Heather Mills, fyrrum eiginkona Bítilsins Paul McCartney, hefur dregið sig úr breska ólympíuhópnum fyrir Vetrarólympíumót fatlaðra í Sochi í vetur.
Mills, sem er 45 ára, hefur náð ágætum árangri í keppni í svigi og stefndi á þátttöku í Sochi. Mills náði hæst í 28. sæti heimslistans í greininni í hennar fötlunarflokki.
Skipuleggjendur settu þó fram athugasemdir um skíðabúnað hennar og sögðu að honum yrði að breyta ætlaði hún sér að taka þátt. Mills ákvað af þessum ástæðum að draga sig úr hópnum, auk þess sem hún hefur verið að glíma við meiðsli.
Mills missti vinstri fótlegg fyrir neðan hné í umferðarslysi fyrir 20 árum síðan. Hún giftist McCartney árið 2002 en parið skildi eftir sex ára samband.
Mills hættir við þátttöku í Sochi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn
Íslenski boltinn

Hvergerðingar í úrslit umspilsins
Körfubolti





Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða
Enski boltinn


„Ég fer bara sáttur á koddann“
Íslenski boltinn

Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket
Körfubolti