Skeinuhættir stjórnmálamenn Jón Steindór Valdimarsson skrifar 15. janúar 2013 06:00 Langt er síðan ég gerði upp hug minn um að Íslandi væri best borgið með aðild að Evrópusambandinu. Þar gildir einu hvort litið er til lífskjara, starfsskilyrða atvinnulífsins, öryggis- og varnarmála eða menningarmála. Ekki er byggt á skammtímasjónarmiðum um að ESB muni reynast einhvers konar bjargvættur á neyðarstundu. Þvert á móti er skoðunin byggð á því að aðildin muni fela í sér meiri farsæld fyrir okkur öll á næstu áratugum. Brýnasta hagsmunamálið í bráð og lengd er að tryggja efnahagslegan stöðugleika og búa í haginn fyrir öflugan útflutning. Það er forsenda góðra lífskjara. Með haftakrónu, hárri verðbólgu, gengissveiflum og annarri óáran sem fylgir okkar sjálfstæðu peningamálastefnu tekst það ekki. Í þeim efnum er reynslan ólygnust. Ég er eindreginn stuðningsmaður aðildar Íslands að ESB. Af aðild verður auðvitað ekki ef aðildarviðræðum verður slitið. Það er öldungis fráleitt að halda því fram að aðildarviðræðurnar séu bara hjal um ekki neitt – niðurstaðan liggi þegar fyrir. Það verður að halda viðræðum áfram af fullum þunga og ná hagstæðri niðurstöðu. Ágæti aðildar að ESB er ekki háð víðtækum undanþágum frá hinu og þessu. Hagsmunir okkar og framtíð geta aldrei ráðist af þröngum sérhagsmunum eða ýtrustu kröfum háværra gæslumanna þeirra. Almenningur á ekki að súpa seyðið af þeim með lakari lífskjörum. Ég er handviss um að þegar grannt verður skoðað mun heildarhagsmunum Íslands verða betur borgið innan ESB. Að fenginni niðurstöðu viðræðna mun auðvitað hver og einn vega og meta fyrir sig hvort skynsamlegra sé að segja já eða nei. Stjórnmálamenn eiga margir hverjir erfitt með að hugsa til lengri tíma en enda hvers kjörtímabils. Eigið þingsæti og hagsmunir flokksins yfirskyggja því miður oftar en ekki langtímahagsmuni lands og lýðs. Slíkir stjórnmálamenn eru okkur skeinuhættir og þá eigum við að forðast eftir mætti. Því miður eru þeir margir á kreiki nú sem fyrr. Sjálfur mun ég leggja þeim lið sem vilja halda dyrum opnum, leiða aðildarviðræður til farsælla lykta á næstu misserum og bera niðurstöðuna undir þjóðina. Hinir mega eiga sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Langt er síðan ég gerði upp hug minn um að Íslandi væri best borgið með aðild að Evrópusambandinu. Þar gildir einu hvort litið er til lífskjara, starfsskilyrða atvinnulífsins, öryggis- og varnarmála eða menningarmála. Ekki er byggt á skammtímasjónarmiðum um að ESB muni reynast einhvers konar bjargvættur á neyðarstundu. Þvert á móti er skoðunin byggð á því að aðildin muni fela í sér meiri farsæld fyrir okkur öll á næstu áratugum. Brýnasta hagsmunamálið í bráð og lengd er að tryggja efnahagslegan stöðugleika og búa í haginn fyrir öflugan útflutning. Það er forsenda góðra lífskjara. Með haftakrónu, hárri verðbólgu, gengissveiflum og annarri óáran sem fylgir okkar sjálfstæðu peningamálastefnu tekst það ekki. Í þeim efnum er reynslan ólygnust. Ég er eindreginn stuðningsmaður aðildar Íslands að ESB. Af aðild verður auðvitað ekki ef aðildarviðræðum verður slitið. Það er öldungis fráleitt að halda því fram að aðildarviðræðurnar séu bara hjal um ekki neitt – niðurstaðan liggi þegar fyrir. Það verður að halda viðræðum áfram af fullum þunga og ná hagstæðri niðurstöðu. Ágæti aðildar að ESB er ekki háð víðtækum undanþágum frá hinu og þessu. Hagsmunir okkar og framtíð geta aldrei ráðist af þröngum sérhagsmunum eða ýtrustu kröfum háværra gæslumanna þeirra. Almenningur á ekki að súpa seyðið af þeim með lakari lífskjörum. Ég er handviss um að þegar grannt verður skoðað mun heildarhagsmunum Íslands verða betur borgið innan ESB. Að fenginni niðurstöðu viðræðna mun auðvitað hver og einn vega og meta fyrir sig hvort skynsamlegra sé að segja já eða nei. Stjórnmálamenn eiga margir hverjir erfitt með að hugsa til lengri tíma en enda hvers kjörtímabils. Eigið þingsæti og hagsmunir flokksins yfirskyggja því miður oftar en ekki langtímahagsmuni lands og lýðs. Slíkir stjórnmálamenn eru okkur skeinuhættir og þá eigum við að forðast eftir mætti. Því miður eru þeir margir á kreiki nú sem fyrr. Sjálfur mun ég leggja þeim lið sem vilja halda dyrum opnum, leiða aðildarviðræður til farsælla lykta á næstu misserum og bera niðurstöðuna undir þjóðina. Hinir mega eiga sig.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar