Ahmad Brooks, leikmaður San Francisco 49ers í NFL-deildinni, tæklaði Drew Brees, leikstjórnanda New Orleans Saints, illa um síðustu helgi og þarf að blæða fyrir það.
Brooks tæklaði Brees af fullum krafti í hálsinn og hjálminn. Brees var blóðugur eftir tæklinguna.
NFL-deildin hefur ákveðið að sekta Brooks um 2 milljónir króna fyrir þessa ljótu tæklingu.
Brooks er alls ekki sáttur við sektina og ætlar að áfrýja. Hann heldur því enn fram að tæklingin hafi verið lögleg.
