Fyrir krakka með hár, kalla með skalla og allt þar á milli Haraldur F. Gíslason skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Nokkuð hefur verið rætt og ritað um leikskólastigið undanfarin misseri. Leikskólakennarar eru vanir því að berjast fyrir tilverurétti sínum. Það er ekkert nýtt. Leikskólakennarar hafa líka alltaf barist með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi. Það ætlum við að halda áfram að gera, því það er það sem heldur okkur saman og gerir okkur að stoltum sérfræðingum á framsæknu skólastigi. Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Eftir að ný lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda voru samþykkt árið 2008 þarf nú fimm ára meistaranám til að fá leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi. Með því viðurkennir löggjafinn að kennsla á leikskólastigi hafi bæði verið vanmetin og störfin breyst það mikið að nauðsynlegt sé að leikskólakennarar hafi fimm ára sérfræðimenntun. Viðmiðunarhópar leikskólakennara eru því eðlilega aðrir sérfræðingar. Það er fagleg skylda leikskólakennara að verðmeta sérfræðimenntun sína miðað við breyttar forsendur. Leikskólakennarar eiga eins og kennarar á öðrum skólastigum töluvert í land með að nálgast meðallaun annarra sérfræðinga. Það verður verkefni næstu ára. Nóg um það. Í dag er Dagur leikskólans og þá fögnum við fjölbreytileikanum. Í leikskólanum rúmast ólíkar skoðanir framsækinna kennara sem allir vilja mennta einstaklinga og mæta þeim á þeirra forsendum eftir áhuga og getu. Einstaklingar eru ólíkir og kennsluaðferð sem virkar fyrir einn þarf ekkert endilega að henta öðrum. Þetta vita leikskólakennarar og starfa eftir alla daga. Í leikskólanum býr mikið frelsi. Frelsi til að þróa kennsluaðferðir, frelsi til að nota allan heiminn sem kennslustofu, frelsi til að skapa og hafa áhrif á einstaklinga á jákvæðan hátt til frambúðar. Í því felst mikil ábyrgð sem við verðum að virða og standa undir. Félag leikskólakennara vill sérstaklega óska Kristínu Dýrfjörð og Margréti Pálu Ólafsdóttur til hamingju með að hljóta viðurkenningu Kynningarnefndar FL og FSL Orðsporið 2013. Í Margréti og Kristínu endurspeglast fjölbreytileiki leikskólans. Þær hafa hvor á sinn þátt átt mikinn þátt í að upphefja leikskólastigið til vegs og virðingar í samfélagi okkar. Fögnum fjölbreytileikanum. Leikskólinn er fyrir krakka með hár, kalla með skalla og allt þar á milli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið rætt og ritað um leikskólastigið undanfarin misseri. Leikskólakennarar eru vanir því að berjast fyrir tilverurétti sínum. Það er ekkert nýtt. Leikskólakennarar hafa líka alltaf barist með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi. Það ætlum við að halda áfram að gera, því það er það sem heldur okkur saman og gerir okkur að stoltum sérfræðingum á framsæknu skólastigi. Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Eftir að ný lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda voru samþykkt árið 2008 þarf nú fimm ára meistaranám til að fá leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi. Með því viðurkennir löggjafinn að kennsla á leikskólastigi hafi bæði verið vanmetin og störfin breyst það mikið að nauðsynlegt sé að leikskólakennarar hafi fimm ára sérfræðimenntun. Viðmiðunarhópar leikskólakennara eru því eðlilega aðrir sérfræðingar. Það er fagleg skylda leikskólakennara að verðmeta sérfræðimenntun sína miðað við breyttar forsendur. Leikskólakennarar eiga eins og kennarar á öðrum skólastigum töluvert í land með að nálgast meðallaun annarra sérfræðinga. Það verður verkefni næstu ára. Nóg um það. Í dag er Dagur leikskólans og þá fögnum við fjölbreytileikanum. Í leikskólanum rúmast ólíkar skoðanir framsækinna kennara sem allir vilja mennta einstaklinga og mæta þeim á þeirra forsendum eftir áhuga og getu. Einstaklingar eru ólíkir og kennsluaðferð sem virkar fyrir einn þarf ekkert endilega að henta öðrum. Þetta vita leikskólakennarar og starfa eftir alla daga. Í leikskólanum býr mikið frelsi. Frelsi til að þróa kennsluaðferðir, frelsi til að nota allan heiminn sem kennslustofu, frelsi til að skapa og hafa áhrif á einstaklinga á jákvæðan hátt til frambúðar. Í því felst mikil ábyrgð sem við verðum að virða og standa undir. Félag leikskólakennara vill sérstaklega óska Kristínu Dýrfjörð og Margréti Pálu Ólafsdóttur til hamingju með að hljóta viðurkenningu Kynningarnefndar FL og FSL Orðsporið 2013. Í Margréti og Kristínu endurspeglast fjölbreytileiki leikskólans. Þær hafa hvor á sinn þátt átt mikinn þátt í að upphefja leikskólastigið til vegs og virðingar í samfélagi okkar. Fögnum fjölbreytileikanum. Leikskólinn er fyrir krakka með hár, kalla með skalla og allt þar á milli.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar