Einbeiti mér að sjálfum mér Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2013 07:00 Gunnar Nelson er tilbúinn fyrir sinn stærsta bardaga á ferlinum til þessa. Nordic Photos / Getty Images Tæpar tvær vikur eru þar til Gunnar Nelson tekur þátt í sínum öðrum UFC-bardaga og þeim stærsta á ferlinum til þessa. Upphaflega var áætlað að Gunnar myndi mæta Justin Edwards en sá þurfti nýlega að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Nú er ljóst að Gunnar mætir Brasilíumanninum þaulreynda Jorge Santiago en sá er eldri og stærri en Gunnar. Santiago á að baki langan feril í UFC en þetta er þó fyrsti bardagi hans þar í rúmt ár. „Undirbúningurinn gengur prýðilega," sagði Gunnar, rólegur í máli, þegar Fréttablaðið tók hann tali um helgina. „Það breytti voða litlu fyrir mig þó svo að það hafi verið skipt um andstæðing, enda er ég fyrst og fremst að einbeita mér að því sem ég ætla að gera – ekki því sem aðrir gera." Hann á von á erfiðum bardaga gegn Santiago en þess má geta að Gunnar er enn ósigraður í ellefu MMA-bardögum á ferlinum. „Hann er bæði reyndur og góður bardagamaður. Hann er góður í jörðinni og hefur verið svartbeltingur [í brasilísku jiu-jitsu] í mörg ár. Hann er þó líka höggþungur uppi og ég á allt eins von á því að bardaginn verði meira standandi en flestir af mínum bardögum hafa verið hingað til. Þetta mun annars bara allt koma í ljós," sagði Gunnar, sem hefur haldið að mestu til heima við æfingar síðustu vikur og mánuði. „Þjálfarar mínir frá Írlandi eru með annan fótinn hér og svo eru þeir strákar sem ég æfi með heima orðnir ansi góðir. Það hefur því ekki verið nein pressa á mér að flytja út. Ég bjó úti í tvö ár á sínum tíma en núna er ég heima og kann vel við það." Gunnar vakti mikla athygli fyrir framgöngu sína í sínum fyrsta UFC en hann fór þá létt með Bandaríkjamanninn DeMarques Johnson. Dana White, forseti UFC, hrósaði Gunnari í hástert á blaðamannafundi síðar þetta sama kvöld. Bardagi Gunnars gegn Santiago fer fram á Wembley-Arena þann 16. febrúar og er á svokölluðu „main card" og því einn af aðalbardögum kvöldsins. „Þetta er stærsta svið sem ég hef barist á hingað til og ég er mjög sáttur við þróun mála hingað til. Fólk tekur eftir manni þegar vel gengur og ég er ánægður hjá UFC." Íþróttir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sjá meira
Tæpar tvær vikur eru þar til Gunnar Nelson tekur þátt í sínum öðrum UFC-bardaga og þeim stærsta á ferlinum til þessa. Upphaflega var áætlað að Gunnar myndi mæta Justin Edwards en sá þurfti nýlega að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Nú er ljóst að Gunnar mætir Brasilíumanninum þaulreynda Jorge Santiago en sá er eldri og stærri en Gunnar. Santiago á að baki langan feril í UFC en þetta er þó fyrsti bardagi hans þar í rúmt ár. „Undirbúningurinn gengur prýðilega," sagði Gunnar, rólegur í máli, þegar Fréttablaðið tók hann tali um helgina. „Það breytti voða litlu fyrir mig þó svo að það hafi verið skipt um andstæðing, enda er ég fyrst og fremst að einbeita mér að því sem ég ætla að gera – ekki því sem aðrir gera." Hann á von á erfiðum bardaga gegn Santiago en þess má geta að Gunnar er enn ósigraður í ellefu MMA-bardögum á ferlinum. „Hann er bæði reyndur og góður bardagamaður. Hann er góður í jörðinni og hefur verið svartbeltingur [í brasilísku jiu-jitsu] í mörg ár. Hann er þó líka höggþungur uppi og ég á allt eins von á því að bardaginn verði meira standandi en flestir af mínum bardögum hafa verið hingað til. Þetta mun annars bara allt koma í ljós," sagði Gunnar, sem hefur haldið að mestu til heima við æfingar síðustu vikur og mánuði. „Þjálfarar mínir frá Írlandi eru með annan fótinn hér og svo eru þeir strákar sem ég æfi með heima orðnir ansi góðir. Það hefur því ekki verið nein pressa á mér að flytja út. Ég bjó úti í tvö ár á sínum tíma en núna er ég heima og kann vel við það." Gunnar vakti mikla athygli fyrir framgöngu sína í sínum fyrsta UFC en hann fór þá létt með Bandaríkjamanninn DeMarques Johnson. Dana White, forseti UFC, hrósaði Gunnari í hástert á blaðamannafundi síðar þetta sama kvöld. Bardagi Gunnars gegn Santiago fer fram á Wembley-Arena þann 16. febrúar og er á svokölluðu „main card" og því einn af aðalbardögum kvöldsins. „Þetta er stærsta svið sem ég hef barist á hingað til og ég er mjög sáttur við þróun mála hingað til. Fólk tekur eftir manni þegar vel gengur og ég er ánægður hjá UFC."
Íþróttir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sjá meira