Frumkvöðlar í góðum málum Elín Albertsdóttir skrifar 4. desember 2013 14:47 Lóa Pind er að fara í gang með nýjan þátt um frumkvöðla á Stöð 2. Lóa Pind Aldísardóttir fer með nýjan þátt í loftið mánudaginn 9. desember sem nefnist Eitthvað annað. Þar er rætt við íslenska frumkvöðla sem hafa stigið út fyrir rammann. „Nafnið á þættinum sæki ég í umræðu sem var hér fyrir fáeinum árum og fjallaði um stóriðju eða eitthvað annað, eins og þá var gjarnan nefnt. Í venjulegum fréttum fær maður ekki langan tíma fyrir hverja frétt en nú gefst mér tækifæri til að fara nánar í málið. Þúsundir manna eru að vinna við þetta „eitthvað annað“. Ég legg áherslu á frumkvöðla og skoða hvað hefur mótað þá,“ útskýrir Lóa. „Það eru ekki allir sem þora að stíga út fyrir þægindaramma launþegans til að framkvæma hugmyndir sínar. Þetta fólk er að gera margt nýtt og óþekkt, til dæmis í rafmagnsfræði, fiskiðju, sjávarútvegi, vínframleiðslu, útflutningi á kennsluefni, svo eitthvað sé nefnt. Meðal annars er hópur kominn á veg með rússibana í Kömbunum. Það hefur komið mér á óvart hversu margt er í gangi og að það er góður stuðningur í boði fyrir þetta fólk,“ segir hún enn fremur.Kókakóla í sósunni Það hefur verið nóg að gera hjá Lóu sem segist vera mikið jólabarn. „Skreytingarnar hafa minnkað hjá mér með árunum en ég er íhaldssöm á hefðir og siði í kringum jól. Ég er alltaf með sama jólamatinn. Það væri ekkert aðfangadagskvöld ef ekki væri hamborgarhryggur, eldaður eftir uppskrift sem birtist í Þjóðviljanum árið 1978. Það var Skúli Hansen matreiðslumaður sem gaf þessa uppskrift og ég hef alltaf notað hana. Skúli gaf uppskrift að bestu sósu sem ég hef smakkað en í henni er Kók,“ segir Lóa og gefur hér uppskriftina. „Þegar lyktin af sósunni ilmar um húsið, þá eru jólin komin.“ SYKURHJÚPAÐUR HAMBORGARHRYGGUR M/RAUÐVÍNSSÓSU 1 ½ kg hamborgarhryggur soðinn í potti í eina klst. Látið vatnið fljóta vel yfir hrygginn. Sjóðið einnig með saxaðan lauk, gulrœtur og 8 korn af heilum pipar. SYKURHJÚPURINN Á HRYGGINN 200 g tómatsósa 75 g súrt sinnep 1 dós sýrður rjómi 2 dl rauðvín 1dl Coca-cola. Allt hrært vel saman. Brúnið 150 g af sykri í smjöri á pönnu. Þegar sykurinn freyðir er rauðvínsblandan sett út í. Hryggurinn settur í ofnskúffu og penslaður að ofan með sykurblöndunni, 2-3 sinnum. Hafið eingöngu yfirhita á ofninum. Þannig brúnast sykurinn fallega. RAUÐVÍNSSÓSAN Soðið af hryggnum sett í pott. Bragðbœtt með kjötkrafti, þriðja kryddinu og pipar. Sósan bökuð upp með smjörbollu: 100 g mjúkt smjör og 100 g hveiti hrœrt saman. Sett smám saman út í soðið. Bœtið við hindberjasultu, rauðvíni, rjóma og afganginum af sykurhjúpnum. Matur Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Lóa Pind Aldísardóttir fer með nýjan þátt í loftið mánudaginn 9. desember sem nefnist Eitthvað annað. Þar er rætt við íslenska frumkvöðla sem hafa stigið út fyrir rammann. „Nafnið á þættinum sæki ég í umræðu sem var hér fyrir fáeinum árum og fjallaði um stóriðju eða eitthvað annað, eins og þá var gjarnan nefnt. Í venjulegum fréttum fær maður ekki langan tíma fyrir hverja frétt en nú gefst mér tækifæri til að fara nánar í málið. Þúsundir manna eru að vinna við þetta „eitthvað annað“. Ég legg áherslu á frumkvöðla og skoða hvað hefur mótað þá,“ útskýrir Lóa. „Það eru ekki allir sem þora að stíga út fyrir þægindaramma launþegans til að framkvæma hugmyndir sínar. Þetta fólk er að gera margt nýtt og óþekkt, til dæmis í rafmagnsfræði, fiskiðju, sjávarútvegi, vínframleiðslu, útflutningi á kennsluefni, svo eitthvað sé nefnt. Meðal annars er hópur kominn á veg með rússibana í Kömbunum. Það hefur komið mér á óvart hversu margt er í gangi og að það er góður stuðningur í boði fyrir þetta fólk,“ segir hún enn fremur.Kókakóla í sósunni Það hefur verið nóg að gera hjá Lóu sem segist vera mikið jólabarn. „Skreytingarnar hafa minnkað hjá mér með árunum en ég er íhaldssöm á hefðir og siði í kringum jól. Ég er alltaf með sama jólamatinn. Það væri ekkert aðfangadagskvöld ef ekki væri hamborgarhryggur, eldaður eftir uppskrift sem birtist í Þjóðviljanum árið 1978. Það var Skúli Hansen matreiðslumaður sem gaf þessa uppskrift og ég hef alltaf notað hana. Skúli gaf uppskrift að bestu sósu sem ég hef smakkað en í henni er Kók,“ segir Lóa og gefur hér uppskriftina. „Þegar lyktin af sósunni ilmar um húsið, þá eru jólin komin.“ SYKURHJÚPAÐUR HAMBORGARHRYGGUR M/RAUÐVÍNSSÓSU 1 ½ kg hamborgarhryggur soðinn í potti í eina klst. Látið vatnið fljóta vel yfir hrygginn. Sjóðið einnig með saxaðan lauk, gulrœtur og 8 korn af heilum pipar. SYKURHJÚPURINN Á HRYGGINN 200 g tómatsósa 75 g súrt sinnep 1 dós sýrður rjómi 2 dl rauðvín 1dl Coca-cola. Allt hrært vel saman. Brúnið 150 g af sykri í smjöri á pönnu. Þegar sykurinn freyðir er rauðvínsblandan sett út í. Hryggurinn settur í ofnskúffu og penslaður að ofan með sykurblöndunni, 2-3 sinnum. Hafið eingöngu yfirhita á ofninum. Þannig brúnast sykurinn fallega. RAUÐVÍNSSÓSAN Soðið af hryggnum sett í pott. Bragðbœtt með kjötkrafti, þriðja kryddinu og pipar. Sósan bökuð upp með smjörbollu: 100 g mjúkt smjör og 100 g hveiti hrœrt saman. Sett smám saman út í soðið. Bœtið við hindberjasultu, rauðvíni, rjóma og afganginum af sykurhjúpnum.
Matur Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira