Tíu vinsælustu íþróttamyndböndin á árinu 2013 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2013 09:48 Titus setti boltann í körfuna með tilþrifum á árinu. Mynd/Skjáskot Íþróttaunnendur geta gleymt sér við að skoða skemmtileg myndbönd úr öllum áttum á YouTube. Búið er að taka saman þau tíu myndbönd á YouTube með íþróttatengingu sem fengu mest áhorf á árinu sem senn er á enda. Kennir þar ýmissa grasa en þar má meðal annars finna Harlem Shake, ótrúleg körfuboltaskot tveggja ára snillings og líklega versta hafnaboltakast sögunnar úr smiðju poppstjörnu. Myndböndin tíu má sjá hér að neðan og talið er niður úr 10. sæti og til þess fyrsta. Miami Heat í NBA-deildinni á heiðurinn að þeim tveimur myndböndum sem fengið hafa mest áhorf.10. Leikmenn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni buðu upp á Harlem Shake.9. Jack Hoffman, sjö ára drengur sem greindist með krabbamein, skoraði snertimark með liði Nebraska í æfingaleik síðastliðið vor.8. Joe Hart fór á kostum með liði Manchester City í Harlem Shake.7. Lúðrasveitin í ríkisháskólanum í Ohio fór á kostum í hálfleikssýningu sinni á árinu. Liðið hjólaði í Thriller með Michael Jacksson og óhætt að segja að um mikið sjónarspil hafi verið að ræða auk flottrar tónlistar.6. Poppstjarnan Carly Rae Jepsen sýndi að hún kann ekki að kasta bolta. Yfir níu milljónir hafa horft á myndbandið af kastinu misheppnaða.5. Suður-kóreska fimleikastúlka stóð sig öllu betur en Jepsen þegar hún kastaði fyrsta boltanum í hafnaboltaleik. Tilþrifin í aðdraganda kastsins voru mögnuð.4. Hinn tveggja ára gamli Titus sýndi að margur er knár þótt hann sé smár. Einhver lið í NBA eru vafalítið byrjuð að fylgjast með kappanum.3. Kelly McGarry sýndi frábær tilþrif á fjallahjólinu í gljúfri í Bandaríkjunum. Hann lauk ótrúlegri ferð með risastökki.2. Stuðningsmaður Miami Heat setti niður miðjuskot í hálfleik og vann sér inn 75 þúsund dali eða um tíu milljónir króna. LeBron James fagnaði meira en stuðningsmaðurinn ónefndi.1. Besta Harlem Shake ársins og vinsælasta íþróttamyndbandið kemur frá NBA-meisturunum frá Miami. Horft hefur verið á myndbandið 47 milljón sinnum. Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Sjá meira
Íþróttaunnendur geta gleymt sér við að skoða skemmtileg myndbönd úr öllum áttum á YouTube. Búið er að taka saman þau tíu myndbönd á YouTube með íþróttatengingu sem fengu mest áhorf á árinu sem senn er á enda. Kennir þar ýmissa grasa en þar má meðal annars finna Harlem Shake, ótrúleg körfuboltaskot tveggja ára snillings og líklega versta hafnaboltakast sögunnar úr smiðju poppstjörnu. Myndböndin tíu má sjá hér að neðan og talið er niður úr 10. sæti og til þess fyrsta. Miami Heat í NBA-deildinni á heiðurinn að þeim tveimur myndböndum sem fengið hafa mest áhorf.10. Leikmenn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni buðu upp á Harlem Shake.9. Jack Hoffman, sjö ára drengur sem greindist með krabbamein, skoraði snertimark með liði Nebraska í æfingaleik síðastliðið vor.8. Joe Hart fór á kostum með liði Manchester City í Harlem Shake.7. Lúðrasveitin í ríkisháskólanum í Ohio fór á kostum í hálfleikssýningu sinni á árinu. Liðið hjólaði í Thriller með Michael Jacksson og óhætt að segja að um mikið sjónarspil hafi verið að ræða auk flottrar tónlistar.6. Poppstjarnan Carly Rae Jepsen sýndi að hún kann ekki að kasta bolta. Yfir níu milljónir hafa horft á myndbandið af kastinu misheppnaða.5. Suður-kóreska fimleikastúlka stóð sig öllu betur en Jepsen þegar hún kastaði fyrsta boltanum í hafnaboltaleik. Tilþrifin í aðdraganda kastsins voru mögnuð.4. Hinn tveggja ára gamli Titus sýndi að margur er knár þótt hann sé smár. Einhver lið í NBA eru vafalítið byrjuð að fylgjast með kappanum.3. Kelly McGarry sýndi frábær tilþrif á fjallahjólinu í gljúfri í Bandaríkjunum. Hann lauk ótrúlegri ferð með risastökki.2. Stuðningsmaður Miami Heat setti niður miðjuskot í hálfleik og vann sér inn 75 þúsund dali eða um tíu milljónir króna. LeBron James fagnaði meira en stuðningsmaðurinn ónefndi.1. Besta Harlem Shake ársins og vinsælasta íþróttamyndbandið kemur frá NBA-meisturunum frá Miami. Horft hefur verið á myndbandið 47 milljón sinnum.
Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Sjá meira