Körfubolti

Þristar Bosh og Allen tryggðu sigurinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
LeBron James hrissti af sér ökklameiðsli og setti 24 stig, níu fráköst og átti sjö stoðsendingar í 97-94 sigri Miami Heat á Indiana Pacers í NBA-körfuboltanum í nótt.

Dwyane Wade skoraði 32 stig, hans hæsta skor á tímabilinu, í hefndarsigri á Indiana. Á síðustu 90 sekúndum leiksins jafnaði Chris Bosh með þriggja stiga skoti í 92-92 og Ray Allen fylgdi þristinum á eftir í næstu sókn og kom meisturunum í 95-92.

Paul George, sem skoraði 25 stig fyrir Indiana og var stigahæstur, hitti ekki úr þriggja stiga skoti á lokasekúndunum.

Úrslit næturinnar

Orlando Magic 82-86 Utah Jazz

Toronto Raptors 102-104 Charlotte Bobcats

Atlanta Hawks 124-107 Sacramento Kings

Boston Celtics 106-107 Detroit Pistons

Brooklyn Nets 107-113 Washington Wizards

Milwaukee Bucks 101-107 New York Knicks

Minnesota Timberwolves 120-109 Portland Trail Blazers

Dallas Mavericks 105-91 Memphis Grizzlies

Phoenix Suns 101-108 San Antonio Spurs

Houston Rockets 109-94 Chicago Bulls

Los Angeles Clippers 108-95 New Orleans Pelicans

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×