Körfubolti

Oklahoma óstöðvandi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Russell Westbrook
Russell Westbrook Mynd/Gettyimages
Það voru tólf leikir á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Kevin Durant, Russell Westbrook og félagar í Oklahoma eru á góðu skriði þessa dagana.

Þrettán stiga sigur Oklahoma City Thunder á San Antonio Spurs í nótt var sá níundi í röð hjá liðinu og sautjándi sigur liðsins í síðustu átján leikjum. Westbrook átti góðan leik í liði Oklahoma með 31 stig og átta stoðsendingar.

Dwight Howard átti stórleik með 35 stig og 19 fráköst í sigri Houston Rockets í Detroit. Rockets sem tapaði stórt gegn Indiana kvöldið áður vann öruggan sigur þrátt fyrir að vera án bakvarðanna James Harden og Jeremy Lin í leiknum.

Fjarvera lykilleikmanna Lakers reyndist þeim ofviða í 19 stiga tapi gegn Golden State Warriors í Oakland. Kobe Bryant, Steve Nash, Steve Blake og Jordan Farmar eru allir á meiðslalistanum auk þess sem Pau Gasol gat ekki spilað í leiknum í gær.

Damian Lillard átti enn einn stórleikinn í liði Portland Trailblazers í tæpum sigri á New Orleans Pelicans. Portland er áfram aðeins einum sigri á eftir Oklahoma í baráttunni um efsta sætið í Vesturdeildinni.



Úrslit:

New York Knicks 87-95 Memphis Grizzlies

Boston Celtics 99-106 Washington Wizards

Orlando Magic 100-105 Sacramento Kings

Charlotte Bobcats 85-88 Utah Jazz

Detroit Pistons 97-114 Houston Rockets

Chicago Bulls 100-84 Cleveland Cavaliers

Milwaukee Bucks 116-100 Philadelphia 76ers

San Antonio Spurs 100-113 Oklahoma City Thunder

Phoenix Suns 123-108 Dallas Mavericks

Portland Trailblazers 110-107 New Orleans Pelicans

Golden State Warriors 102-83 Los Angeles Lakers

Los Angeles Clippers 112-91 Denver Nuggets



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×