Jón Ingi og Rannveig best í krullu á árinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2013 09:45 Ragnnveig og Jón Ingi með viðurkenningu sína norðan heiða. Mynd/Krullunefnd ÍSÍ Jón Ingi Sigurðsson og Rannveig Jóhannsdóttir eru krullumaður og krullukona ársins 2013. Krullunefnd ÍSÍ velur karl og konu úr röðum krullufólks að undangenginni kosningu innan Krulludeildar Skautafélags Akureyrar sem er eina félagið þar sem krulla er á dagskrá sem keppnisgrein. Jón Ingi Sigurðsson, fyrirliði liðs Mammúta frá Skautafélagi Akureyrar, varð efstur í kjöri krullufólks og er krullumaður ársins 2013. Jón Ingi hefur leitt lið Mammúta frá stofnun liðsins haustið 2005, í gegnum breytingar, til fjögurra Íslandsmeistaratitla og í keppni á tveimur Evrópumótum. Frá því að Jón Ingi leiddi lið Mammúta fyrst til Íslandsmeistaratitils 2008 hefur liðið alltaf orðið í einu af þremur efstu sætum Íslandsmótsins. Liðið varð Íslandsmeistari 2008, 2009, 2010 og 2012, hlaut silfur 2011 og brons 2013. Liðið tapaði síðast leik í undanúrslitum Íslandsmótsins í apríl síðastliðnum, þannig að Íslandsmeistaratitilinn rann þeim úr greipum þetta árið, en síðan þá hefur liðið farið ósigrað í gegnum tvö mót og er nú Akureyrarmeistari í krullu auk þess að sigra í Gimli Cup krullumótinu nú í nóvember. Þetta er í þriðja sinn sem Jón Ingi hlýtur þann heiður að vera valinn krullumaður ársins, en áður var hann valinn 2005 og 2008. Rannveig Jóhannsdóttir hefur á örfáum árum frá því að hún hóf að spila krullu náð mjög góðum tökum á íþróttinni og er nú í fremstu röð krullufólks, tæknilega nákvæm og traustur leikmaður sem sjaldan gerir mistök. Hún hefur verið burðarásinn í þeim liðum sem hún hefur leikið með undanfarin misseri og leiðir nú efnilegt lið Freyja, sem unnið hefur til silfur- og bronsverðlauna á þeim mótum sem lokið er það sem af er vetri. Rannveig er krullukona ársins 2013. Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Jón Ingi Sigurðsson og Rannveig Jóhannsdóttir eru krullumaður og krullukona ársins 2013. Krullunefnd ÍSÍ velur karl og konu úr röðum krullufólks að undangenginni kosningu innan Krulludeildar Skautafélags Akureyrar sem er eina félagið þar sem krulla er á dagskrá sem keppnisgrein. Jón Ingi Sigurðsson, fyrirliði liðs Mammúta frá Skautafélagi Akureyrar, varð efstur í kjöri krullufólks og er krullumaður ársins 2013. Jón Ingi hefur leitt lið Mammúta frá stofnun liðsins haustið 2005, í gegnum breytingar, til fjögurra Íslandsmeistaratitla og í keppni á tveimur Evrópumótum. Frá því að Jón Ingi leiddi lið Mammúta fyrst til Íslandsmeistaratitils 2008 hefur liðið alltaf orðið í einu af þremur efstu sætum Íslandsmótsins. Liðið varð Íslandsmeistari 2008, 2009, 2010 og 2012, hlaut silfur 2011 og brons 2013. Liðið tapaði síðast leik í undanúrslitum Íslandsmótsins í apríl síðastliðnum, þannig að Íslandsmeistaratitilinn rann þeim úr greipum þetta árið, en síðan þá hefur liðið farið ósigrað í gegnum tvö mót og er nú Akureyrarmeistari í krullu auk þess að sigra í Gimli Cup krullumótinu nú í nóvember. Þetta er í þriðja sinn sem Jón Ingi hlýtur þann heiður að vera valinn krullumaður ársins, en áður var hann valinn 2005 og 2008. Rannveig Jóhannsdóttir hefur á örfáum árum frá því að hún hóf að spila krullu náð mjög góðum tökum á íþróttinni og er nú í fremstu röð krullufólks, tæknilega nákvæm og traustur leikmaður sem sjaldan gerir mistök. Hún hefur verið burðarásinn í þeim liðum sem hún hefur leikið með undanfarin misseri og leiðir nú efnilegt lið Freyja, sem unnið hefur til silfur- og bronsverðlauna á þeim mótum sem lokið er það sem af er vetri. Rannveig er krullukona ársins 2013.
Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn