172,966 notendur sóttu íþróttavef Vísis heim í liðinni viku. Vikugamalt met á íslenskum íþróttavefmiðli var bætt um sjö þúsund notendur.
Á vef Modernus.is eru teknar saman lesendatölur íslenskra vefmiðla. Þar má sjá lista yfir lest mesnu vefmiðla landsins og einnig er hægt að bera saman lestur íslenskra vefmiðla.
Aðra vikuna í röð var Vísir með flesta notendur þrátt fyrir að aðrir miðlar væru einnig að setja persónuleg met í lestri aðra hvora vikuna. Mikill áhugi landsmanna á umspilsleikjunum tveimur gegn Króötum spila stórt hlutverk í lestri á íþróttasíðum vefmiðlanna undanfarnar tvær vikur.
Vísir þakkar kærlega lesturinn og hvetur um leið lesendur til þess að líka við Fésbókarsíðu íþróttadeildar. Það má gera hér.
Notendafjöldi vikuna 18. - 24. nóvember
Sportið á Vísir.is 172,966 notendur
Sportið á Mbl.is 151,466 notendur
Fótbolti.net 117,705 notendur
Sportið á DV.is 67,385 notendur
433.is 60,538 notendur
Notendafjöldi vikuna 11. - 17. nóvember
Sportið á Vísir.is 165,670 notendur
Sportið á Mbl.is 158,065 notendur
Fótbolti.net 111,513 notendur
433.is 54,190 notendur
Sportið á DV.is 11,450 notendur
Tvær metvikur í röð | Flestir lesendur á íþróttasíðu Vísis

Mest lesið




Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision
Enski boltinn

Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH
Íslenski boltinn




Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu
Körfubolti
