Jón Ingi og Rannveig best í krullu á árinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2013 09:45 Ragnnveig og Jón Ingi með viðurkenningu sína norðan heiða. Mynd/Krullunefnd ÍSÍ Jón Ingi Sigurðsson og Rannveig Jóhannsdóttir eru krullumaður og krullukona ársins 2013. Krullunefnd ÍSÍ velur karl og konu úr röðum krullufólks að undangenginni kosningu innan Krulludeildar Skautafélags Akureyrar sem er eina félagið þar sem krulla er á dagskrá sem keppnisgrein. Jón Ingi Sigurðsson, fyrirliði liðs Mammúta frá Skautafélagi Akureyrar, varð efstur í kjöri krullufólks og er krullumaður ársins 2013. Jón Ingi hefur leitt lið Mammúta frá stofnun liðsins haustið 2005, í gegnum breytingar, til fjögurra Íslandsmeistaratitla og í keppni á tveimur Evrópumótum. Frá því að Jón Ingi leiddi lið Mammúta fyrst til Íslandsmeistaratitils 2008 hefur liðið alltaf orðið í einu af þremur efstu sætum Íslandsmótsins. Liðið varð Íslandsmeistari 2008, 2009, 2010 og 2012, hlaut silfur 2011 og brons 2013. Liðið tapaði síðast leik í undanúrslitum Íslandsmótsins í apríl síðastliðnum, þannig að Íslandsmeistaratitilinn rann þeim úr greipum þetta árið, en síðan þá hefur liðið farið ósigrað í gegnum tvö mót og er nú Akureyrarmeistari í krullu auk þess að sigra í Gimli Cup krullumótinu nú í nóvember. Þetta er í þriðja sinn sem Jón Ingi hlýtur þann heiður að vera valinn krullumaður ársins, en áður var hann valinn 2005 og 2008. Rannveig Jóhannsdóttir hefur á örfáum árum frá því að hún hóf að spila krullu náð mjög góðum tökum á íþróttinni og er nú í fremstu röð krullufólks, tæknilega nákvæm og traustur leikmaður sem sjaldan gerir mistök. Hún hefur verið burðarásinn í þeim liðum sem hún hefur leikið með undanfarin misseri og leiðir nú efnilegt lið Freyja, sem unnið hefur til silfur- og bronsverðlauna á þeim mótum sem lokið er það sem af er vetri. Rannveig er krullukona ársins 2013. Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Sjá meira
Jón Ingi Sigurðsson og Rannveig Jóhannsdóttir eru krullumaður og krullukona ársins 2013. Krullunefnd ÍSÍ velur karl og konu úr röðum krullufólks að undangenginni kosningu innan Krulludeildar Skautafélags Akureyrar sem er eina félagið þar sem krulla er á dagskrá sem keppnisgrein. Jón Ingi Sigurðsson, fyrirliði liðs Mammúta frá Skautafélagi Akureyrar, varð efstur í kjöri krullufólks og er krullumaður ársins 2013. Jón Ingi hefur leitt lið Mammúta frá stofnun liðsins haustið 2005, í gegnum breytingar, til fjögurra Íslandsmeistaratitla og í keppni á tveimur Evrópumótum. Frá því að Jón Ingi leiddi lið Mammúta fyrst til Íslandsmeistaratitils 2008 hefur liðið alltaf orðið í einu af þremur efstu sætum Íslandsmótsins. Liðið varð Íslandsmeistari 2008, 2009, 2010 og 2012, hlaut silfur 2011 og brons 2013. Liðið tapaði síðast leik í undanúrslitum Íslandsmótsins í apríl síðastliðnum, þannig að Íslandsmeistaratitilinn rann þeim úr greipum þetta árið, en síðan þá hefur liðið farið ósigrað í gegnum tvö mót og er nú Akureyrarmeistari í krullu auk þess að sigra í Gimli Cup krullumótinu nú í nóvember. Þetta er í þriðja sinn sem Jón Ingi hlýtur þann heiður að vera valinn krullumaður ársins, en áður var hann valinn 2005 og 2008. Rannveig Jóhannsdóttir hefur á örfáum árum frá því að hún hóf að spila krullu náð mjög góðum tökum á íþróttinni og er nú í fremstu röð krullufólks, tæknilega nákvæm og traustur leikmaður sem sjaldan gerir mistök. Hún hefur verið burðarásinn í þeim liðum sem hún hefur leikið með undanfarin misseri og leiðir nú efnilegt lið Freyja, sem unnið hefur til silfur- og bronsverðlauna á þeim mótum sem lokið er það sem af er vetri. Rannveig er krullukona ársins 2013.
Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Sjá meira