LA Clippers vann sinn fjórða sigur í röð gegn Philadelphia í nótt. Það hefur ekki gerst síðan árið 1974.
Blake Griffin skoraði 26 stig fyrir Clippers og tók 8 fráköst. Chris Paul var með tvöfalda tvennu að venju. Skoraði 25 stig og gaf 13 stoðsendingar.
Eftir fimm tapleiki í röð í Salt Lake City kom að því að Portland vann leik þar. Liðið sá líka til þess að það tapaði ekki tveimur leikjum í röð í fyrsta skipti í vetur.
LaMarcus Aldridge skoraði 24 stig og Robin Lopez 15 fyrir Portland. Portland skellti Utah líka síðasta föstudag en heimamenn buðu upp á betri slag að þessu sinni en það dugði ekki til.
Úrslit:
Charlotte-Golden State 115-111
Philadelphia-LA Clippers 83-94
Washington-Denver 74-75
Memphis-Orlando 94-85
Utah-Portland 94-105
Sacramento-Dallas 112-97
Griffin og Paul í stuði hjá Clippers

Mest lesið


Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti








Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt
Íslenski boltinn