Heræfingarnar burt! Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 4. febrúar 2013 06:00 Á síðustu misserum hafa friðarsinnar fylgst vel með framgöngu borgarstjórnar Reykjavíkur í friðar- og afvopnunarmálum. Núverandi meirihluti hefur það yfirlýsta markmið að Reykjavík skuli vera friðarborg og sú stefna er ekki bara í orði heldur einnig í verki. Borgarstjóri hefur lýst því yfir að hvers kyns heræfingar séu óæskilegar í borgarlandinu og það sama gildir um heimsóknir herflugvéla og herskipa. Valdsvið borgarinnar til að framfylgja þessari stefnu er þó óljóst. Íslensk lög þegja þunnu hljóði þegar kemur að heræfingum, sem þó hafa illu heilli margoft verið haldnar hér á landi. Sá sem hyggst opna pylsuvagn eða skipuleggja skátamót þarf að afla sér hvers kyns leyfa og samþykkis frá viðkomandi sveitarfélagi en umfangsmiklar heræfingar með truflun, röskun og mengunarhættu kalla ekki á neitt slíkt.Tæki fyrir sveitarstjórnir Árið 2008 flutti ég, ásamt nokkrum félögum mínum í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði, frumvörp til breytinga á skipulags- og byggingarlögum annars vegar en lögum um mat á umhverfisáhrifum hins vegar. Gerðu þau ráð fyrir að heræfingar, þar með talið lágflugsæfingar, væru skipulags- og umhverfismatsskyldar. Þar með væri sveitarfélögum gert kleift að setja slíkri starfsemi stólinn fyrir dyrnar. Í umsögn um málið lýsti Eyþing, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, stuðningi við markmið frumvarpsins. Er kunnara en frá þurfi að segja að íbúar við Eyjafjörð hafa fengið sinn skerf af háværum lágflugsæfingum erlendra orrustuþotna á liðnum árum. Því miður náðu frumvörp þessi ekki fram að ganga á sínum tíma. Fyllsta ástæða er hins vegar til að draga þau fram á ný. Þar með væri friðelskandi sveitarstjórnum sem ekki vilja sjá vígtól í lögsögu sinni gefið öflugt tæki í hendurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu misserum hafa friðarsinnar fylgst vel með framgöngu borgarstjórnar Reykjavíkur í friðar- og afvopnunarmálum. Núverandi meirihluti hefur það yfirlýsta markmið að Reykjavík skuli vera friðarborg og sú stefna er ekki bara í orði heldur einnig í verki. Borgarstjóri hefur lýst því yfir að hvers kyns heræfingar séu óæskilegar í borgarlandinu og það sama gildir um heimsóknir herflugvéla og herskipa. Valdsvið borgarinnar til að framfylgja þessari stefnu er þó óljóst. Íslensk lög þegja þunnu hljóði þegar kemur að heræfingum, sem þó hafa illu heilli margoft verið haldnar hér á landi. Sá sem hyggst opna pylsuvagn eða skipuleggja skátamót þarf að afla sér hvers kyns leyfa og samþykkis frá viðkomandi sveitarfélagi en umfangsmiklar heræfingar með truflun, röskun og mengunarhættu kalla ekki á neitt slíkt.Tæki fyrir sveitarstjórnir Árið 2008 flutti ég, ásamt nokkrum félögum mínum í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði, frumvörp til breytinga á skipulags- og byggingarlögum annars vegar en lögum um mat á umhverfisáhrifum hins vegar. Gerðu þau ráð fyrir að heræfingar, þar með talið lágflugsæfingar, væru skipulags- og umhverfismatsskyldar. Þar með væri sveitarfélögum gert kleift að setja slíkri starfsemi stólinn fyrir dyrnar. Í umsögn um málið lýsti Eyþing, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, stuðningi við markmið frumvarpsins. Er kunnara en frá þurfi að segja að íbúar við Eyjafjörð hafa fengið sinn skerf af háværum lágflugsæfingum erlendra orrustuþotna á liðnum árum. Því miður náðu frumvörp þessi ekki fram að ganga á sínum tíma. Fyllsta ástæða er hins vegar til að draga þau fram á ný. Þar með væri friðelskandi sveitarstjórnum sem ekki vilja sjá vígtól í lögsögu sinni gefið öflugt tæki í hendurnar.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar