Fylgi Framsóknarflokks rýkur upp brjann@frettabladid.is skrifar 2. febrúar 2013 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugson. Framsóknarflokkurinn sækir verulega í sig veðrið í kjölfar dóms í Icesave-málinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stuðningur við Samfylkinguna hefur hrunið á tveimur vikum. Verði niðurstöður kosninga í takti við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 eru aðeins tveir möguleikar á tveggja flokka stjórn að loknum kosningum; stjórn Sjálfstæðisflokks og annaðhvort Framsóknarflokks eða Bjartrar framtíðar. Alls segjast 20,8 prósent þeirra sem afstöðu taka í könnuninni, sem gerð var á miðvikudag og fimmtudag, myndu kjósa Framsóknarflokkinn yrði gengið til kosninga nú. Flokkurinn mældist með 12,6 prósenta stuðning í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var fyrir tveimur vikum, dagana 16. og 17. janúar síðastliðna. Flokkurinn fékk 14,8 prósenta fylgi í síðustu kosningum og níu þingmenn en næði fjórtán mönnum á þing yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við nýjustu skoðanakönnunina. Fylgi Samfylkingarinnar hefur hrunið á þeim tveimur vikum sem liðið hafa milli kannana. Nú segjast 11,9 myndu kjósa flokkinn en 19,7 prósent studdu Samfylkinguna fyrir tveimur vikum. Flokkurinn fékk 29,8 prósenta fylgi í síðustu kosningum og hefur aldrei mælst lægri í könnunum Fréttablaðsins. Flokkurinn fékk 20 þingmenn í síðustu kosningum en fengi átta nú samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Eina nýja framboðið sem næði mönnum á þing samkvæmt könnuninni er Björt framtíð. Stuðningur við flokkinn hefur aukist jafnt og þétt í síðustu könnunum. Nú styðja 16,4 prósent flokkinn og hefur fylgið aukist um 1,9 prósentustig á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá síðustu könnun. Björt framtíð fengi samkvæmt könnuninni tólf þingmenn en í dag sitja tveir flokksmenn á þingi sem voru kjörnir á þing fyrir aðra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn ber sem fyrr höfuð og herðar yfir aðra flokka þó fylgi hans dali verulega milli kannana. Nú segjast 32 prósent myndu kjósa flokkinn yrði gengið til kosninga nú, en 37,8 prósent studdu flokkinn í síðustu könnun. Flokkurinn er þó vel yfir 23,7 prósenta kjörfylgi sínu úr síðustu kosningum og fengi samkvæmt þessu 21 þingmann, fimm fleiri en hann er með í dag. Vinstri græn virðast á uppleið aftur eftir afleita útkomu í síðustu könnun. Nú styðja 11,4 prósent flokkinn, sem er aukning upp á fjögur prósentustig frá síðustu könnun. Flokkurinn á samt langt í land með að ná 21,7 prósenta kjörfylgi sínu. Hann fengi átta þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í takti við könnunina nú, en fékk 14 kjörna í síðustu kosningum. Önnur ný framboð en Björt framtíð ná ekki mönnum á þing samkvæmt könnuninni. Hægri grænir komast þó næst því. Þeir mælast nú með stuðning 4,3 prósenta en þurfa fimm prósent til að ná mönnum á þing. Stuðningur við flokkinn mældist 1,8 prósent í síðustu könnun. Hin nýju framboðin eru lengra frá því að ná inn á þing. Alls segjast 1,5 prósent styðja Dögun, 0,9 prósent Píratapartíið og 0,2 prósent Bjartsýnisflokkinn. Til þess ber þó að líta að nýju framboðin hafa lítið kynnt stefnumál sín og mögulega frambjóðendur. Kosningar 2013 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Framsóknarflokkurinn sækir verulega í sig veðrið í kjölfar dóms í Icesave-málinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stuðningur við Samfylkinguna hefur hrunið á tveimur vikum. Verði niðurstöður kosninga í takti við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 eru aðeins tveir möguleikar á tveggja flokka stjórn að loknum kosningum; stjórn Sjálfstæðisflokks og annaðhvort Framsóknarflokks eða Bjartrar framtíðar. Alls segjast 20,8 prósent þeirra sem afstöðu taka í könnuninni, sem gerð var á miðvikudag og fimmtudag, myndu kjósa Framsóknarflokkinn yrði gengið til kosninga nú. Flokkurinn mældist með 12,6 prósenta stuðning í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var fyrir tveimur vikum, dagana 16. og 17. janúar síðastliðna. Flokkurinn fékk 14,8 prósenta fylgi í síðustu kosningum og níu þingmenn en næði fjórtán mönnum á þing yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við nýjustu skoðanakönnunina. Fylgi Samfylkingarinnar hefur hrunið á þeim tveimur vikum sem liðið hafa milli kannana. Nú segjast 11,9 myndu kjósa flokkinn en 19,7 prósent studdu Samfylkinguna fyrir tveimur vikum. Flokkurinn fékk 29,8 prósenta fylgi í síðustu kosningum og hefur aldrei mælst lægri í könnunum Fréttablaðsins. Flokkurinn fékk 20 þingmenn í síðustu kosningum en fengi átta nú samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Eina nýja framboðið sem næði mönnum á þing samkvæmt könnuninni er Björt framtíð. Stuðningur við flokkinn hefur aukist jafnt og þétt í síðustu könnunum. Nú styðja 16,4 prósent flokkinn og hefur fylgið aukist um 1,9 prósentustig á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá síðustu könnun. Björt framtíð fengi samkvæmt könnuninni tólf þingmenn en í dag sitja tveir flokksmenn á þingi sem voru kjörnir á þing fyrir aðra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn ber sem fyrr höfuð og herðar yfir aðra flokka þó fylgi hans dali verulega milli kannana. Nú segjast 32 prósent myndu kjósa flokkinn yrði gengið til kosninga nú, en 37,8 prósent studdu flokkinn í síðustu könnun. Flokkurinn er þó vel yfir 23,7 prósenta kjörfylgi sínu úr síðustu kosningum og fengi samkvæmt þessu 21 þingmann, fimm fleiri en hann er með í dag. Vinstri græn virðast á uppleið aftur eftir afleita útkomu í síðustu könnun. Nú styðja 11,4 prósent flokkinn, sem er aukning upp á fjögur prósentustig frá síðustu könnun. Flokkurinn á samt langt í land með að ná 21,7 prósenta kjörfylgi sínu. Hann fengi átta þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í takti við könnunina nú, en fékk 14 kjörna í síðustu kosningum. Önnur ný framboð en Björt framtíð ná ekki mönnum á þing samkvæmt könnuninni. Hægri grænir komast þó næst því. Þeir mælast nú með stuðning 4,3 prósenta en þurfa fimm prósent til að ná mönnum á þing. Stuðningur við flokkinn mældist 1,8 prósent í síðustu könnun. Hin nýju framboðin eru lengra frá því að ná inn á þing. Alls segjast 1,5 prósent styðja Dögun, 0,9 prósent Píratapartíið og 0,2 prósent Bjartsýnisflokkinn. Til þess ber þó að líta að nýju framboðin hafa lítið kynnt stefnumál sín og mögulega frambjóðendur.
Kosningar 2013 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira