Aron Rafn Eðvarðsson var ekki með á æfingu íslenska landsliðsins í handbolta í dag vegna meiðsla í stóru tá hægri fótar. Gömul meiðsli tóku sig upp í fótbolta á æfingu í gær en Aron reiknar ekki með að þetta stoppi hann frá þátttöku á Evrópumeistaramótinu í handbolta í Danmörku í janúar.
„Það er vandræðalegt að segja þetta en ég fékk aðeins í tána. Ég fékk þvagsýrugigt, kristalsgigt, í tána í fyrra og missti af tveimur leikjum með Haukum. Ég fór í sprautur eftir það en hef aldrei náð mér almennilega í liðnum.
„Svo var það að sjálfsögðu fótbolti, ég varði og fékk skot framan á tána og þá bólgnaði upp allur liðurinn. Svo bætti Arnór Atla um betur og skaut líka í tána á mér, í handbolta. Það er ástæða þess að ég sit og horfi á í dag,“ sagði Aron Rafn markvörður.
„Ég æfi ekkert fyrr en eftir áramót í Þýskalandi. Ég hvíli í dag og á morgun, borða bólgueyðandi og vonandi fer þetta þá.“
Meiddist í fótbolta
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið

Fjögur lið sýnt LeBron áhuga
Körfubolti



Chelsea pakkaði PSG saman
Fótbolti


Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur
Enski boltinn

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn


