifin á lífeyrissjóðina Þetta er vandinn hjá Íbúðalánasjóði. Þá er ótalinn vandi lífeyrissjóðanna. Eignir þeirra í verðtryggðum bréfum Íbúðalánasjóðs nema 600-700 milljörðum. Hrein eign lífeyrissjóðanna í árslok 2012 nam 2.390 milljörðum króna. Eignir lífeyrissjóðanna í verðtryggðum bréfum Íbúðalánasjóðs nema því um 25-26% heildareigna sjóðanna. Eigi að lækka útistandandi kröfur Íbúðalánasjóðs um 20% þá er líklegt að reynt verði að flytja þá lækkun yfir í samsvarandi lækkun á verðtryggðum eignarhlut lífeyrissjóðanna hjá Íbúðalánasjóði. Með því myndi eignastaða sjóðanna lækka um 120-140 milljarða króna. Það er lækkun um 6-7% af heildareign sjóðanna. Slíkt áfall myndi samsvara um þriðjungi þess áfalls sem varð hjá lífeyrissjóðunum í hruninu. Afleiðingar þess um stöðu sjóðanna og lækkun lífeyris eru mörgum enn í fersku minni. En er ekki sanngjarnt að lífeyrisþegar taki á sig slíkt áfall til viðbótar þannig að afi og amma hjálpi líka til við að borga? Fæst þeirra skulda hvort eð er mjög mikið og ættu því að vera aflögufær. Er þetta því ekki ýkja sanngjarnt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Sumir frambjóðendur, jafnvel úr „mínum“ flokki, tala um að sanngjarnt sé að þeir sem lítið skulda greiði skuldir fyrir þá sem mikið skulda. Fáir eða engir þeirra leyfa sér þann munað að segja hvernig það skuli gert. Heill flokkur segist ætla að létta af skuldurum 20% skulda þeirra með „sanngjörnum“ hætti, en nefnd þurfi að starfa í sex mánuði til þess að hægt sé að útlista hvernig það skuli gert. Skili af sér fjórum mánuðum eftir kosningar!Einfalt reikningsdæmi Vandamál „hinnar sanngjörnu lausnar“ er hins vegar jafn einfalt og útfærslan virðist eiga að vera flókin. Eignir Íbúðalánasjóðs í verðtryggðum lánum til fasteignakaupa nema um 950 milljörðum króna. Ætli menn að lækka þá eignastöðu – skuldastöðu skuldara Íbúðalánasjóðs – um 20% þá kostar það 190 milljarða króna. Þetta á að gera í sjónhendingu. Þar sem ríkissjóður stendur á bak við Íbúðalánasjóð merkir það einfaldlega að ríkissjóður verður að leggja Íbúðalánasjóði til þá peninga. Samanlagðar tekjur ríkissjóðs af tekjusköttum allra einstaklinga í landinu eiga á næsta ári að nema 135,5 milljörðum króna. Þó tekjuskattar yrðu tvöfaldaðir – hæsta skattþrep þá um 90% af tekjum – þá dygði viðbótin ekki til. Þó tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti yrðu tvöfaldaðar með því að hækka skattinn upp í 51% af veltu myndi viðbótin ekki heldur duga til. Sanngjarnt – ekki satt? Sanngjarnt ekki hvað síst vegna þess að skuldugt fólk er skattgreiðendur og myndi fá reikninginn sendan ekkert síður en þeir skattborgarar sem skulda lítið. Svo tala sömu frambjóðendur á sama tíma um að þeir ætli að lækka skattgjöld fólksins. Hvílík snilld!Börnin taki þátt Þó skuldaniðurfellingin eigi að fara fram í sjónhendingu þarf auðvitað ekki að afla tekna til þess að standa undir henni innan ársins. Alltaf má reyna að taka þessa 190 milljarða að láni í útlöndum til viðbótar við aðrar skuldir ríkissjóðs. Vandamálið gæti þó orðið hver vildi lána – en það mun væntanlega reddast, ekki satt? Svo mætti greiða lánið til baka á svo sem þrjátíu árum. Með því ynnist tvennt. Í fyrsta lagi þyrftu skattborgarar, þ.á.m. skuldugir skattborgarar, ekki að taka á sig byrðina í einni sjónhendingu heldur gætu dreift henni á lengri tíma. Í öðru lagi væri þetta góð aðferð til þess að láta börnin, sem nú eru að alast upp og þeirra börn hjálpa til við að greiða verðtryggðar skuldir foreldranna. Fjarska sanngjarnt – ekki satt?! Þarf að ræða það meir?!Áhrifin á lífeyrissjóðina Þetta er vandinn hjá Íbúðalánasjóði. Þá er ótalinn vandi lífeyrissjóðanna. Eignir þeirra í verðtryggðum bréfum Íbúðalánasjóðs nema 600-700 milljörðum. Hrein eign lífeyrissjóðanna í árslok 2012 nam 2.390 milljörðum króna. Eignir lífeyrissjóðanna í verðtryggðum bréfum Íbúðalánasjóðs nema því um 25-26% heildareigna sjóðanna. Eigi að lækka útistandandi kröfur Íbúðalánasjóðs um 20% þá er líklegt að reynt verði að flytja þá lækkun yfir í samsvarandi lækkun á verðtryggðum eignarhlut lífeyrissjóðanna hjá Íbúðalánasjóði. Með því myndi eignastaða sjóðanna lækka um 120-140 milljarða króna. Það er lækkun um 6-7% af heildareign sjóðanna. Slíkt áfall myndi samsvara um þriðjungi þess áfalls sem varð hjá lífeyrissjóðunum í hruninu. Afleiðingar þess um stöðu sjóðanna og lækkun lífeyris eru mörgum enn í fersku minni. En er ekki sanngjarnt að lífeyrisþegar taki á sig slíkt áfall til viðbótar þannig að afi og amma hjálpi líka til við að borga? Fæst þeirra skulda hvort eð er mjög mikið og ættu því að vera aflögufær. Er þetta því ekki ýkja sanngjarnt?
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun