Keyrum þetta í gang Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Þúsundir Íslendinga vinna nú erlendis og þúsundir munu á næstu árum klára háskólanám hérlendis og erlendis. Margir þeirra er vinna utan landsteinanna eru sérfræðingar á einhverju sviði, læknar, hjúkrunarfólk, rafvirkjar, píparar o.s.frv. Flestir þeirra hafa menntað sig og hlotið reynslu á Íslandi og því mikil þjóðhagsleg verðmæti í þessu fólki. Næstu árin verður eitt af forgangsverkefnunum okkar að skapa aðstæður svo að fyrirtæki landsins geti ráðið fólk til vinnu eða þá að fólk hafi tök á að koma sér upp sínum eigin rekstri. Nóg er af áhugasömu og hæfileikaríku fólki en umhverfið sem er í boði í dag er of óvinveitt, m.a. vegna mikillar óvissu um flesta hluti. Framsókn vill eyða þessari óvissu og búa til hvata til að fjölga störfum á hinum almenna vinnumarkaði. Einnig viljum við tryggja grunnþjónustu landsins, s.s. heilbrigðisþjónustu, löggæslu og menntun, en sú þjónusta er best tryggð með því að fjölga þeim sem greiða skatta til ríkis og sveitarfélaga. Rekstrarumhverfi fyrirtækja verður að endurskoða, sérstaklega þeirra smærri. Einfalda verður skattaumhverfi og búa til hvata til fjárfestinga og nýsköpunar svo eitthvað sé nefnt. Breyta verður samstarfi ríkis og aðila vinnumarkaðarins þannig að trúnaður og traust ríki meðal þessara aðila því það er útilokað að ná árangri án þess að svo sé. Með samvinnu um leiðir að settu marki fullyrði ég að mjög hratt er hægt að bæta stöðu þjóðarinnar. Framtíð Íslands er góð ef við náum að virkja þann kraft sem býr í þjóðinni. Beisla verður kraftinn svo frjó og skapandi hugsun verði að verkefnum sem skapa störf og tekjur. Hlutverk okkar stjórnmálamanna verður að skapa umhverfi og hvata til að störfum fjölgi svo við getum fengið okkar dýrmætu þjóðfélagsþegna aftur heim, tekið við fólkinu úr skólunum, bætt hag vinnandi fólks um leið og við rennum styrkari stoðum undir grunnatvinnugreinar þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Þúsundir Íslendinga vinna nú erlendis og þúsundir munu á næstu árum klára háskólanám hérlendis og erlendis. Margir þeirra er vinna utan landsteinanna eru sérfræðingar á einhverju sviði, læknar, hjúkrunarfólk, rafvirkjar, píparar o.s.frv. Flestir þeirra hafa menntað sig og hlotið reynslu á Íslandi og því mikil þjóðhagsleg verðmæti í þessu fólki. Næstu árin verður eitt af forgangsverkefnunum okkar að skapa aðstæður svo að fyrirtæki landsins geti ráðið fólk til vinnu eða þá að fólk hafi tök á að koma sér upp sínum eigin rekstri. Nóg er af áhugasömu og hæfileikaríku fólki en umhverfið sem er í boði í dag er of óvinveitt, m.a. vegna mikillar óvissu um flesta hluti. Framsókn vill eyða þessari óvissu og búa til hvata til að fjölga störfum á hinum almenna vinnumarkaði. Einnig viljum við tryggja grunnþjónustu landsins, s.s. heilbrigðisþjónustu, löggæslu og menntun, en sú þjónusta er best tryggð með því að fjölga þeim sem greiða skatta til ríkis og sveitarfélaga. Rekstrarumhverfi fyrirtækja verður að endurskoða, sérstaklega þeirra smærri. Einfalda verður skattaumhverfi og búa til hvata til fjárfestinga og nýsköpunar svo eitthvað sé nefnt. Breyta verður samstarfi ríkis og aðila vinnumarkaðarins þannig að trúnaður og traust ríki meðal þessara aðila því það er útilokað að ná árangri án þess að svo sé. Með samvinnu um leiðir að settu marki fullyrði ég að mjög hratt er hægt að bæta stöðu þjóðarinnar. Framtíð Íslands er góð ef við náum að virkja þann kraft sem býr í þjóðinni. Beisla verður kraftinn svo frjó og skapandi hugsun verði að verkefnum sem skapa störf og tekjur. Hlutverk okkar stjórnmálamanna verður að skapa umhverfi og hvata til að störfum fjölgi svo við getum fengið okkar dýrmætu þjóðfélagsþegna aftur heim, tekið við fólkinu úr skólunum, bætt hag vinnandi fólks um leið og við rennum styrkari stoðum undir grunnatvinnugreinar þjóðarinnar.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar