Fái ókeypis útsendingar í RÚV Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Nefnd vill leggja fyrir Ríkisútvarpið að veita öllum framboðum til Alþingis sem kjósa útsendingartíma í sjónvarpi og tæknilega aðstoð við gerð kynningarefnis. Fréttablaðið/GVA Öll framboð til Alþingis eiga að fá ókeypis aðgang að sjónvarpsútsendingum hjá Ríkisútvarpinu að því er nefnd sem menntamálaráðherra skipaði leggur til. Nefnd um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga er skipuð fulltrúum allra flokka á Alþingi. Í umsögn til allsherjarnefndar þingsins nefnir nefndin tvær meginröksemdir um mikilvægi gjaldfrjálsra útsendingartíma fyrir framboðin. Annars vegar minnki það aðstöðumun framboðanna og auki jafnræði. Hins vegar dýpki þetta umfjöllunina um valkostina sem bjóðist. Fulltrúar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fylgdust með framkvæmd alþingiskosninganna 2009. Þeir gagnrýndu tilhögun sem Ríkisútvarpið hafði þá á fyrirhugaðri ókeypis útsendingu á sjónvarpskynningu framboðslista. Þá áskildi RÚV að meirihluti framboðanna myndi samþykkja að vera með. ÖSE segir að þannig hafi fjórir rótgrónari og sterkari flokkar, með því að hafna þátttöku, einfaldlega getað útilokað þrjú ný og veikari framboð frá því að kynna sig á eigin forsendum í sjónvarpi. Það voru einmitt gömlu flokkarnir; Samfylking, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri-grænir og Framsóknarflokkur, sem höfnuðu því að vera með svo ekkert varð af útsendingunum 2009. „Er mælt fyrir að Ríkisútvarpið veiti öllum gildum framboðum sjálfstæðan rétt til kynningar á sínum stefnumálum og sá réttur sé ekki háður því að önnur framboð nýti sinn rétt til slíkrar kynningar," segir nefnd um fjölmiðlaaðgang. Aðeins fulltrúi Framsóknarflokksins er ekki með í umsögninni. Nefndin segir forsvarsmenn Ríkisútvarpsins andvíga því að starfsfólk þess taki þátt í gerð kynningarefnis framboðanna með vísan til óhlutdrægni og ritstjórnarlegs sjálfstæðis. Hins vegar sé erfiðara fyrir ný eða minna rótgróin framboð að ná góðum gæðum á sínu efni. Því sé eðlilegt að Ríkisútvarpið leggi til aðstöðu, tækniþekkingu og tæknivinnu en fari þó ekki á skjön við siðareglur og hlutlægni. Framboðin þurfi hins vegar að bera einhvern kostnað við útsendingarnar án þess þó að hann verði þeim of þung byrði. ----------------- Uppfært kl. 10:45 Upphaflega kom fram í fréttinni að það hefði verið fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem ekki skrifaði undir álit meirihluta nefndarinnar. Hið rétta er að það var fulltrúi Framsóknarflokksins, Sunna Gunnars Marteinsdóttir, sem skrifaði ekki undir. Sunna segir að það hafi verið vegna þess að hún hafi ekki náð að kynna sér umsögn nefndarinnar til hlítar áður en hún var send allsherjarnefnd Alþingis. Kosningar 2013 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Öll framboð til Alþingis eiga að fá ókeypis aðgang að sjónvarpsútsendingum hjá Ríkisútvarpinu að því er nefnd sem menntamálaráðherra skipaði leggur til. Nefnd um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga er skipuð fulltrúum allra flokka á Alþingi. Í umsögn til allsherjarnefndar þingsins nefnir nefndin tvær meginröksemdir um mikilvægi gjaldfrjálsra útsendingartíma fyrir framboðin. Annars vegar minnki það aðstöðumun framboðanna og auki jafnræði. Hins vegar dýpki þetta umfjöllunina um valkostina sem bjóðist. Fulltrúar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fylgdust með framkvæmd alþingiskosninganna 2009. Þeir gagnrýndu tilhögun sem Ríkisútvarpið hafði þá á fyrirhugaðri ókeypis útsendingu á sjónvarpskynningu framboðslista. Þá áskildi RÚV að meirihluti framboðanna myndi samþykkja að vera með. ÖSE segir að þannig hafi fjórir rótgrónari og sterkari flokkar, með því að hafna þátttöku, einfaldlega getað útilokað þrjú ný og veikari framboð frá því að kynna sig á eigin forsendum í sjónvarpi. Það voru einmitt gömlu flokkarnir; Samfylking, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri-grænir og Framsóknarflokkur, sem höfnuðu því að vera með svo ekkert varð af útsendingunum 2009. „Er mælt fyrir að Ríkisútvarpið veiti öllum gildum framboðum sjálfstæðan rétt til kynningar á sínum stefnumálum og sá réttur sé ekki háður því að önnur framboð nýti sinn rétt til slíkrar kynningar," segir nefnd um fjölmiðlaaðgang. Aðeins fulltrúi Framsóknarflokksins er ekki með í umsögninni. Nefndin segir forsvarsmenn Ríkisútvarpsins andvíga því að starfsfólk þess taki þátt í gerð kynningarefnis framboðanna með vísan til óhlutdrægni og ritstjórnarlegs sjálfstæðis. Hins vegar sé erfiðara fyrir ný eða minna rótgróin framboð að ná góðum gæðum á sínu efni. Því sé eðlilegt að Ríkisútvarpið leggi til aðstöðu, tækniþekkingu og tæknivinnu en fari þó ekki á skjön við siðareglur og hlutlægni. Framboðin þurfi hins vegar að bera einhvern kostnað við útsendingarnar án þess þó að hann verði þeim of þung byrði. ----------------- Uppfært kl. 10:45 Upphaflega kom fram í fréttinni að það hefði verið fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem ekki skrifaði undir álit meirihluta nefndarinnar. Hið rétta er að það var fulltrúi Framsóknarflokksins, Sunna Gunnars Marteinsdóttir, sem skrifaði ekki undir. Sunna segir að það hafi verið vegna þess að hún hafi ekki náð að kynna sér umsögn nefndarinnar til hlítar áður en hún var send allsherjarnefnd Alþingis.
Kosningar 2013 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira