Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Sviss 26-21 | Flottur sigur á Sviss 30. nóvember 2013 13:21 Þórey Rósa Stefánsdóttir er lykilmaður í liði Íslands. Mynd/Stefán Ísland vann Sviss í vináttulandsleik liðanna á Seltjarnanesi í dag. Leikurinn var þriðji leikurinn á þremur dögunum hjá liðunum, en lokatölur í dag urðu 26-21. Unnur Ómarsdóttir var markahæst í liði Íslands með fimm mörk og Florentina Stanciu átti frábæran leik í marki Íslands og varði fimmtán skot. Íslenska liðið byrjaði leikinn frábærlega og réði lögum og lofum í byrjun. Liðið spilaði sterkan varnarleik og sóknarleikurinn flaut vel. Okkar stúlkur komust í 5-0 og fyrsta mark gestanna kom eftir tæpar tólf mínútu. Segir allt sem segja þarf um frábæran varnarleik stelpnanna. Þegar stundarfjórðungur var liðinn leiddu stelpurnar með fjórum mörkum og þá var þjálfara Sviss, Jesper Holmris, nóg boðið í bili og tók leikhlé. Þær bláklæddu héldu þó sínum takti og þegar tíu mínútur voru til leikhlés leiddu þær með fimm marka mun, 9-4. Stelpurnar slökuðu þó aðeins á og gestirnir náðu hraðaupphlaupum og náðu að minnka muninn í tvö mörk. Þá bitu okkar stelpur aftur frá sér og skoruðu tvö mörk í röð og komu muninum aftur í fjögur mörk, þannig var hann í hálfleik en íslensku stelpurnar leiddu 14-10. Karen Knútsdóttir skoraði fyrsta markið í síðari hálfleik og jók muninn í fimm mörk. Þá var ekki aftur snúið, en Arna Sif kom heimastúlkum í 19-12. Vörn liðsins byrjaði aftur að smella í upphafi síðari hálfleiks eftir smá lægð um miðbik fyrri hálfleiks. Íslenska liðið fékk í kjölfarið tvær brottvísanir með stuttu millibili, en náðu þó að halda dampi forystu og þegar tíu mínútur voru eftir leiddu Íslendingar með fimm mörkum, 22-17. Heimastúlkur héldu svo forystunni nánast óbreytti út leikinn og lokatölur urðu Frábær varnaleikur var lykillinn að sigri Íslands, en hann var virkilega agaður og sóknarleikurinn einnig fínn. Margar leikmenn Íslands áttu virkilega góðan dag. Unnur Ómarsdóttir stimplaði sig rækilega inn í vinstra hornið, en hún var frábær. Arna Sif átti góðan dag á línunni, Karen Knútsdóttir stóð sig vel á miðjunni og svo gjörsamlega lokaði Florentina Stanciu markinu, mörg hver úr dauðafærum. Birna Berg hefur oft skorað meira, en spilaði liðsfélagana sína oft frábærlega uppi og náði hún vel með línumönnunum, Örnu Sif og Hildigunni. Svo mætti lengi telja áfram. Svokallaður liðsheildarsigur.Markaskorarar Íslands: Unnur Ómarsdóttir 5, Karen Knútsdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 4, Arna Sif Pálsdóttir 4, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Birna Berg Haraldsdóttir 2.Varin skot: Florentina Stanciu 15. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslands: Heilsteyptasti leikurinn„Vörnin var mjög góð, bæði sex núll og fimm plús einn. Við unnum mikið af boltum og náðum að keyra mikið af hraðaupphlaupum. Við vildum láta reyna á það í dag, að keyra aðeins meira hraða og það tókst vel," sagði Ágúst við blaðamann Vísi strax að leik loknum. „Þetta var heilsteyptasti leikurinn af þessum þrem. Bæði varnar- og sóknarlega spiluðum við vel, það stigu fleiri upp sóknarlega og mér fannst þetta heilt yfir mjög gott.” Alls komust átta útileikmenn á blað og Ágúst var ánægður með það. ,,Við erum að skora úr flest öllum stöðum. Karen er að spila virkilega vel, Unnur var að koma flott inn í horninu og línumennirnir voru að spila vel. Það er margt jákvætt.” Íslenski handboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Ísland vann Sviss í vináttulandsleik liðanna á Seltjarnanesi í dag. Leikurinn var þriðji leikurinn á þremur dögunum hjá liðunum, en lokatölur í dag urðu 26-21. Unnur Ómarsdóttir var markahæst í liði Íslands með fimm mörk og Florentina Stanciu átti frábæran leik í marki Íslands og varði fimmtán skot. Íslenska liðið byrjaði leikinn frábærlega og réði lögum og lofum í byrjun. Liðið spilaði sterkan varnarleik og sóknarleikurinn flaut vel. Okkar stúlkur komust í 5-0 og fyrsta mark gestanna kom eftir tæpar tólf mínútu. Segir allt sem segja þarf um frábæran varnarleik stelpnanna. Þegar stundarfjórðungur var liðinn leiddu stelpurnar með fjórum mörkum og þá var þjálfara Sviss, Jesper Holmris, nóg boðið í bili og tók leikhlé. Þær bláklæddu héldu þó sínum takti og þegar tíu mínútur voru til leikhlés leiddu þær með fimm marka mun, 9-4. Stelpurnar slökuðu þó aðeins á og gestirnir náðu hraðaupphlaupum og náðu að minnka muninn í tvö mörk. Þá bitu okkar stelpur aftur frá sér og skoruðu tvö mörk í röð og komu muninum aftur í fjögur mörk, þannig var hann í hálfleik en íslensku stelpurnar leiddu 14-10. Karen Knútsdóttir skoraði fyrsta markið í síðari hálfleik og jók muninn í fimm mörk. Þá var ekki aftur snúið, en Arna Sif kom heimastúlkum í 19-12. Vörn liðsins byrjaði aftur að smella í upphafi síðari hálfleiks eftir smá lægð um miðbik fyrri hálfleiks. Íslenska liðið fékk í kjölfarið tvær brottvísanir með stuttu millibili, en náðu þó að halda dampi forystu og þegar tíu mínútur voru eftir leiddu Íslendingar með fimm mörkum, 22-17. Heimastúlkur héldu svo forystunni nánast óbreytti út leikinn og lokatölur urðu Frábær varnaleikur var lykillinn að sigri Íslands, en hann var virkilega agaður og sóknarleikurinn einnig fínn. Margar leikmenn Íslands áttu virkilega góðan dag. Unnur Ómarsdóttir stimplaði sig rækilega inn í vinstra hornið, en hún var frábær. Arna Sif átti góðan dag á línunni, Karen Knútsdóttir stóð sig vel á miðjunni og svo gjörsamlega lokaði Florentina Stanciu markinu, mörg hver úr dauðafærum. Birna Berg hefur oft skorað meira, en spilaði liðsfélagana sína oft frábærlega uppi og náði hún vel með línumönnunum, Örnu Sif og Hildigunni. Svo mætti lengi telja áfram. Svokallaður liðsheildarsigur.Markaskorarar Íslands: Unnur Ómarsdóttir 5, Karen Knútsdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 4, Arna Sif Pálsdóttir 4, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Birna Berg Haraldsdóttir 2.Varin skot: Florentina Stanciu 15. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslands: Heilsteyptasti leikurinn„Vörnin var mjög góð, bæði sex núll og fimm plús einn. Við unnum mikið af boltum og náðum að keyra mikið af hraðaupphlaupum. Við vildum láta reyna á það í dag, að keyra aðeins meira hraða og það tókst vel," sagði Ágúst við blaðamann Vísi strax að leik loknum. „Þetta var heilsteyptasti leikurinn af þessum þrem. Bæði varnar- og sóknarlega spiluðum við vel, það stigu fleiri upp sóknarlega og mér fannst þetta heilt yfir mjög gott.” Alls komust átta útileikmenn á blað og Ágúst var ánægður með það. ,,Við erum að skora úr flest öllum stöðum. Karen er að spila virkilega vel, Unnur var að koma flott inn í horninu og línumennirnir voru að spila vel. Það er margt jákvætt.”
Íslenski handboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira