Gylfi Þór íþróttamaður ársins 2013 | Svona voru efstu tíu sætin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2013 14:28 Gylfi Þór Sigurðsson, íþróttamaður ársins 2013. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins á árlegu hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í kvöld. Gylfi Þór fékk 446 stig í kjörinu. Í öðru sæti með 288 stig var frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir og handboltakappinn Guðjón Valur Sigurðsson kom þar á eftir með 236 stig. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var valið lið ársins 2013 en sá árangur þess að komast í umspil um sæti á HM 2014 í Brasilíu er sá besti frá upphafi. Þá var Alfreð Gíslason kjörinn þjálfari ársins, annað árið í röð, en hann stýrir þýska handknattleiksliðinu Kiel.Íþróttamaður ársins: 1. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna – 446 stig 2. Aníta Hinriksdóttir, frjálsar – 288 stig 3. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti – 236 stig 4. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti – 206 stig 5. Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna – 189 stig 6. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna – 134 stig 7. Alfreð Finnbogason, knattspyrna – 73 stig 8. Helgi Sveinsson, íþr. fatlaðra – 62 stig 9. Auðunn Jónsson, kraftlyftingar – 41 stig 10. Aron Pálmarsson, handbolti – 32 stig 11. Jóhann Rúnar Skúlason, hestaíþróttir – 23 stig 12. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund – 16 stig 13. Norma Dögg Róbertsdóttir, fimleikar – 15 stig 14. Birgir Leifur Hafþórsson, golf – 15 stig 15. Guðbjörg Gunnarsdóttir, knattspyrna – 14 stig 16. Guðmundur Sverrisson, frjálsar – 11 stig 17. Helena Sverrisdóttir, körfubolti – 7 stig 18. Dominiqua Alma Belanyi, fimleikar – 4 stig 19. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund – 4 stig 20. Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna – 3 stig 21. Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrna – 3 stig 22. Valdís Þóra Jónsdóttir, golf – 2 stig 23. Þórir Ólafsson, handbolti – 1 stig Lið ársins: 1. A-landslið karla, knattspyrna – 125 stig 2. A-landslið kvenna, knattspyrna – 55 stig 3. Kvennalið Gerplu, hópfimleikar – 20 stig Þjálfari ársins: 1. Alfreð Gíslason, handbolti – 54 stig 2. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, knattspyrna – 34 stig 3. Gunnar Páll Jóakimsson, frjálsar – 33 stigMynd/VilhelmGylfi Þór fór mikinn með íslenska karlalandsliðinu á árinu sem var einum leik frá því að tryggja sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. Liðið mætti Króatíu í tveimur umspilsleikjum en mátti játa sig sigrað. Gylfi styrkti einnig stöðu sína hjá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á árinu. Hann spilaði mikið með liðinu síðari hluta tímabilsins 2012-2013 og hefur verið í aðalhlutverki með liðinu í undanförnum leikjum. Gylfi gat ekki verið viðstaddur kjörið í kvöld þar sem Tottenham mætir Stoke á morgun á White Hart Lane. Gylfi er uppalinn FH-ingur líkt og handknattleikskappinn Aron Pálmarsson sem vann titilinn í fyrra.Kjörið fór fyrst fram árið 1956 og þetta er því í 58. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna velja íþróttamann ársins. 25 af 26 félögum í SÍ nýttu atkvæðisrétt sinn að þessu sinni.Nordicphotos/AFPNordicphotos/GettyNordicphotos/AFPNordicphotos/AFP Fótbolti Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins á árlegu hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í kvöld. Gylfi Þór fékk 446 stig í kjörinu. Í öðru sæti með 288 stig var frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir og handboltakappinn Guðjón Valur Sigurðsson kom þar á eftir með 236 stig. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var valið lið ársins 2013 en sá árangur þess að komast í umspil um sæti á HM 2014 í Brasilíu er sá besti frá upphafi. Þá var Alfreð Gíslason kjörinn þjálfari ársins, annað árið í röð, en hann stýrir þýska handknattleiksliðinu Kiel.Íþróttamaður ársins: 1. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna – 446 stig 2. Aníta Hinriksdóttir, frjálsar – 288 stig 3. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti – 236 stig 4. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti – 206 stig 5. Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna – 189 stig 6. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna – 134 stig 7. Alfreð Finnbogason, knattspyrna – 73 stig 8. Helgi Sveinsson, íþr. fatlaðra – 62 stig 9. Auðunn Jónsson, kraftlyftingar – 41 stig 10. Aron Pálmarsson, handbolti – 32 stig 11. Jóhann Rúnar Skúlason, hestaíþróttir – 23 stig 12. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund – 16 stig 13. Norma Dögg Róbertsdóttir, fimleikar – 15 stig 14. Birgir Leifur Hafþórsson, golf – 15 stig 15. Guðbjörg Gunnarsdóttir, knattspyrna – 14 stig 16. Guðmundur Sverrisson, frjálsar – 11 stig 17. Helena Sverrisdóttir, körfubolti – 7 stig 18. Dominiqua Alma Belanyi, fimleikar – 4 stig 19. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund – 4 stig 20. Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna – 3 stig 21. Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrna – 3 stig 22. Valdís Þóra Jónsdóttir, golf – 2 stig 23. Þórir Ólafsson, handbolti – 1 stig Lið ársins: 1. A-landslið karla, knattspyrna – 125 stig 2. A-landslið kvenna, knattspyrna – 55 stig 3. Kvennalið Gerplu, hópfimleikar – 20 stig Þjálfari ársins: 1. Alfreð Gíslason, handbolti – 54 stig 2. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, knattspyrna – 34 stig 3. Gunnar Páll Jóakimsson, frjálsar – 33 stigMynd/VilhelmGylfi Þór fór mikinn með íslenska karlalandsliðinu á árinu sem var einum leik frá því að tryggja sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. Liðið mætti Króatíu í tveimur umspilsleikjum en mátti játa sig sigrað. Gylfi styrkti einnig stöðu sína hjá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á árinu. Hann spilaði mikið með liðinu síðari hluta tímabilsins 2012-2013 og hefur verið í aðalhlutverki með liðinu í undanförnum leikjum. Gylfi gat ekki verið viðstaddur kjörið í kvöld þar sem Tottenham mætir Stoke á morgun á White Hart Lane. Gylfi er uppalinn FH-ingur líkt og handknattleikskappinn Aron Pálmarsson sem vann titilinn í fyrra.Kjörið fór fyrst fram árið 1956 og þetta er því í 58. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna velja íþróttamann ársins. 25 af 26 félögum í SÍ nýttu atkvæðisrétt sinn að þessu sinni.Nordicphotos/AFPNordicphotos/GettyNordicphotos/AFPNordicphotos/AFP
Fótbolti Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Sjá meira